Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Jón Steinar segir kynferðisbrotamenn saklausa dæmda án nokkurra raka

Fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ar­inn Jón Stein­ar Gunn­laugs­son held­ur því fram að menn hafi ver­ið dæmd­ir fyr­ir kyn­ferð­is­brot og barn­aníð þrátt fyr­ir að vera sak­laus­ir. Slíkt hef­ur aldrei sann­ast á Ís­landi.

Jón Steinar segir kynferðisbrotamenn saklausa dæmda án nokkurra raka
Segir dómstóla hafi látið undan Jón Steinar vill meina að dómstólar hafi látið undan kröfum um að slaka skuli á sönnunarkröfum í kynferðisbrotamálum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, heldur því fram íslenskir dómstólar hafi í stórum stíl látið undan kröfum um að slakað verði á sönnunarfærslu í nauðgunarmálum og barnaníðsmálum. Af þessum sökum hafi menn verið saklausir dæmdir og sömuleiðis geri þessi staða fólki kleift að „ná sér niðri á öðrum með því að bera fram rangar sakargiftir á hendur þeim.“ Aldrei hefur þó sannast að menn hafi verið dæmdir fyrir kynferðisbrot eða barnaníð þrátt fyrir að vera saklausir. Þá er aðeins eitt dæmi um að kona hafi verið dæmd fyrir rangar sakargiftir eftir að hafa kært kynferðisbrot og í dómnum þótti ljóst að konan hefði þjáðst af fölskum minningum. 

Jón Steinar heldur þessu fram í grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Jón hefur greinina á þeim orðum að menn sem nauðgi eða sem misnoti börn kynferðislega eigi ekkert gott skilið. Þeim sem slík brot fremji beri að refsa þunglega og telur Jón Steinar að líklegt sé að dómar í slíkum málum séu síst of þungir. Þó beri að nefna að dómar í málum af þessu tagi valdi brotamönnum oft þyngri viðurlögum en ákvarðaðri refsingu. Þeir séu fyrirlitnir og missi jafnvel fjölskyldu sína og atvinnu.

Segir dómara ekki eiga að svara því hvað raunverulega hafi gerst

Af þeim sökum sé nauðsynlegt að dómstólar vandi sig sérstaklega við meðferð þessara mála enda megi ekki leggja svo þung viðurlög á menn án þess að fullkomlega ljóst sé að þeir hafi framið þau afbrot sem upp á þá eru borin. Sönnunarbyrði í málum af þessu tagi er oft erfið vegna kringumstæðna, sjaldan eru vitni að glæpnum og oft er engan brotavettvang að finna. Hins vegar er vitað að brotaþolar segja langoftast satt og rétt frá brotunum, þó ekki sé unnt að sanna þau.

„Mikill meirihluti af kærum á örugglega við rök að styðjast. Þessar aðstæður hafa valdið því að fjöldi fólks hefur haft uppi kröfur um að slakað sé verulega á sönnunarkröfum í þessum málum,“ skrifar Jón Steinar. Það sé hins vegar svo að íslensk lög og alþjóðlegar skuldbindingar séu skýrar að því leyti að ekki megi refsa mönnum nema brot sé sannað svo ekki sé hægt að véfengja það með skynsamlegum rökum, enda megi ekki refsa mönnum sem saklausir séu.

„Afleiðingin af þessum vinnubrögðum er sú að svo og svo margir saklausir hafa verið ranglega dæmdir“

„Samt er það svo að íslenskir dómstólar hafa látið undan þessum háværu kröfum í stórum stíl. Má jafnvel segja að búið sé að snúa sönnunarbyrði við. Séu sakir bornar fram verði hinn sakaði að sanna sakleysi sitt. Stundum er því líka hreinlega sleppt í forsendum dóms að geta um varnir sakbornings, sem lögskylt er að fjalla um. Þetta leiðir til þess að lesendur dóms geta þá ekki lagt sitt mat á úrlausnina, þar sem þeim atriðum er sleppt sem henta ekki niðurstöðunni. Afleiðingin af þessum vinnubrögðum er sú að svo og svo margir saklausir hafa verið ranglega dæmdir. Þessar kringumstæður eru m.a. til þess fallnar að gera fólki kleift að ná sér niðri á öðrum með því að bera fram rangar sakargiftir á hendur þeim.“

Að mati Jóns verði dómstólar að taka sig á í þessum efnum og dómarar verði að skilja að þeim sé aðeins ætlað að svara því til hvað hafi sannast fyrir dómi en ekki að svara því hvað hafi gerst í raun og veru. Til þess verði þeir að hafa þrek þó slíkt geti dregið úr „persónulegum vinsældum þeirra á mannfundum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var krabbamein í sýninu?
3
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
4
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár