Timothy Geithner, fyrrverandi seðlabankastjóri New York og síðar fjármálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Íslandi hafi verið synjað um gjaldeyrisskiptasamning í hruninu 2008 þar sem íslensku bankarnir hafi ekki verið kerfislega mikilvægir. Utanríkisstefna Íslands hafi ekki verið rædd í því samhengi.
Orð Geithners eru á skjön við niðurstöður skýrslu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálafræði, um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins, þar sem hann segir bandarísk stjórnvöld líklega hafa neitað Íslendingum um fyrirgreiðslu þar sem Ísland hafi ekki lengur þótt hernaðarlega mikilvægt.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri bók Svein Harald Øygard, fyrrverandi seðlabankastjóra, sem er komin út í íslenskri þýðingu. Bókin ber titilinn „Í víglínu íslenskra fjármála“ og inniheldur fjölda frásagna af samskiptum Øygard við stjórnmálamenn og aðila í fjármálaheiminum um orsakir og afleiðingar bankahrunsins 2008.
Øygard er norskur hagfræðingur sem gegndi embætti seðlabankastjóra á Íslandi …
Athugasemdir