Helsti hvatamaður hvalveiða hagnaðist um 222 milljónir

Kristján Lofts­son seldi hlut sinn í HB Granda til Brims í fyrra. Hann var 16. tekju­hæsti íbúi Reykja­vík­ur á ár­inu.

Helsti hvatamaður hvalveiða hagnaðist um 222 milljónir
Kristján Loftsson Hvalveiðar félags Kristjáns hafa verið umdeildar á alþjóðavísu. Mynd: mbl/ÞÖK

Kristján Loftsson, forstjóri og helsti eigandi Hvals hf., var 16. tekjuhæsti íbúi Reykjavíkur í fyrra. Heildartekjur hans námi 222.266.416 krónum og voru þar af 160 milljónir fjármagnstekjur.

Kristján er helsti hvatamaður hvalveiða við Íslandsstrendur, en faðir hans stofnaði Hval hf. Þá byggði Kristján upp útgerðarveldið HB Granda ásamt Árna Vilhjálmssyni heitnum. Þeir keyptu stærstan hlut Reykjavíkurborgar í Granda árið 1988 en síðar sameinaðist fyrirtækið útgerð Haraldar Böðvarssonar og er nú stærsta útgerðarfyrirtæki landsins. Síðasta vor urðu kaflaskil þegar Kristján, systir hans, Birna Loftsdóttir, og Sigríður Vilhjálmsdóttir, systir Árna, seldu hlut sinn í HB Granda til Brims og forstjóra þess, Guðmundar Kristjánssonar, á 21,7 milljarða.

Heildarárstekjur Kristjáns árið 2016 voru 222 milljónir en árið 2017 þénaði hann 1,4 milljarða. Í ljósi söluhagnaðarins vegna HB Granda voru fjármagnstekjur Kristjáns á árinu 2018 líklega talsvert hærri en árin 2016 og 2017.

Hátekjulistann má sjá hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2019

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
5
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár