Kristján Loftsson, forstjóri og helsti eigandi Hvals hf., var 16. tekjuhæsti íbúi Reykjavíkur í fyrra. Heildartekjur hans námi 222.266.416 krónum og voru þar af 160 milljónir fjármagnstekjur.
Kristján er helsti hvatamaður hvalveiða við Íslandsstrendur, en faðir hans stofnaði Hval hf. Þá byggði Kristján upp útgerðarveldið HB Granda ásamt Árna Vilhjálmssyni heitnum. Þeir keyptu stærstan hlut Reykjavíkurborgar í Granda árið 1988 en síðar sameinaðist fyrirtækið útgerð Haraldar Böðvarssonar og er nú stærsta útgerðarfyrirtæki landsins. Síðasta vor urðu kaflaskil þegar Kristján, systir hans, Birna Loftsdóttir, og Sigríður Vilhjálmsdóttir, systir Árna, seldu hlut sinn í HB Granda til Brims og forstjóra þess, Guðmundar Kristjánssonar, á 21,7 milljarða.
Heildarárstekjur Kristjáns árið 2016 voru 222 milljónir en árið 2017 þénaði hann 1,4 milljarða. Í ljósi söluhagnaðarins vegna HB Granda voru fjármagnstekjur Kristjáns á árinu 2018 líklega talsvert hærri en árin 2016 og 2017.
Athugasemdir