Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

Þjóð­skrá Ís­lands ber fyr­ir sig að Alda Vig­dís Skarp­héð­ins­dótt­ir eigi ekki lög­heim­ili hér á landi og hafn­ar því beiðni henn­ar um leið­rétt­ingu á kyni. Ekki er hins veg­ar að finna nein skil­yrði um lög­heim­ili eða bú­setu í nýj­um lög­um um kyn­rænt sjálfræði.

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu
Hefur kært Þjóðskrá Alda hefur lagt fram stjórnsýslukæru á hendur stofnuninni enda telur hún augljóst að verið sé að brjóta á sér lög.

Þjóðskrá Íslands hefur neitað Öldu Vigdísi Skarphéðinsdóttur um að fá nafn- og kynskráningu sína leiðrétta, þrátt fyrir að ný lög um kynrænt sjálfræði hafi tekið gildi hér á landi. Lögin kveða á um rétt einstaklinga til að ákvarða sjálfir kyn sitt og er tilgreint að sérhver einstaklingur, í samræmi við aldur og þroska, njóti til þess óskoraðs réttar. Ekki er önnur skilyrði þar um að finna í lögunum. Rök Þjóðskrár fyrir því að hafna ósk Öldu eru þau að hún eigi ekki lögheimili hér á landi. Ekkert kemur hins vega fram í lögunum sem styður þá túlkun Þjóðskrár. Alda hefur lagt fram stjórnsýslukæru á hendur Þjóðskrá vegna þessa.

Alda, sem búsett er í Berlín og hefur búið þar síðastliðin fimm ár, hóf kynleiðréttingarferli sitt þar ytra fyrir þremur árum og tók þá upp nafnið Alda Vigdís Skarphéðinsdóttir og notar kvenkyns persónufornöfn. Alda hafði beðið eftir gildistöku nýju laganna enda heimila þýsk lög ekki að erlendir ríkisborgarar fái leiðréttingu á kyn- og nafnskráningu sinni þar ytra. Hins vegar tekur hið opinbera í Þýskalandi að sér að breyta kyni og nafni í skrám sínum þegar fólk hefur fengið ný persónuskilríki gefin út í heimalandinu og getur framvísað þeim. Slíkt myndi skipta Öldu miklu máli enda óþolandi fyrir hana að geta ekki notað sitt rétta nafn í opinberum samskiptum í Þýskalandi, á leigusamningum, í starfsmannaskrám og svo framvegis. Þjóðskrá Íslands ber ábyrgð á útgáfu vegabréfa og vottorða um slíkar breytingar gagnvart íslenskum ríkisborgurum.

Hélt að um forritunarvillu væri að ræða

Hinn 1. september síðastliðinn ákvað Alda svo að sækja um leiðréttingu á kynskráningu sinni og nafni á vef Þjóðskrár. Ekki vildi hins vegar betur til en að Alda fékk þá upp tilkynningu á tölvuskjáinn hjá sér þar sem sagði: „Eingöngu einstaklingar sem eru með lögheimili á Íslandi geta óskað eftir breytingu á skráðu 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár