Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fleiri hælisleitendur frá Venesúela

Um­sókn­um um hæli hér á landi hef­ur fjölg­að frá sama tíma­bili í fyrra. Helm­ingi um­sókna á tíma­bil­inu janú­ar til júlí var hafn­að af Út­lend­inga­stofn­un.

Fleiri hælisleitendur frá Venesúela
Venesúela Fleiri frá Suður-Ameríku ríkinu sækja nú um alþjóðlega vernd á Íslandi. Mynd: Shutterstock

Á fyrstu sjö mánuðum ársins sóttu 444 manns um hæli hér á landi. Fjöldi umsókna er nokkuð meiri en á sama tímabili í fyrra þegar 370 hælisumsóknir bárust. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Umsækjendur eru af 60 þjóðernum. Flestir eru frá Írak, eða 74 talsins, en umsækjendur frá Venesúela eru nú næstfjölmennasti hópurinn, 46 talsins. „Ef frá eru taldir þeir sem koma frá öruggum upprunaríkjum hefur fólk frá Írak alltaf verið fjölmennasti hópurinn,“ segir Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar. „Nú er fólk frá Venesúela aftur á móti mjög fjölmennur hópur, mun fjölmennari nú en undanfarin ár, og skýrist það eflaust af stjórnmálaástandinu þar í landi.“

Af þeim 303 umsóknum sem Útlendingastofnun tók til efnislegrar meðferðar á tímabilinu lauk 154 með ákvörðun um veitingu alþjóðlegrar verndar (55) eða viðbótarvernd (88) og 11 með veitingu dvalarleyfis af mannúðarástæðum. Í 149 tilvikum mættu umsækjendur synjun. Flestar veitingar voru til umsækjenda frá Írak (27), Venesúela (44) og Sýrlandi (15), en flestir þeirra sem var synjað komu frá Moldóvu (33), Írak (31) og Georgíu (14).

Í fyrra voru umsóknir á Íslandi 800 talsins og umsækjendur af 70 þjóðernum. Þórhildur Ósk segist eiga von á fleiri umsóknum í ár. „Við höfum ekki gert ráð fyrir því að þetta ár verði minna en í fyrra,“ segir hún. „Það verður að líkindum svipað og síðastliðin ár og kannski nær 2017 þegar umsækjendur voru talsvert fleiri.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
5
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár