Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, stingur upp á því að mötuneytum stofnana verði lokað svo opinberir starfsmenn þurfi að versla við einkarekna veitingastaði. Þannig megi létti undir með einkaframtakinu.
„Í miðborg Reykjavíkur er fjöldi opinberra stofnana. Mörg hundruð opinberir starfsmenn snæða opinberan hádegisverð í opinberum mötuneytum dag hvern,“ skrifar Hildur í grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun.
„Væri kannski ráð að draga saman seglin, loka hinum opinberu mötuneytum og styðja fremur við einkaframtak í nærumhverfi? Það mætti útfæra án tjóns fyrir starfsfólk – en með miklum ágóða fyrir þá dugmiklu aðila sem nú stunda rekstur í miðborg. Hér gæti Ráðhús Reykjavíkur gengið á undan með góðu fordæmi. Ekki veitir af í óvinveittu rekstrarumhverfi sem kallar á viðbrögð.“
Athugasemdir