Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Regnbogafánar blasa við Pence hjá Höfða: „Erum bara að fagna fjölbreytileikanum“

Fyr­ir­tæk­ið Advania flagg­ar regn­boga­fán­um fyr­ir ut­an höf­uð­stöðv­ar sín­ar í dag. Vara­for­seti Banda­ríkj­anna, sem hef­ur beitt sér gegn rétt­ind­um hinseg­in­fólks, mun funda í næsta húsi.

Regnbogafánar blasa við Pence hjá Höfða: „Erum bara að fagna fjölbreytileikanum“
Flaggað við Höfða Mike Pence mun skoða húsið sögufræga síðdegis í dag. Mynd: b'ADVANIA'

Sex regnbogafánar munu blasa við Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, við komu hans í Höfða í dag. Samkvæmt dagskránni fær hann leiðsögn um húsið klukkan 15:35.

Pence hefur sætt gagnrýni vegna andstöðu sinnar við réttindi samkynhneigðra. Hefur hann verið andvígur því að samkynhneigðir þjóni í bandaríska hernum og kosið gegn auknum réttindum LGBT+ fólks. Hann er einnig andvígur hjónaböndum tveggja aðila af sama kyni.

Fyrirtækið Advania flaggar fánunum fyrir utan höfuðstöðvar sínar, sem eru beint á móti Höfða. „Við erum bara að fagna fjölbreytileikanum eins og alla daga,“ segir Þóra Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Advania, í samtali við Stundina.

Regnbogafáninn hefur verið tákn í baráttu hinsegin fólks um áratuga skeið. San Francisco-búinn Gilbert Baker hannaði og saumaði fánann árið 1978. Litirnir áttu að tákna samfélag samkynhneigðra, að því fram kemur á vef Hinsegin daga. „Á þrjátíu árum hefur fáninn orðið þekktari sem tákn þeirra en bleiki þríhyrningurinn sem um langt skeið var helsta auðkenni réttindabaráttunnar. Fyrir þetta framtak sitt hefur Gilbert Baker stundum verið kallaður Betsy Ross samkynhneigðra, en hún saumaði fyrsta fána Bandaríkjanna.“

Þá hafa regnbogafánar verið dregnir að húni við skrifstofur Eflingar í Guðrúnartúni. „Við styðjum mannréttindi hinsegin fólks hvar sem er í heiminum,“ segir í færslu á Facebook-síðu Eflingar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár