Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari var skipaður í skilanefnd Landsbankans við efnahagshrunið, í október 2008, og var síðan skipaður formaður skilanefndarinnar í júní árið seinna og sat þar til að nefndin var lögð niður í árslok árið 2011. Lárentsínus var svo skipaður dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur árið 2015. Á síðasta ári hafði Lárentsínus 1,6 milljónir króna í mánaðarlaun fyrir störf sín við dóminn, litlu meira en hann hafði árið 2011, á síðasta starfsári skilanefndarinnar. Þá hafði Lárentsínus 1,5 milljónir króna í mánaðarlaun samkvæmt tekjublaði DV.
Skilanefndin samdi við lögfræðistofu Lárentsínusar
Árið 2009 fékk skilanefnd Landsbankans lögmann hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur til þess að innheimta lán upp á 27 milljarða króna sem var í vanskilum hjá Exista. Lögfræðistofan mun hafa krafið Exista um 250 milljóna króna þóknun vegna innheimtunnar. Lárentsínus var einn eigenda Lögfræðistofu Reykjavíkur. Í kjölfarið á fréttaflutningi vegna málsins sendi skilanefndin frá sér yfirlýsingu …
Athugasemdir