Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“

Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­kona Pírata, seg­ist hafa glímt við áfall­a­streitu vegna sam­skipta­örð­ug­leik­anna í þing­flokki Pírata. „Ég er enn að vinna mig úr þessu tíma­bili.“

Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“

„Ég er með kökk í hálsinum af kvíða eftir að hafa lesið þetta viðtal,“ skrifar Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingkona Pírata, á Facebook og vísar til viðtals Stundarinnar við Söru Elísu Þórðardóttur, varaþingkonu flokksins.

Í viðtalinu lýsir Sara samskiptaháttum Birgittu Jónsdóttur með opinskáum hætti og sakar hana um að hafa komið óheiðarlega fram við samstarfsfólk og beitt andlegu ofbeldi.  

Ásta Guðrún segir viðtalið hafa ýft upp áfallastreituna sem hún hafi glímt við síðan hún hætti á þingi. „Það að sjá aðra tala eins og úr mínu hjarta um þetta samstarf er ákveðin viðurkenning á því sem ég upplifði. Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér.“

Þór Saari, fyrrverandi þingmaður Hreyfingarinnar og samstarfsmaður Birgittu, er annarrar skoðunar og telur að núverandi þingmenn Pírata eigi tilvist sína í pólitík henni að þakka. 

„Byltingin étur börnin sín,“ skrifar hann. „Þetta er bara frekar ógeðsleg framkoma. Birgitta var tilnefnd í þetta hlutverk af grasrót Pírata en nú hefur elítan í flokknum, það er þingmennirnir, gert það kýr skýrt hverjir ráða. Grasrót Pírata, sem hefur verið merkilegt fyrirbæri og fyrirmyndar lýðræðistilraun, hefur endanlega verið jörðuð af þingflokknum.“ 

Margrét Tryggvadóttir, sem einnig sat á þingi fyrir Hreyfinguna ásamt Birgittu, tekur hins vegar undir lýsingar Söru Elísu.

„Allt þetta kannast ég vel við og þurfti að þola. Takk Sara, ég hefði ekki getað orðað þetta betur,“ skrifar hún. „Það er ekki hefnd að segja frá ofbeldi.“

Birgitta Jónsdóttir hefur ekki viljað tjá sig um þessi mál við Stundina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár