Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fleiri hælisleitendur frá Venesúela

Um­sókn­um um hæli hér á landi hef­ur fjölg­að frá sama tíma­bili í fyrra. Helm­ingi um­sókna á tíma­bil­inu janú­ar til júlí var hafn­að af Út­lend­inga­stofn­un.

Fleiri hælisleitendur frá Venesúela
Venesúela Fleiri frá Suður-Ameríku ríkinu sækja nú um alþjóðlega vernd á Íslandi. Mynd: Shutterstock

Á fyrstu sjö mánuðum ársins sóttu 444 manns um hæli hér á landi. Fjöldi umsókna er nokkuð meiri en á sama tímabili í fyrra þegar 370 hælisumsóknir bárust. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Umsækjendur eru af 60 þjóðernum. Flestir eru frá Írak, eða 74 talsins, en umsækjendur frá Venesúela eru nú næstfjölmennasti hópurinn, 46 talsins. „Ef frá eru taldir þeir sem koma frá öruggum upprunaríkjum hefur fólk frá Írak alltaf verið fjölmennasti hópurinn,“ segir Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar. „Nú er fólk frá Venesúela aftur á móti mjög fjölmennur hópur, mun fjölmennari nú en undanfarin ár, og skýrist það eflaust af stjórnmálaástandinu þar í landi.“

Af þeim 303 umsóknum sem Útlendingastofnun tók til efnislegrar meðferðar á tímabilinu lauk 154 með ákvörðun um veitingu alþjóðlegrar verndar (55) eða viðbótarvernd (88) og 11 með veitingu dvalarleyfis af mannúðarástæðum. Í 149 tilvikum mættu umsækjendur synjun. Flestar veitingar voru til umsækjenda frá Írak (27), Venesúela (44) og Sýrlandi (15), en flestir þeirra sem var synjað komu frá Moldóvu (33), Írak (31) og Georgíu (14).

Í fyrra voru umsóknir á Íslandi 800 talsins og umsækjendur af 70 þjóðernum. Þórhildur Ósk segist eiga von á fleiri umsóknum í ár. „Við höfum ekki gert ráð fyrir því að þetta ár verði minna en í fyrra,“ segir hún. „Það verður að líkindum svipað og síðastliðin ár og kannski nær 2017 þegar umsækjendur voru talsvert fleiri.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár