Regnbogafánar blasa við Pence hjá Höfða: „Erum bara að fagna fjölbreytileikanum“

Fyr­ir­tæk­ið Advania flagg­ar regn­boga­fán­um fyr­ir ut­an höf­uð­stöðv­ar sín­ar í dag. Vara­for­seti Banda­ríkj­anna, sem hef­ur beitt sér gegn rétt­ind­um hinseg­in­fólks, mun funda í næsta húsi.

Regnbogafánar blasa við Pence hjá Höfða: „Erum bara að fagna fjölbreytileikanum“
Flaggað við Höfða Mike Pence mun skoða húsið sögufræga síðdegis í dag. Mynd: b'ADVANIA'

Sex regnbogafánar munu blasa við Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, við komu hans í Höfða í dag. Samkvæmt dagskránni fær hann leiðsögn um húsið klukkan 15:35.

Pence hefur sætt gagnrýni vegna andstöðu sinnar við réttindi samkynhneigðra. Hefur hann verið andvígur því að samkynhneigðir þjóni í bandaríska hernum og kosið gegn auknum réttindum LGBT+ fólks. Hann er einnig andvígur hjónaböndum tveggja aðila af sama kyni.

Fyrirtækið Advania flaggar fánunum fyrir utan höfuðstöðvar sínar, sem eru beint á móti Höfða. „Við erum bara að fagna fjölbreytileikanum eins og alla daga,“ segir Þóra Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Advania, í samtali við Stundina.

Regnbogafáninn hefur verið tákn í baráttu hinsegin fólks um áratuga skeið. San Francisco-búinn Gilbert Baker hannaði og saumaði fánann árið 1978. Litirnir áttu að tákna samfélag samkynhneigðra, að því fram kemur á vef Hinsegin daga. „Á þrjátíu árum hefur fáninn orðið þekktari sem tákn þeirra en bleiki þríhyrningurinn sem um langt skeið var helsta auðkenni réttindabaráttunnar. Fyrir þetta framtak sitt hefur Gilbert Baker stundum verið kallaður Betsy Ross samkynhneigðra, en hún saumaði fyrsta fána Bandaríkjanna.“

Þá hafa regnbogafánar verið dregnir að húni við skrifstofur Eflingar í Guðrúnartúni. „Við styðjum mannréttindi hinsegin fólks hvar sem er í heiminum,“ segir í færslu á Facebook-síðu Eflingar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár