Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ásgerður Jóna segir umferðartafir stríða gegn stjórnarskrá

Ás­gerð­ur Jóna Flosa­dótt­ir, áheyrn­ar­full­trúi Flokks fólks­ins, stóð fyr­ir helm­ingi þeirra mála sem tek­in voru fyr­ir á fundi skipu­lags- og sam­göngu­ráðs. Full­trú­ar meiri­hlut­ans segja stuðst við fag­leg­ar leið­bein­ing­ar en ekki „geð­þótta ein­stakra borg­ar­full­trúa“.

Ásgerður Jóna segir umferðartafir stríða gegn stjórnarskrá
Ásgerður Jóna Flosadóttir Ásgerður er varaborgarfulltrúi Flokks fólksins, aðalmaður í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði, auk þess að vera áheyrnarfulltrúi í skipulags- og samgönguráði, borgarráði og forsætisnefnd. Mynd: b'Pressphotos/Geirix'

Ásgerður Jóna Flosadóttir, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins í skipulags- og samgönguráði og formaður Fjölskylduhjálpar, stóð fyrir helmingi þeirra mála sem rædd voru á fundi ráðsins á miðvikudag. Öllum tillögum Ásgerðar nema einni var hafnað eða frestað.

Ásgerður er einn af þremur áheyrnarfulltrúum í ráðinu, ásamt fulltrúum Sósíalistaflokksins og Miðflokksins. Hafa þeir fulltrúar málfrelsi og tillögurétt, en geta ekki greitt atkvæði. Á fundinum voru ræddar tíu tillögur Ásgerðar, fjórar fyrirspurnir og ein athugasemd. Alls voru það 15 af þeim 30 málum sem rædd voru á fundinum sem stóð yfir í þrjá klukkutíma.

Deilur Ásgerðar og fulltrúa meirihlutans úr röðum Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar fóru fram í gegnum bókanir í fundargerð, sem oft urðu nokkuð harðorðar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu í öllum tilvikum hjá.

„Stuðst er við faglegar leiðbeiningar [...] en ekki geðþótta einstakra borgarfulltrúa“

Tillögur Ásgerðar sneru að umferðar- og bílastæðamálum. Til dæmis lagði hún fram tillögu þess efnis að hraðahindranir verði fjarlægðar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár