Dómsmálaráðuneytið vill að börn sem segja föður sinn hafa brotið gegn sér verði hvött til að umgangast hann. Börnin lýstu kynferðislegri misnotkun í skýrslutöku fyrir dómi árið 2015 sem framkvæmd var með aðstoð sérfræðings í Barnahúsi. Fram kemur í lokaskýrslum Barnahúss frá 2018 að „brot og framkoma föður“ hafi haft mikil áhrif á börnin.
Lögfræðingar í dómsmálaráðuneytinu taka þó undir það sjónarmið sýslumanns að umgengni barnanna við föðurinn kunni að vera þeim „hagfelld“ og beina því til foreldranna, í úrskurði sem kveðinn er upp fyrir hönd Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra, að „styðja börnin til slíkrar umgengni“.
Læknabréf hafa „takmarkaða þýðingu“
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu kvað upp úrskurð í máli barnanna þann 27. nóvember 2017. Við meðferð málsins voru lögð fram gögn frá barnageðlækni og sálfræðingi, bréf skólahjúkrunarfræðings, yfirlýsing kennara, tilkynningar leikskóla, barnasálfræðings og barnageðlæknis til barnaverndarnefndar, kæra til lögreglu og ítarlegar frásagnir barnanna sjálfra af atvikum hjá föður sem samrýmdust kynferðislegri misnotkun að mati meðferðaraðila.
Héraðssaksóknari og ríkissaksóknari töldu málið ólíklegt til sakfellis, meðal annars vegna þess hve langur tími var liðinn síðan meint brot voru sögð hafa átt sér stað. Sérfræðingur í klínískri barnasálfræði, sem vann lokaskýrslur um mál barnanna í Barnahúsi, taldi þó ljóst, eftir greiningu og meðferð sem fólst í níu viðtölum við börnin, að faðirinn hefði brotið gegn þeim. Þetta hefði haft áhrif á líðan þeirra og börnin óttuðust að brotið yrði aftur gegn þeim. Þá sagði barnageðlæknir
Athugasemdir