Fornt kúrdískt máltæki segir: „Kúrdar eiga enga vini nema fjöllin.“ Í gegnum aldirnar hefur þjóðin ekki átt sitt eigið ríki heldur verið gestkomandi í grannríkjum sínum: Tyrklandi, Íran, Sýrlandi og Írak. Þar hafa Kúrdar sætt kúgun og ítrekað þurft að flýja til fjalla og taka upp vopn til að bjarga þjóðinni frá útrýmingu.
Það hafa komið tímabil þar sem þjóðarbrotið hefur náð að rísa til metorða, t.d. Í Persaveldi og um tíma í Ottómanveldinu þar sem þeir voru mikilsmetnir hermenn, en eins og sagan segir eru Kúrdar vanir því að vera stungnir í bakið fyrr eða síðar og hafa alltaf verið sviknir um eigið ríki á endanum.
Kúrdar eru í dag að minnsta kosti 40 milljónir, þó að erfitt sé að festa á það tölu vegna þess hve dreifðir þeir eru. Rúmur þriðjungur þeirra býr í Tyrklandi þar sem þeir sæta sérstaklega mikilli kúgun í dag. Tyrkneska ríkið gerir allt …
Athugasemdir