Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Jón Steinar segir kynferðisbrotamenn saklausa dæmda án nokkurra raka

Fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ar­inn Jón Stein­ar Gunn­laugs­son held­ur því fram að menn hafi ver­ið dæmd­ir fyr­ir kyn­ferð­is­brot og barn­aníð þrátt fyr­ir að vera sak­laus­ir. Slíkt hef­ur aldrei sann­ast á Ís­landi.

Jón Steinar segir kynferðisbrotamenn saklausa dæmda án nokkurra raka
Segir dómstóla hafi látið undan Jón Steinar vill meina að dómstólar hafi látið undan kröfum um að slaka skuli á sönnunarkröfum í kynferðisbrotamálum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, heldur því fram íslenskir dómstólar hafi í stórum stíl látið undan kröfum um að slakað verði á sönnunarfærslu í nauðgunarmálum og barnaníðsmálum. Af þessum sökum hafi menn verið saklausir dæmdir og sömuleiðis geri þessi staða fólki kleift að „ná sér niðri á öðrum með því að bera fram rangar sakargiftir á hendur þeim.“ Aldrei hefur þó sannast að menn hafi verið dæmdir fyrir kynferðisbrot eða barnaníð þrátt fyrir að vera saklausir. Þá er aðeins eitt dæmi um að kona hafi verið dæmd fyrir rangar sakargiftir eftir að hafa kært kynferðisbrot og í dómnum þótti ljóst að konan hefði þjáðst af fölskum minningum. 

Jón Steinar heldur þessu fram í grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Jón hefur greinina á þeim orðum að menn sem nauðgi eða sem misnoti börn kynferðislega eigi ekkert gott skilið. Þeim sem slík brot fremji beri að refsa þunglega og telur Jón Steinar að líklegt sé að dómar í slíkum málum séu síst of þungir. Þó beri að nefna að dómar í málum af þessu tagi valdi brotamönnum oft þyngri viðurlögum en ákvarðaðri refsingu. Þeir séu fyrirlitnir og missi jafnvel fjölskyldu sína og atvinnu.

Segir dómara ekki eiga að svara því hvað raunverulega hafi gerst

Af þeim sökum sé nauðsynlegt að dómstólar vandi sig sérstaklega við meðferð þessara mála enda megi ekki leggja svo þung viðurlög á menn án þess að fullkomlega ljóst sé að þeir hafi framið þau afbrot sem upp á þá eru borin. Sönnunarbyrði í málum af þessu tagi er oft erfið vegna kringumstæðna, sjaldan eru vitni að glæpnum og oft er engan brotavettvang að finna. Hins vegar er vitað að brotaþolar segja langoftast satt og rétt frá brotunum, þó ekki sé unnt að sanna þau.

„Mikill meirihluti af kærum á örugglega við rök að styðjast. Þessar aðstæður hafa valdið því að fjöldi fólks hefur haft uppi kröfur um að slakað sé verulega á sönnunarkröfum í þessum málum,“ skrifar Jón Steinar. Það sé hins vegar svo að íslensk lög og alþjóðlegar skuldbindingar séu skýrar að því leyti að ekki megi refsa mönnum nema brot sé sannað svo ekki sé hægt að véfengja það með skynsamlegum rökum, enda megi ekki refsa mönnum sem saklausir séu.

„Afleiðingin af þessum vinnubrögðum er sú að svo og svo margir saklausir hafa verið ranglega dæmdir“

„Samt er það svo að íslenskir dómstólar hafa látið undan þessum háværu kröfum í stórum stíl. Má jafnvel segja að búið sé að snúa sönnunarbyrði við. Séu sakir bornar fram verði hinn sakaði að sanna sakleysi sitt. Stundum er því líka hreinlega sleppt í forsendum dóms að geta um varnir sakbornings, sem lögskylt er að fjalla um. Þetta leiðir til þess að lesendur dóms geta þá ekki lagt sitt mat á úrlausnina, þar sem þeim atriðum er sleppt sem henta ekki niðurstöðunni. Afleiðingin af þessum vinnubrögðum er sú að svo og svo margir saklausir hafa verið ranglega dæmdir. Þessar kringumstæður eru m.a. til þess fallnar að gera fólki kleift að ná sér niðri á öðrum með því að bera fram rangar sakargiftir á hendur þeim.“

Að mati Jóns verði dómstólar að taka sig á í þessum efnum og dómarar verði að skilja að þeim sé aðeins ætlað að svara því til hvað hafi sannast fyrir dómi en ekki að svara því hvað hafi gerst í raun og veru. Til þess verði þeir að hafa þrek þó slíkt geti dregið úr „persónulegum vinsældum þeirra á mannfundum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár