Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni

Björn Bragi Arn­ars­son uppist­and­ari snýr aft­ur með sýn­ing­ar eft­ir að hafa ját­að áreiti gagn­vart stúlku und­ir lögaldri. Hann þén­aði 1,5 millj­ón­ir á mán­uði í fyrra og tók þátt í sýn­ing­um Mið-Ís­lands í janú­ar, tveim­ur mán­uð­um eft­ir at­vik­ið.

Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni
Myndir Björns Braga og Kathy Griffin Grínistinn Kathy Griffin mætti miklu mótlæti vegna myndar af blóðugum haus Bandaríkjaforseta.

Björn Bragi Arnarsson uppistandari lofar „persónulegra gríni en áður“ í nýrri sýningu. Í lok október í fyrra játaði hann að hafa áreitt 17 ára stúlku kynferðislega.

„Síðasta haust var ég að spá í að flytja úr landi og koma aldrei aftur,“ skrifaði hann á Facebook á fimmtudag. „Í staðinn fáið þið uppistandið Björn Bragi Djöfulsson, föstudaginn 13. september í Gamla bíói. Anna Svava verður með mér og hitar upp. Vil þakka Leoncie fyrir að hafa komið með heitið á sýningunni en hún kallaði mig þessu geggjaða nafni í kommentakerfi DV.“

Björn Bragi flutti hins vegar ekki úr landi heldur tók aftur þátt í sýningum Mið-Íslands í Þjóðleikhúskjallaranum sem byrjuðu á ný í janúar á þessu ári. Sýningarnar hafa verið ein helsta tekjulind meðlima hópsins, en samkvæmt álagningarskrá ríkisskattstjóra þénaði Björn Bragi tæplega 1,5 milljónir á mánuði á síðasta ári. Þá var Björn Bragi einnig spyrill í Gettu betur, en hann sagði starfi sínu lausu vegna málsins.

Nýja sýningin hefur vakið hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum. „Þetta mál var allavega uppspretta margra brandara á Mið-Ísland uppistandi sem ég fór á í janúar (bæði hjá honum og öðrum),“ skrifar Twitter-notandinn Þóra Sif Guðmundsdóttir. „Fannst það mjög óviðeigandi. Enn fremur skil ég ekki hvernig sú staðreynd að hann káfaði á 17 ára stúlku teljist sem gott efni í grín.“

Björn Bragi bað stúlkuna opinberlega afsökunar og sendi hún frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagði sig og foreldra sína taka afsökunarbeiðninni. Í kjölfarið steig önnur kona fram og sagði Björn Braga hafa áreitt sig og vinkonur sínar.

„Ég á tvær litlar dætur, ég vil ekki að þær alist upp í þjóðfélagi þar sem það telst eðlilegt og samþykkt að skemmtikraftar á fertugsaldri eru að káfa á og reyna við ungar stelpur,“ skrifar Guðný Thorarensen á Twitter. „Hættið að kóa með þessum mönnum! Þetta er ekki eðlileg hegðun.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu