Ísland sendir ekki fulltrúa á fund aðildarríkja OSPAR-samningsins um verndun Norðaustur-Atlantshafsins vegna áætlana Shell um að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó. Fundurinn fer fram í dag í Lundúnum.
Eins og greint var frá í síðasta tölublaði Stundarinnar hafa bresk stjórnvöld gefið grænt ljós á fyrirætlanir olíufélagsins Shell um að skilja eftir fjóra aflagða olíuborpalla á Brent-svæðinu í Norðursjó. Talið er að í steinsteyptum hlutum olíuborpallanna séu um 11 þúsund tonn af hráolíu og eiturefnum sem verða þá skilin eftir þar, með mögulegri hættu á mengunarslysum.
Þýsk stjórnvöld hafa mótmælt áætlununum harðlega og fóru þau fram á fund OSPAR-ríkjanna. Í svari umhverfisráðuneytisins kemur fram að Ísland muni ekki senda fulltrúa á fundinn og málið sem slíkt hafi ekki komð til umfjöllunar hjá íslenskum stjórnvöldum.
Athugasemdir