Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fleiri hælisleitendur frá Venesúela

Um­sókn­um um hæli hér á landi hef­ur fjölg­að frá sama tíma­bili í fyrra. Helm­ingi um­sókna á tíma­bil­inu janú­ar til júlí var hafn­að af Út­lend­inga­stofn­un.

Fleiri hælisleitendur frá Venesúela
Venesúela Fleiri frá Suður-Ameríku ríkinu sækja nú um alþjóðlega vernd á Íslandi. Mynd: Shutterstock

Á fyrstu sjö mánuðum ársins sóttu 444 manns um hæli hér á landi. Fjöldi umsókna er nokkuð meiri en á sama tímabili í fyrra þegar 370 hælisumsóknir bárust. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Umsækjendur eru af 60 þjóðernum. Flestir eru frá Írak, eða 74 talsins, en umsækjendur frá Venesúela eru nú næstfjölmennasti hópurinn, 46 talsins. „Ef frá eru taldir þeir sem koma frá öruggum upprunaríkjum hefur fólk frá Írak alltaf verið fjölmennasti hópurinn,“ segir Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar. „Nú er fólk frá Venesúela aftur á móti mjög fjölmennur hópur, mun fjölmennari nú en undanfarin ár, og skýrist það eflaust af stjórnmálaástandinu þar í landi.“

Af þeim 303 umsóknum sem Útlendingastofnun tók til efnislegrar meðferðar á tímabilinu lauk 154 með ákvörðun um veitingu alþjóðlegrar verndar (55) eða viðbótarvernd (88) og 11 með veitingu dvalarleyfis af mannúðarástæðum. Í 149 tilvikum mættu umsækjendur synjun. Flestar veitingar voru til umsækjenda frá Írak (27), Venesúela (44) og Sýrlandi (15), en flestir þeirra sem var synjað komu frá Moldóvu (33), Írak (31) og Georgíu (14).

Í fyrra voru umsóknir á Íslandi 800 talsins og umsækjendur af 70 þjóðernum. Þórhildur Ósk segist eiga von á fleiri umsóknum í ár. „Við höfum ekki gert ráð fyrir því að þetta ár verði minna en í fyrra,“ segir hún. „Það verður að líkindum svipað og síðastliðin ár og kannski nær 2017 þegar umsækjendur voru talsvert fleiri.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
2
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu