Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Tengdafaðir Bjarna segir „bull“ að hann ætli að hætta í stjórnmálum

Bald­vin Jóns­son gef­ur lít­ið fyr­ir frá­sagn­ir ónafn­greindra heim­ild­ar­manna og nafn­lausra pistla­höf­unda um að Bjarni Bene­dikts­son hygg­ist hætta í stjórn­mál­um.

Tengdafaðir Bjarna segir „bull“ að hann ætli að hætta í stjórnmálum

Baldvin Jónsson, tengdafaðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, segir umfjöllun fjölmiðla um að Bjarni ætli að hætta í stjórnmálum fráleita. Um sé að ræða dylgjur sem eigi sér enga stoð í raunveruleikanum.

„Nafnlaust fólk fjallar um að stjórnmálamaður sé að hætta störfum. Svo er reynt að ala á allskyns tortryggni í garð viðkomandi, allt meira og minna byggt á dylgjum sem ill mögulegt er að stöðva enda svomikið bull á ferðinni,“ skrifar Baldvin á Facebook. „Svo er efnt til skoðanakannanna þar sem spurt er hvort fólk telji að viðkomandi sé að hætta í stjórnmálum? Viðkomandi kannast ekki við það en samt heldur fólk áfram með sora, dylgjur og ómerkilegheit. Er ekki í lagi með okkur þessa annars ágætu Þjóð? Eða er hún það ekki svona upp til hópa?“

„Viðkomandi kannast ekki við það en samt heldur fólk áfram með sora, dylgjur og ómerkilegheit“

Á meðal þeirra sem „læka“ færsluna er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, og fleira áhrifafólk í flokknum. 

Vangaveltur um væntanlegt brotthvarf Bjarna Benediktssonar hafa meðal annars birst í nafnlausum skrifum á Hringbraut og frásögnum ónafngreindra heimildarmanna á Vísi.is.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu