Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

Þjóð­skrá Ís­lands ber fyr­ir sig að Alda Vig­dís Skarp­héð­ins­dótt­ir eigi ekki lög­heim­ili hér á landi og hafn­ar því beiðni henn­ar um leið­rétt­ingu á kyni. Ekki er hins veg­ar að finna nein skil­yrði um lög­heim­ili eða bú­setu í nýj­um lög­um um kyn­rænt sjálfræði.

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu
Hefur kært Þjóðskrá Alda hefur lagt fram stjórnsýslukæru á hendur stofnuninni enda telur hún augljóst að verið sé að brjóta á sér lög.

Þjóðskrá Íslands hefur neitað Öldu Vigdísi Skarphéðinsdóttur um að fá nafn- og kynskráningu sína leiðrétta, þrátt fyrir að ný lög um kynrænt sjálfræði hafi tekið gildi hér á landi. Lögin kveða á um rétt einstaklinga til að ákvarða sjálfir kyn sitt og er tilgreint að sérhver einstaklingur, í samræmi við aldur og þroska, njóti til þess óskoraðs réttar. Ekki er önnur skilyrði þar um að finna í lögunum. Rök Þjóðskrár fyrir því að hafna ósk Öldu eru þau að hún eigi ekki lögheimili hér á landi. Ekkert kemur hins vega fram í lögunum sem styður þá túlkun Þjóðskrár. Alda hefur lagt fram stjórnsýslukæru á hendur Þjóðskrá vegna þessa.

Alda, sem búsett er í Berlín og hefur búið þar síðastliðin fimm ár, hóf kynleiðréttingarferli sitt þar ytra fyrir þremur árum og tók þá upp nafnið Alda Vigdís Skarphéðinsdóttir og notar kvenkyns persónufornöfn. Alda hafði beðið eftir gildistöku nýju laganna enda heimila þýsk lög ekki að erlendir ríkisborgarar fái leiðréttingu á kyn- og nafnskráningu sinni þar ytra. Hins vegar tekur hið opinbera í Þýskalandi að sér að breyta kyni og nafni í skrám sínum þegar fólk hefur fengið ný persónuskilríki gefin út í heimalandinu og getur framvísað þeim. Slíkt myndi skipta Öldu miklu máli enda óþolandi fyrir hana að geta ekki notað sitt rétta nafn í opinberum samskiptum í Þýskalandi, á leigusamningum, í starfsmannaskrám og svo framvegis. Þjóðskrá Íslands ber ábyrgð á útgáfu vegabréfa og vottorða um slíkar breytingar gagnvart íslenskum ríkisborgurum.

Hélt að um forritunarvillu væri að ræða

Hinn 1. september síðastliðinn ákvað Alda svo að sækja um leiðréttingu á kynskráningu sinni og nafni á vef Þjóðskrár. Ekki vildi hins vegar betur til en að Alda fékk þá upp tilkynningu á tölvuskjáinn hjá sér þar sem sagði: „Eingöngu einstaklingar sem eru með lögheimili á Íslandi geta óskað eftir breytingu á skráðu 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
3
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár