Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

Donna Cruz fer með að­al­hlut­verk­ið í kvik­mynd­inni Agnes Joy. Hún var óvænt köll­uð í áheyrn­ar­pruf­ur og þeg­ar hún átt­aði sig á því að um stórt hlut­verk væri að ræða varð henni svo mik­ið um að hún kast­aði upp á leið­inni heim. Hún íhug­aði að verða leik­kona en taldi það úti­lok­að fyr­ir konu af henn­ar upp­runa að fá tæki­færi hér á landi.

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
Sá sig ekki á skjánum Mun færra fólk af asískum uppruna sést í sjónvarpi heldur en samsetning fólksfjöldans segir til um. Mynd: Heiða Helgadóttir

Donna Cruz er 25 ára nemandi við Háskólann í Reykjavík og samfélagsmiðlastjarna, sem hóf ferilinn í Ungfrú Ísland. Hún fer með eitt aðalhlutverkið í kvikmyndinni Agnes Joy, sem nýlega var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíð í Suður-Kóreu og er nú komin í sýningar í íslenskum kvikmyndahúsum. Þar stígur Donna sín fyrstu skref í leiklistinni. Hún segir að það hafi komið verulega á óvart þegar henni var boðið að koma í áheyrnarprufu fyrir myndina. 

Vakti athygli á samfélagsmiðlum Donna var á barmi þess að hætta á samfélagsmiðlum þegar hún fékk símtal þar sem henni var boðið í áheyrnarprufur.

„Ég var á þeim stað í lífinu að ég vissi ekki hvort ég vildi halda áfram á samfélagsmiðlum. Ég var eiginlega við það að hætta þegar einn af handritshöfundunum, Gagga Jónsdóttir, sendi mér skilaboð á Facebook og bauð mér að koma í áheyrnarprufu. Ég bjóst alls ekki við því að það væri …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár