Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

Þjóð­skrá Ís­lands ber fyr­ir sig að Alda Vig­dís Skarp­héð­ins­dótt­ir eigi ekki lög­heim­ili hér á landi og hafn­ar því beiðni henn­ar um leið­rétt­ingu á kyni. Ekki er hins veg­ar að finna nein skil­yrði um lög­heim­ili eða bú­setu í nýj­um lög­um um kyn­rænt sjálfræði.

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu
Hefur kært Þjóðskrá Alda hefur lagt fram stjórnsýslukæru á hendur stofnuninni enda telur hún augljóst að verið sé að brjóta á sér lög.

Þjóðskrá Íslands hefur neitað Öldu Vigdísi Skarphéðinsdóttur um að fá nafn- og kynskráningu sína leiðrétta, þrátt fyrir að ný lög um kynrænt sjálfræði hafi tekið gildi hér á landi. Lögin kveða á um rétt einstaklinga til að ákvarða sjálfir kyn sitt og er tilgreint að sérhver einstaklingur, í samræmi við aldur og þroska, njóti til þess óskoraðs réttar. Ekki er önnur skilyrði þar um að finna í lögunum. Rök Þjóðskrár fyrir því að hafna ósk Öldu eru þau að hún eigi ekki lögheimili hér á landi. Ekkert kemur hins vega fram í lögunum sem styður þá túlkun Þjóðskrár. Alda hefur lagt fram stjórnsýslukæru á hendur Þjóðskrá vegna þessa.

Alda, sem búsett er í Berlín og hefur búið þar síðastliðin fimm ár, hóf kynleiðréttingarferli sitt þar ytra fyrir þremur árum og tók þá upp nafnið Alda Vigdís Skarphéðinsdóttir og notar kvenkyns persónufornöfn. Alda hafði beðið eftir gildistöku nýju laganna enda heimila þýsk lög ekki að erlendir ríkisborgarar fái leiðréttingu á kyn- og nafnskráningu sinni þar ytra. Hins vegar tekur hið opinbera í Þýskalandi að sér að breyta kyni og nafni í skrám sínum þegar fólk hefur fengið ný persónuskilríki gefin út í heimalandinu og getur framvísað þeim. Slíkt myndi skipta Öldu miklu máli enda óþolandi fyrir hana að geta ekki notað sitt rétta nafn í opinberum samskiptum í Þýskalandi, á leigusamningum, í starfsmannaskrám og svo framvegis. Þjóðskrá Íslands ber ábyrgð á útgáfu vegabréfa og vottorða um slíkar breytingar gagnvart íslenskum ríkisborgurum.

Hélt að um forritunarvillu væri að ræða

Hinn 1. september síðastliðinn ákvað Alda svo að sækja um leiðréttingu á kynskráningu sinni og nafni á vef Þjóðskrár. Ekki vildi hins vegar betur til en að Alda fékk þá upp tilkynningu á tölvuskjáinn hjá sér þar sem sagði: „Eingöngu einstaklingar sem eru með lögheimili á Íslandi geta óskað eftir breytingu á skráðu 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár