Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fyrir árið 2020 veldur Öryrkjabandalagi Íslands, ÖBÍ, verulegum vonbrigðum. Öryrkjum sé mismunað, þeir haldi áfram að dragast aftur úr öðrum hópum og raunlífskjarabati þeirra verði enginn. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í harðorðri umsögn ÖBÍ við fjárlagafrumvarpið.
Í tilkynningu sem ÖBÍ í sendi frá sér á mánudaginn kemur fram að allir málaflokkar þeir sem varða fatlað fólk og örorkulífeyrisþega séu sveltir í frumvarpinu, „og þrátt fyrir að stjórnvöld tali fjálglega um kaupmáttaraukningu öryrkja og að verulegu fjármagni hafi verið bætt við málaflokka fatlaðs fólks og öryrkja, þá vantar enn stórlega upp á að fólk geti lifað með reisn í íslensku samfélagi“.
„Við leggjum mikla áherslu á að örorkulífeyrir verði hækkaður verulega en við erum langt undir atvinnuleysisbótum og langt undir lágmarkslaunum,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, í samtali við Stundina.
Átta þúsund króna hækkun
ÖBÍ bendir á það í …
Athugasemdir