„Ég hef staðið á bjargbrúninni og horft ofan í hyldýpið,“ segir Geirdís Hanna Kristjánsdóttir, sem er fjögurra barna móðir sem hefur í áratugi búið við fátækt og leigir nú eitt herbergi.
Hún hefur glímt við þunglyndi og kvíða og tók þá afdrifaríku ákvörðun þegar hún gekk með yngsta barnið sitt að gefa það til ættleiðingar þar sem hún sá fram á að hún hefði ekki efni á að framfleyta því og bjóða því upp á gott líf.
Erfiðleikar í æsku
„Ég er næstyngst af sex systkinum og alin upp af einstæðri móður. Æskuárin voru erfið en ég var lögð í einelti í skólanum og varð fyrir kynferðisofbeldi sem ég sagði ekki frá. Þetta markaði mig þannig að ég kom mjög skemmd út í lífið sem fullorðinn einstaklingur.
Ég gekk með gleraugu þegar ég var krakki, mamma var alkóhólisti, en hún var óvirk og í bata síðan 1986 þar til hún …
Athugasemdir