Bæjarráð Akureyrar ræddi á fimmtudag tillögur með titlinum „Í skugga valdsins #MeToo“. Kynntir voru verkferlar um tilfelli á borð við það ef pólitískur fulltrúi hegðar sér óviðeigandi eða verður fyrir eða verður uppvís að áreiti.
Bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir, Halla Margrét Tryggvadóttir og Andri Teitsson sátu í starfshópnum, sem var falið að „útbúa verkferla/viðbragðsáætlun vegna ofbeldis, áreitis og/eða kynferðislegrar áreitni sem kjörnir fulltrúar kunna að verða fyrir í störfum sínum fyrir bæinn.“
Þá leggja bæjarfulltrúarnir einnig til breytingar á siðareglum kjörinna fulltrúa, meðal annars svo þær taki til kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni og ofbeldis. Einnig er lagt til að hagsmunaskráning kjörinna fulltrúa verði tekin upp, enda sé það „mikilvægur þáttur í gagnsæi og …
Athugasemdir