„Ég byrjaði á blæðingum ellefu ára og ég man að ég lá í keng á stofugólfinu, öskrandi af verkjum. Ég hugsaði með mér: Á þetta virkilega að vera svona?“ Þannig lýsir Nikólína Hildur Sveinsdóttir upphafinu á lífi sínu með legslímuflakki, sjúkdómi sem hefur fylgt henni í sautján ár og haft áhrif á allt hennar líf.
Nikólína segir að hún hafi alla tíð frá því að hún varð kynþroska fundið fyrir gríðarlega miklum sársauka við blæðingar, sársauka sem hafi yfirtekið allan líkamann. Það hafi bara ágerst eftir því sem hún eltist, hafi haft veruleg áhrif á skólagöngu hennar og hún hafi gengið fyrir verkjalyfjum. „Þetta var saga mín öll mín táningsár, sársaukinn og verkirnir jukust bara með aldrinum. Ég leitaði til heimilislæknis vegna þess, ég var sett á pilluna fjórtán ára, ekki vegna getnaðarvarnahlutans heldur til að koma reglu á blæðingarnar. Það breytti samt engu varðandi verkina, það breytti ekki öðru …
Athugasemdir