Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Regnbogafánar blasa við Pence hjá Höfða: „Erum bara að fagna fjölbreytileikanum“

Fyr­ir­tæk­ið Advania flagg­ar regn­boga­fán­um fyr­ir ut­an höf­uð­stöðv­ar sín­ar í dag. Vara­for­seti Banda­ríkj­anna, sem hef­ur beitt sér gegn rétt­ind­um hinseg­in­fólks, mun funda í næsta húsi.

Regnbogafánar blasa við Pence hjá Höfða: „Erum bara að fagna fjölbreytileikanum“
Flaggað við Höfða Mike Pence mun skoða húsið sögufræga síðdegis í dag. Mynd: b'ADVANIA'

Sex regnbogafánar munu blasa við Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, við komu hans í Höfða í dag. Samkvæmt dagskránni fær hann leiðsögn um húsið klukkan 15:35.

Pence hefur sætt gagnrýni vegna andstöðu sinnar við réttindi samkynhneigðra. Hefur hann verið andvígur því að samkynhneigðir þjóni í bandaríska hernum og kosið gegn auknum réttindum LGBT+ fólks. Hann er einnig andvígur hjónaböndum tveggja aðila af sama kyni.

Fyrirtækið Advania flaggar fánunum fyrir utan höfuðstöðvar sínar, sem eru beint á móti Höfða. „Við erum bara að fagna fjölbreytileikanum eins og alla daga,“ segir Þóra Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Advania, í samtali við Stundina.

Regnbogafáninn hefur verið tákn í baráttu hinsegin fólks um áratuga skeið. San Francisco-búinn Gilbert Baker hannaði og saumaði fánann árið 1978. Litirnir áttu að tákna samfélag samkynhneigðra, að því fram kemur á vef Hinsegin daga. „Á þrjátíu árum hefur fáninn orðið þekktari sem tákn þeirra en bleiki þríhyrningurinn sem um langt skeið var helsta auðkenni réttindabaráttunnar. Fyrir þetta framtak sitt hefur Gilbert Baker stundum verið kallaður Betsy Ross samkynhneigðra, en hún saumaði fyrsta fána Bandaríkjanna.“

Þá hafa regnbogafánar verið dregnir að húni við skrifstofur Eflingar í Guðrúnartúni. „Við styðjum mannréttindi hinsegin fólks hvar sem er í heiminum,“ segir í færslu á Facebook-síðu Eflingar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár