Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hæstu styrkir til Framsóknar frá útgerðinni

Á með­al styrktarað­ila Fram­sókn­ar­flokks­ins í fyrra voru flokks­fé­lag­ar sem hafa ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu. Flokk­ur­inn tap­aði 2 millj­ón­um króna á ár­inu. End­ur­greiða þurfti styrk frá fyr­ir­tæki í eigu Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar.

Hæstu styrkir til Framsóknar frá útgerðinni
Forysta Framsóknarflokksins Flokkurinn tapaði tveimur milljónum króna í fyrra. Mynd: Pressphotos

Framsóknarflokkurinn fékk 9,5 milljónir króna í styrki frá lögaðilum í fyrra og komu stærstu upphæðirnar frá fyrirtækjum í sjávarútvegi og laxeldi.

Í ársreikningi Framsóknarflokksins vegna 2018, sem Ríkisendurskoðun birti í dag, kemur fram að flokkurinn hafi tapað 2 milljónum króna á árinu. Eigið fé flokksins er neikvætt um 56 milljónir króna og skuldir hans tæpar 240 milljónir króna.

Útgerðarfélögin Skinney-Þinganes, Eskja, Ísfélag Vestmannaeyja, Síldarvinnslan og Rammi styrktu öll flokkinn um hámarksupphæð, 400 þúsund krónur. Þá voru Samherji, Loðnuvinnslan, Hraðfrystihúsið - Gunnvör og Hvalur hf. einnig meðal styrktaraðila. Arnarlax og Laxar - fiskeldi styrktu einnig flokkinn um 400 þúsund krónur hvort.

Sælgætisframleiðandinn Góa - Linda, heildverslunin Mata, Kjarnafæði, Kaupfélag Skagfirðinga, Steypustöðin, Tak-Malbik og Fjárfesting fasteignasala styrktu einnig flokkinn um háar upphæðir.

Félagið Kaupbréf ehf. styrkti flokkinn um 350 þúsund krónur. Félagið er alfarið í eigu Hrólfs Ölvissonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra flokksins, sem sagði af sér í kjölfar umfjöllunar um Panamaskjölin. Hrólfur átti félagið Chamile Mar­ket­ing á Tortóla í Bresku Jóm­frú­­areyj­un­­um sem panamíska lög­­fræð­i­­stofan Mossack Fon­­seca stofnaði og hélt utan um. Hrólfur hefur verið virkur í viðskiptalífinu og var félagið notað til að fela kaup íslenskra félaga hans í danska fyrirtækinu Scancore ApS, samkvæmt umfjöllun Kastljóss.

Félagið Hvanná ehf. í eigu Finns Ingólfssonar, fjárfestis og fyrrverandi ráðherra og þingmanns Framsóknarflokksins, styrkti flokkinn um 200 þúsund krónur.

Loks fékk flokkurinn 60.000 króna framlag frá Norðurorku hf. sem houm varð skylt að endurgreiða. „Samkvæmt 3. mgr. 6. gr. laga nr. 162/2006 er stjórnmálasamtökum óheimilt að veita viðtöku framlögum frá fyrirtækjum í meirihlutaeigu ríkis eða sveitarfélaga,“ segir í athugasemd Ríkisendurskoðunar. „Norðurorka hf. er í eigu Akureyrarbæjar og fleiri sveitarfélaga. Framsóknarflokkurinn endurgreiddi framangreindan styrk á árinu 2019 og hefur Ríkisendurskoðun fengið staðfestingu þess efnis.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármál stjórnmálaflokka

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár