Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ásgerður Jóna segir umferðartafir stríða gegn stjórnarskrá

Ás­gerð­ur Jóna Flosa­dótt­ir, áheyrn­ar­full­trúi Flokks fólks­ins, stóð fyr­ir helm­ingi þeirra mála sem tek­in voru fyr­ir á fundi skipu­lags- og sam­göngu­ráðs. Full­trú­ar meiri­hlut­ans segja stuðst við fag­leg­ar leið­bein­ing­ar en ekki „geð­þótta ein­stakra borg­ar­full­trúa“.

Ásgerður Jóna segir umferðartafir stríða gegn stjórnarskrá
Ásgerður Jóna Flosadóttir Ásgerður er varaborgarfulltrúi Flokks fólksins, aðalmaður í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði, auk þess að vera áheyrnarfulltrúi í skipulags- og samgönguráði, borgarráði og forsætisnefnd. Mynd: b'Pressphotos/Geirix'

Ásgerður Jóna Flosadóttir, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins í skipulags- og samgönguráði og formaður Fjölskylduhjálpar, stóð fyrir helmingi þeirra mála sem rædd voru á fundi ráðsins á miðvikudag. Öllum tillögum Ásgerðar nema einni var hafnað eða frestað.

Ásgerður er einn af þremur áheyrnarfulltrúum í ráðinu, ásamt fulltrúum Sósíalistaflokksins og Miðflokksins. Hafa þeir fulltrúar málfrelsi og tillögurétt, en geta ekki greitt atkvæði. Á fundinum voru ræddar tíu tillögur Ásgerðar, fjórar fyrirspurnir og ein athugasemd. Alls voru það 15 af þeim 30 málum sem rædd voru á fundinum sem stóð yfir í þrjá klukkutíma.

Deilur Ásgerðar og fulltrúa meirihlutans úr röðum Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar fóru fram í gegnum bókanir í fundargerð, sem oft urðu nokkuð harðorðar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu í öllum tilvikum hjá.

„Stuðst er við faglegar leiðbeiningar [...] en ekki geðþótta einstakra borgarfulltrúa“

Tillögur Ásgerðar sneru að umferðar- og bílastæðamálum. Til dæmis lagði hún fram tillögu þess efnis að hraðahindranir verði fjarlægðar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár