Jón Helgi Guðmundsson, fjárfestir og forstjóri Norvik, var með 126.640.764 króna í heildarárstekjur í fyrra. 96 milljónir af þeirri upphæð voru fjármagnstekjur.
Jón Helgi er stærsti eigandi Norvik ásamt börnum sínum en fyrirtækjasamsteypan er með starfsemi í sex Evrópulöndum. Eitt af dótturfélögum Norvíkur er byggingavöruverslunin Byko sem skilaði 1.345 milljóna hagnaði í fyrra en var nýlega sektað fyrir alvarleg brot á samkeppnislögum. Áður var Jón Helgi eigandi Kaupásskeðjunnar en undir hana heyrðu meðal annars Krónan, Nóatún, Kjarval, Elko og Intersport.
Athugasemdir