Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hefur verið í verkjakasti frá því í júní 2017

Nikólína Hild­ur Sveins­dótt­ir hef­ur glímt við legs­límuflakk í 17 ár, frá því hún var ell­efu ára. Fékk ekki grein­ingu fyrr en fyr­ir tveim­ur ár­um. „Ég tek einn dag í einu, ekki vegna þess að ég vilji það held­ur vegna þess að ég þarf það.“

Hefur verið í verkjakasti frá því í júní 2017
Vangreind í fimmtán ár Nikólína hefur glímt við legslímuflakk allt frá því hún varð kynþroska. Það var ekki þó ekki fyrr en fimmtán árum síðar sem hún var greind. Mynd: Davíð Þór

„Ég byrjaði á blæðingum ellefu ára og ég man að ég lá í keng á stofugólfinu, öskrandi af verkjum. Ég hugsaði með mér: Á þetta virkilega að vera svona?“ Þannig lýsir Nikólína Hildur Sveinsdóttir upphafinu á lífi sínu með legslímuflakki, sjúkdómi sem hefur fylgt henni í sautján ár og haft áhrif á allt hennar líf.

Nikólína segir að hún hafi alla tíð frá því að hún varð kynþroska fundið fyrir gríðarlega miklum sársauka við blæðingar, sársauka sem hafi yfirtekið allan líkamann. Það hafi bara ágerst eftir því sem hún eltist, hafi haft veruleg áhrif á skólagöngu hennar og hún hafi gengið fyrir verkjalyfjum. „Þetta var saga mín öll mín táningsár, sársaukinn og verkirnir jukust bara með aldrinum. Ég leitaði til heimilislæknis vegna þess, ég var sett á pilluna fjórtán ára, ekki vegna getnaðarvarnahlutans heldur til að koma reglu á blæðingarnar. Það breytti samt engu varðandi verkina, það breytti ekki öðru …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár