Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir og fyrrverandi eigandi Landsbanka Íslands, á stóra fasteign í Vatnsmýrinni, á lóð Vísindagarða Háskóla Íslands, í gegnum eignarhaldsfélag í Lúxemborg. Verið er að byggja húsið sem mun heita Gróska og munu höfuðstöðvar tölvuleikjafyrirtækisins CCP, sem Björgólfur Thor seldi í fyrra með miklum hagnaði, meðal annars verða í húsinu. Húsið verður samtals 34 þúsund fermetrar að stærð. Heimilisfangið er Bjargargata 1, áður Sturlugata 6.
Félagið í Lúxemborg heitir BAT Real Estate S.á.r.l. og er það í eigu Björgólfs Thors að 1/3 leyti í gegnum fyrirtæki sem heitir Reliqium sem einnig er í Lúxemborg. Áður átti Björgólfur Thor hlutinn í húsinu í gegnum eignastýringarfyrirtæki í Genf sem heitir Columbus Trustees S.A. Viðskiptafélagar og starfsmenn Björgólfs Thors til margra ára, Birgir Már Ragnarsson og Andri Sveinsson, eiga 2/3 í BAT Real Estate móti honum í gegnum félagið Omega Iceland S.á.r.l. BAT gæti verið skammstöfun fyrir nöfn þremenninganna Birgis, Andra …
Athugasemdir