Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Albanska flóttafjölskyldan lent í Berlín

Þýsk­ir lög­reglu­menn tóku á móti al­bönsku fjöl­skyld­unni við lend­ing­una í Berlín um há­deg­ið í dag. Fjöl­skyld­an var flutt úr landi þrátt fyr­ir að móð­ir­in sé geng­in tæp­ar 36 vik­ur á leið. Ekki var tek­ið til­lit til vott­orðs frá lækni á kvenna­deild Land­spít­al­ans um að hún sé slæm af stoð­kerf­is­verkj­um og gæti átt erfitt með langt flug.

Albanska flóttafjölskyldan lent í Berlín

Albanska fjölskyldan sem flutt var úr landi í morgun er lent í Berlín í Þýskalandi þar sem þýskir lögreglumenn tóku á móti þeim. Flugvél Icelandair lenti í höfuðborg Þýskalands klukkan 12.10, með fjölskylduna innanborðs, 26 ára gamla ólétta konu sem komin er tæpar 36 vikur á leið, unnusta hennar og tveggja ára gamlan dreng. Íslenskir lögreglumenn fylgdu fjölskyldunni um borð í vélina á Leifstöð á undan öðrum farþegum, samkvæmt frásögn sjónvarvotts sem flaug með sömu vél. Þá fylgdu þeir þeim til móts við þýska lögreglumenn sem tóku á móti þeim.

„Ég tékkaði mig bara inn eins og venjulegur maður og þegar kom að því að fara inn í vélina þá sá ég að það var einhver seinkun. Allt í einu birtast lögreglumenn með tvo fullorðna einstaklinga og eitt barn á milli sín og fara fram fyrir röðina og beint inn í vél. Ég pældi einhvernveginn ekkert í þessu og vissi í rauninni ekkert hvað væri að gerast, en tók náttúrulega eftir þessu eins og aðrir,“ segir farþeginn sem vill ekki láta nafn síns getið.

Það hafi svo ekki verið fyrr en hann kíkti á netið í símanum sínum, þegar hann var búin að koma sér fyrir, sem hann hafi raunverulega áttað sig á því sem væri í gangi. „Þá sá ég að það hafði verið brottvísun í nótt. Ég sat þarna með íslenska vatnið mitt og vegabréfið og gubbaði eiginlega bara upp í mig,“ segir maðurinn sem bætir við að allt hafi verið með kyrrum kjörum.

„Ég hef ekki orðið vitni af mörgum brottvísunum en þetta virkaði þannig á mig að allt væri mjög yfrvegað, það var ekkert drama eða neitt, fólk er væntanlega bara búið að gefast upp þegar svona er komið,“ segir farþegi Icelandair sem varð síðar vitni að því þegar þýskir lögreglumenn tóku á móti fjölskyldunni í Berlín, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Samkvæmt frásögn No Borders samtakanna birtist lögreglan óvænt og án fyrirvara til að handtaka og brottvísa fólkinu klukkan 18 í gærkvöldi. Konan hafi orðið fyrir „miklu stressi og byrjaði að blæða mikið úr nefi“. Parið hafi fengið heimild lögreglu til að fara á spítala, með þeim fyrirvara að lögregla myndi sækja fjölskylduna klukkan fimm í nótt fyrir brottvísunarflugið. Fram kemur í frásögn No Borders að konan hafi fengið vottorð á spítalanum um að henni væri ekki ráðlagt að fljúga vegna ástands síns.

Stundin hefur vottorðið undir höndum. Í því kemur fram: „Það vottast hér með að _____________ er ófrísk og gengin skv. síðustu tíðum 35 vikur og 5 daga. Hún er slæm af stoðkerfisverkjum í baki og ætti erfitt með langt flug.“

Undir vottorðið skrifar læknir á kvennadeild Landspítalans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Yazan mjög verkjaður eftir örfáar vikur án heilbrigðisþjónustu
Allt af létta

Yaz­an mjög verkj­að­ur eft­ir ör­fá­ar vik­ur án heil­brigð­is­þjón­ustu

Lík­am­lega van­líð­an­in sem Yaz­an Tamimi, 12 ára gam­all dreng­ur með vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm­inn duchenne, sem senda á úr landi, upp­lifði eft­ir ör­fárra vikna rof á heil­brigð­is­þjón­ustu í sum­ar sýn­ir hve lít­ið þarf til svo að drengn­um hraki, seg­ir formað­ur Duchenne á Ís­landi: „Þetta er mjög krí­tísk­ur tími.“
Kostnaðurinn jókst verulega á sama tíma og miklu færri sóttu um
FréttirFlóttamenn

Kostn­að­ur­inn jókst veru­lega á sama tíma og miklu færri sóttu um

Kostn­að­ur við þjón­ustu við um­sækj­end­ur um al­þjóð­lega vernd jókst um rúm 50 pró­sent á fyrstu sex mán­að­um þessa árs sam­an­bor­ið við fyrri helm­ing síð­asta árs. Samt fækk­aði um­sókn­um um hæli hér á landi um 50 pró­sent milli tíma­bila. Kostn­að­ar­aukn­ing­una má rekja til tafa í máls­með­ferð hjá Út­lend­inga­stofn­un og kær­u­nefnd út­lend­inga­mála.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Fótboltamaðurinn sem ætlaði að verða pípari en endaði í neyðarskýlinu
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Fót­bolta­mað­ur­inn sem ætl­aði að verða píp­ari en end­aði í neyð­ar­skýl­inu

Hann út­skrif­að­ist úr ís­lensku­námi frá Tækni­skól­an­um, var byrj­að­ur að æfa fót­bolta með Þrótti og að læra píp­ar­ann þeg­ar fót­un­um var kippt und­an hon­um. Hús­næð­ið var tek­ið af hon­um, heil­brigð­is­þjón­ust­an og vasa­pen­ing­arn­ir líka. Nú gist­ir hann á sófa vin­ar síns eða í neyð­ar­skýli Rauða kross­ins. Fram­tíð þess hef­ur ekki ver­ið tryggð.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ragnhildur Helgadóttir
5
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár