Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Ég trúi því að dagurinn í dag sé upphaf að einhverju slæmu“

Þungt var yf­ir and­stæð­ing­um þriðja orkupakk­ans á Aust­ur­velli í dag eft­ir sam­þykkt þings­álykt­un­ar­til­lögu um inn­leið­ingu hans. Þau telja nú að síð­asta hálmstrá­ið sé for­seti lýð­veld­is­ins.

Sorgleg tíðindi Andstæðingar þriðja orkupakkans voru nokkuð slegnir eftir að hann var samþykktur á Alþingi í dag, þar á meðal Jón Valur Jensson sem sagði afgreiðsluna sorglega.

Innleiðing þriðja orkupakkans var samþykkt á Alþingi fyrir hádegi í dag með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. 46 þingmenn greiddu atkvæði með orkupakkanum en 13 voru á móti, þingmenn Flokks fólksins og Miðflokksins auk Jóns Þórs Ólafssonar í Pírötum og stjórnarþingmannsins Ásmundar Friðrikssonar úr Sjálfstæðisflokki.

Andstæðingar þriðja orkupakkans mættu bæði á þingpalla og einnig á Austurvöll til að mótmæla afgreiðslunni og voru þeir nokkuð daufir í dálkinn þegar Stundin tók hús á þeim. Þeir hugðust þó ekki gefast upp og skora nú á forseta Íslands að neita að staðfesta þingsályktunartillöguna um þriðja orkupakkann.

„Þingmenn eru að ganga erinda örfárra sérhagsmunahópa en ekki almennings í landinu“

Íslendingar mýs en ekki mennFjóla Felixdóttir var þungorð í garð ríkisstjórnarinnar og þingheims vegna samþykktar þriðja orkupakkans.

Ríflega eitthundrað manns voru mættir á Austurvöll um hádegisbil þar sem samþykkt orkupakkans var mótmælt. Þungt var yfir sumum mótmælenda vegna málsins. „Því miður þá finnst mér baráttan heldur veiklynd hérna. Ég segi að gulu vestin í Frakklandi séu menn, en Íslendingar mýs,“ sagði Fjóla Felixdóttir í samtali við Stundina. Hún sagðist telja að samþykkt þriðja orkupakkans væri bara upphafið, fleira myndi koma til og Íslendingar myndu missa fullveldið í hendur erlendra aðila.

Þrátt fyrir að Alþingi hafi afgreitt þriðja orkupakkann ætluðu mótmælendur ekki að gefa andstöðuna upp á bátinn. „Forseti Íslands getur snúið þessu við,“ sagði Jón Valur Jensson sem hefur verið býsna áberandi í andstöðunni við málið síðustu misseri. Jón Valur sagði þó að hafa yrði hraðar hendur við að safna undirskriftum við áskorun til forseta því stuttur tími væri orðinn til stefnu.

Þau sem Stundin ræddi við lýstu almennt þeirri skoðun að þau treystu ekki þingmönnum og Alþingi. Þá lýsti fólk áhyggjum sínum af því að verið væri að framselja vald í hendur Evrópusambandsins, að verið væri að veikja lýðræðið og að yfirráð yfir orkuauðlindunum myndu færast úr höndum Ísland. „Þingmenn eru að ganga erinda örfárra sérhagsmunahópa en ekki almennings í landinu,“ sagði Guðmundur Beck. „Ég trúi því að dagurinn í dag sé upphaf að einhverju slæmu,“ sagði Helga Austmann sem sagði einnig að hún mótmælti í dag, ekki fyrir sig heldur afkomendur sína.

Andstæðingar mótmæltuNokkur fjöldi mætti á Austurvöll til mótmæla. Fjöldinn var þó talinn í tugum en ekki hundruðum.
Íslenska fánanum flaggaðMótmælendur veifuðu margir hverjir íslenska fánanum.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samningurinn hafi ekki verið borinn undir Alþingi
FréttirÞriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samn­ing­ur­inn hafi ekki ver­ið bor­inn und­ir Al­þingi

Frosti Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins og einn af tals­mönn­um Ork­unn­ar okk­ar, tel­ur það stjórn­ar­skrár­brot að Ís­land hafi und­ir­geng­ist skuld­bind­ing­ar ECT-samn­ings­ins án að­komu Al­þing­is. Gunn­ar Bragi Sveins­son stóð að full­gild­ingu samn­ings­ins í rík­is­stjórn­ar­tíð Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar.
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“
FréttirÞriðji orkupakkinn

Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar rétt­læt­ir full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins: „Stund­um er hlut­um bland­að inn í um­ræð­una“

Hinn um­deildi samn­ing­ur um vernd orku­fjár­fest­inga varð ekki bind­andi fyr­ir Ís­land fyrr en rík­is­stjórn Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar full­gilti hann ár­ið 2015. Ólíkt því sem lagt var upp með við und­ir­rit­un samn­ings­ins 20 ár­um áð­ur var full­gild­ing­in ekki bor­in und­ir Al­þingi. Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs gef­ur lít­ið fyr­ir frétta­flutn­ing af mál­inu, en önn­ur Evr­ópu­ríki töldu ástæðu til að sam­þykkja sér­staka yf­ir­lýs­ingu um for­ræði yf­ir sæ­strengj­um og olíu­leiðsl­um. Með und­ir­rit­un Gunn­ars Braga Sveins­son­ar og Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar ár­ið 2015 skuld­bundu ís­lensk stjórn­völd sig til að fram­fylgja samn­ingn­um í hví­vetna.
Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga
FréttirÞriðji orkupakkinn

Stjórn Sig­mund­ar full­gilti um­deild­an samn­ing um vernd orku­fjár­fest­inga

Með full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins hafa ís­lensk stjórn­völd skuld­bund­ið sig til að liðka fyr­ir frjáls­um við­skipt­um með orku­auð­lind­ir og að beita sér fyr­ir sam­keppni, mark­aðsvæð­ingu og sam­vinnu á sviði orku­flutn­inga. Reynt gæti á ákvæði samn­ings­ins ef upp koma deil­ur um lagn­ingu sæ­strengs, en fjár­fest­ar hafa með­al ann­ars not­að samn­ing­inn sem vopn gegn stjórn­valds­að­gerð­um sem er ætl­að að halda niðri raf­orku­verði til al­menn­ings.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár