Ásgerður Jóna Flosadóttir, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins í skipulags- og samgönguráði og formaður Fjölskylduhjálpar, stóð fyrir helmingi þeirra mála sem rædd voru á fundi ráðsins á miðvikudag. Öllum tillögum Ásgerðar nema einni var hafnað eða frestað.
Ásgerður er einn af þremur áheyrnarfulltrúum í ráðinu, ásamt fulltrúum Sósíalistaflokksins og Miðflokksins. Hafa þeir fulltrúar málfrelsi og tillögurétt, en geta ekki greitt atkvæði. Á fundinum voru ræddar tíu tillögur Ásgerðar, fjórar fyrirspurnir og ein athugasemd. Alls voru það 15 af þeim 30 málum sem rædd voru á fundinum sem stóð yfir í þrjá klukkutíma.
Deilur Ásgerðar og fulltrúa meirihlutans úr röðum Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar fóru fram í gegnum bókanir í fundargerð, sem oft urðu nokkuð harðorðar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu í öllum tilvikum hjá.
„Stuðst er við faglegar leiðbeiningar [...] en ekki geðþótta einstakra borgarfulltrúa“
Tillögur Ásgerðar sneru að umferðar- og bílastæðamálum. Til dæmis lagði hún fram tillögu þess efnis að hraðahindranir verði fjarlægðar …
Athugasemdir