Eignarhaldsfélag Eyþórs Arnalds, borgarfulltrúa og fjárfestis, sem stofnað var utan um hlutabréfaviðskipti hans í útgáfufélagi Morgunblaðsins var sektað um 600 þúsund krónur fyrir að skila ársreikningi ársins 2017 rúmlega átta og hálfum mánuði of seint. Félagið hefur ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2018 en þeim reikningi átti félagið að skila þann 31. ágúst síðastliðinn. Félagið verður því sektað um 600 þúsund krónur að öllu óbreyttu en sekt félagsins getur lækkað um allt að 90 prósent ef ársreikningnum verður skilað innan eins mánaðar og allt að 40 prósent ef honum verður skilað á næstu 3 mánuðum.
Félag Eyþórs, Ramses II ehf., skilaði ársreikningi sínum fyrir árið 2017 um miðjan maí á þessu ári en hefði átt að skila honum í síðasta lagi þann 31. ágúst árið 2018.
Félagið á næstum hálfan milljarð
Samkvæmt svörum frá ársreikningaskrá Ríkisskattstjóra eru engar …
Athugasemdir