Sammála um enga ofbeldishættu þvert á mat Barnahúss

Dóms­mála­ráðu­neyt­ið vill að börn sem margsinn­is hafa lýst kyn­ferð­is­legri mis­notk­un af hálfu föð­ur síns verði hvött til að um­gang­ast hann. Sér­fræð­ing­ur í klín­ískri barna­sál­fræði hjá Barna­húsi taldi ljóst að fað­ir­inn hefði brot­ið gegn börn­un­um og barna­geð­lækn­ir hef­ur var­að við um­gengni.

Sammála um enga ofbeldishættu þvert á mat Barnahúss
Börnin verði studd til umgengni Dómsmálaráðuneytið tekur undir niðurstöðu sýslumanns um að umgengni barna við föður þeirra kunni að vera þeim hagfelld, þrátt fyrir ítrekaðar frásagnir barnanna af kynferðislegri misnotkun, og kallar eftir því að börnin verði studd til slíkrar umgengni. Mynd: Davíð Þór

Dómsmálaráðuneytið vill að börn sem segja föður sinn hafa brotið gegn sér verði hvött til að umgangast hann. Börnin lýstu kynferðislegri misnotkun í skýrslutöku fyrir dómi árið 2015 sem framkvæmd var með aðstoð sérfræðings í Barnahúsi. Fram kemur í lokaskýrslum Barnahúss frá 2018 að „brot og framkoma föður“ hafi haft mikil áhrif á börnin. 

Lögfræðingar í dómsmálaráðuneytinu taka þó undir það sjónarmið sýslumanns að umgengni barnanna við föðurinn kunni að vera þeim „hagfelld“ og beina því til foreldranna, í úrskurði sem kveðinn er upp fyrir hönd Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra, að „styðja börnin til slíkrar umgengni“. 

Læknabréf hafa „takmarkaða þýðingu“

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu kvað upp úrskurð í máli barnanna þann 27. nóvember 2017. Við meðferð málsins voru lögð fram gögn frá barnageðlækni og sálfræðingi, bréf skólahjúkrunarfræðings, yfirlýsing kennara, tilkynningar leikskóla, barnasálfræðings og barnageðlæknis til barnaverndarnefndar, kæra til lögreglu og ítarlegar frásagnir barnanna sjálfra af atvikum hjá föður sem samrýmdust kynferðislegri misnotkun að mati meðferðaraðila. 

Héraðssaksóknari og ríkissaksóknari töldu málið ólíklegt til sakfellis, meðal annars vegna þess hve langur tími var liðinn síðan meint brot voru sögð hafa átt sér stað. Sérfræðingur í klínískri barnasálfræði, sem vann lokaskýrslur um mál barnanna í Barnahúsi, taldi þó ljóst, eftir greiningu og meðferð sem fólst í níu viðtölum við börnin, að faðirinn hefði brotið gegn þeim. Þetta hefði haft áhrif á líðan þeirra og börnin óttuðust að brotið yrði aftur gegn þeim. Þá sagði barnageðlæknir 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnaverndarmál

Barnaníðskæru dagaði uppi fyrir „mjög bagaleg mistök“
FréttirBarnaverndarmál

Barn­aníðs­kæru dag­aði uppi fyr­ir „mjög baga­leg mis­tök“

Al­var­leg mis­tök lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og óvenju­leg af­skipti þá­ver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu af Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu urðu til þess að kæra barna­vernd­ar­nefnd­ar vegna meintra kyn­ferð­is­brota fékk ekki lög­mæta með­ferð og lá óhreyfð í meira en tvö ár. „Lög­regla beið eft­ir gögn­um frá barna­vernd sem aldrei komu,“ seg­ir í bréfi sem lög­regla sendi rík­is­sak­sókn­ara vegna máls­ins.
Barn talið óhult hjá föður þrátt fyrir sögu um barnaníð
FréttirBarnaverndarmál

Barn tal­ið óhult hjá föð­ur þrátt fyr­ir sögu um barn­aníð

Rann­sókn á meint­um kyn­ferð­is­brot­um föð­ur gegn barni var felld nið­ur án lækn­is­skoð­un­ar og Barna­hússvið­tals, en í kjöl­far­ið komu fram yf­ir­lýs­ing­ar frá kon­um sem segja mann­inn hafa mis­not­að þær í æsku. Dóm­stól­ar telja að „það þjóni hags­mun­um barns­ins að það njóti meiri og sam­felld­ari um­gengni við föð­ur“ og hafa úr­skurð­að um um­gengni án eft­ir­lits.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
2
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár