Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi

Banda­ríkja­stjórn sveik sína nán­ustu banda­menn gegn IS­IS á dög­un­um með því að gefa Tyrkj­um skot­leyfi á varn­ar­sveit­ir Kúrda í Sýr­landi. Er­doğ­an Tyrk­lands­for­seti er hins veg­ar kom­inn í stór­kost­leg vand­ræði og inn­rás hans er í upp­námi eft­ir að Kúr­d­ar ventu kvæði sínu í kross og gerðu banda­lag við Rússa og sýr­lenska stjórn­ar­her­inn. Um leið og Banda­ríkja­her er að hverfa á brott frá land­inu virð­ist allt stefna í lo­ka­upp­gjör í borg­ara­stríð­inu sem hef­ur geis­að í átta ár.

Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi
Erdogan og Trump Ráða ráðum sínum á á fundi NATÓ í Brussel í fyrra. Samkomulag Trumps við Erdogan, sem sá fyrrnefndi gerði án þess að ráðfæra sig við ráðgjafa, gaf þeim síðarnefnda skotleyfi á Kúrda í Sýrlandi. Mynd: Shutterstock

Fornt kúrdískt máltæki segir: „Kúrdar eiga enga vini nema fjöllin.“ Í gegnum aldirnar hefur þjóðin ekki átt sitt eigið ríki heldur verið gestkomandi í grannríkjum sínum: Tyrklandi, Íran, Sýrlandi og Írak. Þar hafa Kúrdar sætt kúgun og ítrekað þurft að flýja til fjalla og taka upp vopn til að bjarga þjóðinni frá útrýmingu. 

Það hafa komið tímabil þar sem þjóðarbrotið hefur náð að rísa til metorða, t.d. Í Persaveldi og um tíma í Ottómanveldinu þar sem þeir voru mikilsmetnir hermenn, en eins og sagan segir eru Kúrdar vanir því að vera stungnir í bakið fyrr eða síðar og hafa alltaf verið sviknir um eigið ríki á endanum.

Kúrdar eru í dag að minnsta kosti 40 milljónir, þó að erfitt sé að festa á það tölu vegna þess hve dreifðir þeir eru. Rúmur þriðjungur þeirra býr í Tyrklandi þar sem þeir sæta sérstaklega mikilli kúgun í dag. Tyrkneska ríkið gerir allt …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stríðið í Sýrlandi

Vinir Hauks efast um opinberu frásögnina
ViðtalStríðið í Sýrlandi

Vin­ir Hauks ef­ast um op­in­beru frá­sögn­ina

Varn­ar­sveit­ir Kúrda hafa gef­ið það út að Hauk­ur Hilm­ars­son hafi far­ist í árás Tyrk­lands­hers þann 24. fe­brú­ar 2018. Snorri Páll Jóns­son hef­ur síð­ast­lið­ið ár reynt að kom­ast til botns í því hvað varð um besta vin hans. Hann á erfitt með að taka hina op­in­beru sögu trú­an­lega enda stang­ast frá­sagn­ir fé­laga Hauks af vett­vangi á við hana að veru­legu leyti.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár