Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Helsti hvatamaður hvalveiða hagnaðist um 222 milljónir

Kristján Lofts­son seldi hlut sinn í HB Granda til Brims í fyrra. Hann var 16. tekju­hæsti íbúi Reykja­vík­ur á ár­inu.

Helsti hvatamaður hvalveiða hagnaðist um 222 milljónir
Kristján Loftsson Hvalveiðar félags Kristjáns hafa verið umdeildar á alþjóðavísu. Mynd: mbl/ÞÖK

Kristján Loftsson, forstjóri og helsti eigandi Hvals hf., var 16. tekjuhæsti íbúi Reykjavíkur í fyrra. Heildartekjur hans námi 222.266.416 krónum og voru þar af 160 milljónir fjármagnstekjur.

Kristján er helsti hvatamaður hvalveiða við Íslandsstrendur, en faðir hans stofnaði Hval hf. Þá byggði Kristján upp útgerðarveldið HB Granda ásamt Árna Vilhjálmssyni heitnum. Þeir keyptu stærstan hlut Reykjavíkurborgar í Granda árið 1988 en síðar sameinaðist fyrirtækið útgerð Haraldar Böðvarssonar og er nú stærsta útgerðarfyrirtæki landsins. Síðasta vor urðu kaflaskil þegar Kristján, systir hans, Birna Loftsdóttir, og Sigríður Vilhjálmsdóttir, systir Árna, seldu hlut sinn í HB Granda til Brims og forstjóra þess, Guðmundar Kristjánssonar, á 21,7 milljarða.

Heildarárstekjur Kristjáns árið 2016 voru 222 milljónir en árið 2017 þénaði hann 1,4 milljarða. Í ljósi söluhagnaðarins vegna HB Granda voru fjármagnstekjur Kristjáns á árinu 2018 líklega talsvert hærri en árin 2016 og 2017.

Hátekjulistann má sjá hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2019

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár