Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hefur verið í verkjakasti frá því í júní 2017

Nikólína Hild­ur Sveins­dótt­ir hef­ur glímt við legs­límuflakk í 17 ár, frá því hún var ell­efu ára. Fékk ekki grein­ingu fyrr en fyr­ir tveim­ur ár­um. „Ég tek einn dag í einu, ekki vegna þess að ég vilji það held­ur vegna þess að ég þarf það.“

Hefur verið í verkjakasti frá því í júní 2017
Vangreind í fimmtán ár Nikólína hefur glímt við legslímuflakk allt frá því hún varð kynþroska. Það var ekki þó ekki fyrr en fimmtán árum síðar sem hún var greind. Mynd: Davíð Þór

„Ég byrjaði á blæðingum ellefu ára og ég man að ég lá í keng á stofugólfinu, öskrandi af verkjum. Ég hugsaði með mér: Á þetta virkilega að vera svona?“ Þannig lýsir Nikólína Hildur Sveinsdóttir upphafinu á lífi sínu með legslímuflakki, sjúkdómi sem hefur fylgt henni í sautján ár og haft áhrif á allt hennar líf.

Nikólína segir að hún hafi alla tíð frá því að hún varð kynþroska fundið fyrir gríðarlega miklum sársauka við blæðingar, sársauka sem hafi yfirtekið allan líkamann. Það hafi bara ágerst eftir því sem hún eltist, hafi haft veruleg áhrif á skólagöngu hennar og hún hafi gengið fyrir verkjalyfjum. „Þetta var saga mín öll mín táningsár, sársaukinn og verkirnir jukust bara með aldrinum. Ég leitaði til heimilislæknis vegna þess, ég var sett á pilluna fjórtán ára, ekki vegna getnaðarvarnahlutans heldur til að koma reglu á blæðingarnar. Það breytti samt engu varðandi verkina, það breytti ekki öðru …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár