Eigandi Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, hefur tapað tæplega 700 milljónum króna á síðastliðnum tveimur árum. Hlutafé félagsins, sem var rúmlega 1.600 milljónir króna í lok árs í fyrra, hefur nú verið fært niður um einn milljarð króna og stendur nú í rúmlega 600 milljónum króna. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi eiganda Árvakurs, Þórsmerkur ehf., en honum var skilað til ársreikningaskrár Ríkisskattstjóra þann 30. ágúst síðastliðinn.
Stærstu eigendur Þórsmerkur eru félagið Rames II ehf., sem er í eigu Eyþórs Arnarlds og voru hlutabréf þess áður í eigu Samherja; Íslenskar sjávarafurðir sem er í eigu FISK Seafood, dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga; Hlynur A. ehf. og Ísfélag Vestmannaeyja sem eru í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur að mestu leyti; útgerðarfélagið Rammi á Siglufirði og Þingey ehf., félag útgerðarinnar Skinneyjar á Höfn í Hornafirði.
Kaupfélagið jók við sig
Þrátt fyrir taprekstur liðinna ára var hlutafé Þórsmerkur ehf. aukið um 200 milljónir króna í fyrra og var það …
Athugasemdir