Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“

Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­kona Pírata, seg­ist hafa glímt við áfall­a­streitu vegna sam­skipta­örð­ug­leik­anna í þing­flokki Pírata. „Ég er enn að vinna mig úr þessu tíma­bili.“

Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“

„Ég er með kökk í hálsinum af kvíða eftir að hafa lesið þetta viðtal,“ skrifar Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingkona Pírata, á Facebook og vísar til viðtals Stundarinnar við Söru Elísu Þórðardóttur, varaþingkonu flokksins.

Í viðtalinu lýsir Sara samskiptaháttum Birgittu Jónsdóttur með opinskáum hætti og sakar hana um að hafa komið óheiðarlega fram við samstarfsfólk og beitt andlegu ofbeldi.  

Ásta Guðrún segir viðtalið hafa ýft upp áfallastreituna sem hún hafi glímt við síðan hún hætti á þingi. „Það að sjá aðra tala eins og úr mínu hjarta um þetta samstarf er ákveðin viðurkenning á því sem ég upplifði. Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér.“

Þór Saari, fyrrverandi þingmaður Hreyfingarinnar og samstarfsmaður Birgittu, er annarrar skoðunar og telur að núverandi þingmenn Pírata eigi tilvist sína í pólitík henni að þakka. 

„Byltingin étur börnin sín,“ skrifar hann. „Þetta er bara frekar ógeðsleg framkoma. Birgitta var tilnefnd í þetta hlutverk af grasrót Pírata en nú hefur elítan í flokknum, það er þingmennirnir, gert það kýr skýrt hverjir ráða. Grasrót Pírata, sem hefur verið merkilegt fyrirbæri og fyrirmyndar lýðræðistilraun, hefur endanlega verið jörðuð af þingflokknum.“ 

Margrét Tryggvadóttir, sem einnig sat á þingi fyrir Hreyfinguna ásamt Birgittu, tekur hins vegar undir lýsingar Söru Elísu.

„Allt þetta kannast ég vel við og þurfti að þola. Takk Sara, ég hefði ekki getað orðað þetta betur,“ skrifar hún. „Það er ekki hefnd að segja frá ofbeldi.“

Birgitta Jónsdóttir hefur ekki viljað tjá sig um þessi mál við Stundina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár