Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Björgólfur Thor á stórhýsi á svæði háskólans í gegnum Lúxemborg

Ekki ligg­ur end­an­lega fyr­ir hvaða starf­semi verð­ur í Grósku hug­mynda­húsi ann­að en að tölvu­leikja­fyr­ir­tæk­ið CCP verð­ur þar til húsa. Bygg­ing­in er í eigu fé­laga Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar og við­skipta­fé­laga hans sem eru í Lúx­em­borg. Vís­inda­garð­ar Há­skóla Ís­lands eiga lóð­ina en ráða engu um hvað verð­ur í hús­inu.

Björgólfur Thor á stórhýsi á svæði háskólans í gegnum Lúxemborg
Eignarhald Björgólfs Thors og viðskiptafélaga hans á húsinu á svæði Vísindagarða í Vatnsmýrinni er í gegnum félag í Lúxemborg. Mynd: btb.is

Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir og fyrrverandi eigandi Landsbanka Íslands, á stóra fasteign í Vatnsmýrinni, á lóð Vísindagarða Háskóla Íslands, í gegnum eignarhaldsfélag í Lúxemborg. Verið er að byggja húsið sem mun heita Gróska og munu höfuðstöðvar tölvuleikjafyrirtækisins CCP, sem Björgólfur Thor seldi í fyrra með miklum hagnaði, meðal annars verða í húsinu. Húsið verður samtals 34 þúsund fermetrar að stærð. Heimilisfangið er Bjargargata 1, áður Sturlugata 6. 

Félagið í Lúxemborg heitir BAT Real Estate S.á.r.l. og er það í eigu Björgólfs Thors að 1/3 leyti í  gegnum fyrirtæki  sem heitir Reliqium sem einnig er í Lúxemborg. Áður átti Björgólfur Thor hlutinn í húsinu í gegnum eignastýringarfyrirtæki í Genf sem heitir Columbus Trustees S.A. Viðskiptafélagar og starfsmenn Björgólfs Thors til margra ára, Birgir Már Ragnarsson og Andri Sveinsson, eiga 2/3 í BAT Real Estate móti honum í gegnum félagið Omega Iceland S.á.r.l. BAT gæti verið skammstöfun fyrir nöfn þremenninganna Birgis, Andra …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Háskólamál

Rektor Háskóla Íslands segir tilboð ráðherra hafa gert erfiða fjárhagsstöðu skólans verri
FréttirHáskólamál

Rektor Há­skóla Ís­lands seg­ir til­boð ráð­herra hafa gert erf­iða fjár­hags­stöðu skól­ans verri

Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Há­skóla Ís­lands, seg­ir að til­boð há­skóla­ráð­herra til sjálf­stætt starf­andi há­skóla vera um­fangs­mikla stefnu­breyt­ingu í fjár­mögn­un há­skóla­kerf­is­ins. Ekk­ert sam­ráð hafi ver­ið haft við stjórn­end­ur skól­ans en ljóst þyk­ir að breyt­ing­in muni að óbreyttu hafa nei­kvæð áhrif á fjár­hags­stöðu skól­ans sem sé nú þeg­ar erf­ið. HÍ sé far­inn að hug­leiða að leggja nið­ur náms­leið­ir.
Viðmiðum alþjóðastofnana ekki fylgt í samningi háskólans og Útlendingastofnunar um aldursgreiningar
Fréttir

Við­mið­um al­þjóða­stofn­ana ekki fylgt í samn­ingi há­skól­ans og Út­lend­inga­stofn­un­ar um ald­urs­grein­ing­ar

Há­skóli Ís­lands hyggst festa í sessi um­deild­ar lík­ams­rann­sókn­ir á hæl­is­leit­end­um sem stand­ast ekki kröf­ur Evr­ópu­ráðs­ins, Barna­rétt­ar­nefnd­ar SÞ og UNICEF um þverfag­legt mat á aldri og þroska. Tann­lækn­ar munu fá 100 þús­und krón­ur fyr­ir hvern hæl­is­leit­anda sem þeir ald­urs­greina sam­kvæmt drög­um að verk­samn­ingi sem Stund­in hef­ur und­ir hönd­um.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
2
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu