Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Regnbogafánar blasa við Pence hjá Höfða: „Erum bara að fagna fjölbreytileikanum“

Fyr­ir­tæk­ið Advania flagg­ar regn­boga­fán­um fyr­ir ut­an höf­uð­stöðv­ar sín­ar í dag. Vara­for­seti Banda­ríkj­anna, sem hef­ur beitt sér gegn rétt­ind­um hinseg­in­fólks, mun funda í næsta húsi.

Regnbogafánar blasa við Pence hjá Höfða: „Erum bara að fagna fjölbreytileikanum“
Flaggað við Höfða Mike Pence mun skoða húsið sögufræga síðdegis í dag. Mynd: b'ADVANIA'

Sex regnbogafánar munu blasa við Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, við komu hans í Höfða í dag. Samkvæmt dagskránni fær hann leiðsögn um húsið klukkan 15:35.

Pence hefur sætt gagnrýni vegna andstöðu sinnar við réttindi samkynhneigðra. Hefur hann verið andvígur því að samkynhneigðir þjóni í bandaríska hernum og kosið gegn auknum réttindum LGBT+ fólks. Hann er einnig andvígur hjónaböndum tveggja aðila af sama kyni.

Fyrirtækið Advania flaggar fánunum fyrir utan höfuðstöðvar sínar, sem eru beint á móti Höfða. „Við erum bara að fagna fjölbreytileikanum eins og alla daga,“ segir Þóra Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Advania, í samtali við Stundina.

Regnbogafáninn hefur verið tákn í baráttu hinsegin fólks um áratuga skeið. San Francisco-búinn Gilbert Baker hannaði og saumaði fánann árið 1978. Litirnir áttu að tákna samfélag samkynhneigðra, að því fram kemur á vef Hinsegin daga. „Á þrjátíu árum hefur fáninn orðið þekktari sem tákn þeirra en bleiki þríhyrningurinn sem um langt skeið var helsta auðkenni réttindabaráttunnar. Fyrir þetta framtak sitt hefur Gilbert Baker stundum verið kallaður Betsy Ross samkynhneigðra, en hún saumaði fyrsta fána Bandaríkjanna.“

Þá hafa regnbogafánar verið dregnir að húni við skrifstofur Eflingar í Guðrúnartúni. „Við styðjum mannréttindi hinsegin fólks hvar sem er í heiminum,“ segir í færslu á Facebook-síðu Eflingar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár