Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hannes Hólmsteinn: Hægri-lýðstefna allt annað en fasismi

Skoð­ana­ágrein­ing­ur hef­ur ris­ið með­al áhrifa­manna í Sjálf­stæð­is­flokkn­um um mann­rétt­indi og rétt stjórn­valda til að taka fólk af lífi án dóms og laga.

Hannes Hólmsteinn: Hægri-lýðstefna allt annað en fasismi

Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor segir að „mikill munur“ sé á fasisma og því sem hann kallar hægri-lýðstefnu. „Hægri-lýðstefna nýtur verulegs fylgis, og fylgismenn hennar hafa komist til valda lýðræðislega. Fasistar voru alls staðar í minni hluta og hrifsuðu völd með ofbeldi. Það verður að kalla hlutina réttum nöfnum,“ skrifar hann á Twitter. 

Þekktustu leiðtogar fasistahreyfinga á 20. öld voru Benito Mussolini á Ítalíu og Adolf Hitler í Þýskalandi. Hvorugur komst til valda með hefðbundnu valdaráni eða ofbeldi einu saman heldur voru þeim afhent völd með lögmætum hætti, Mussolini af konungi Ítalíu og Hitler af forseta Weimar-lýðveldisins. Nasistar höfðu þá aflað sér gríðarlegs fjöldafylgis; þeir fengu 37,2 prósent atkvæða þann 31. júlí 1932 og urðu stærsti flokkurinn á þýska Ríkisþinginu.

Bandaríski stjórnmálafræðingurinn Robert Paxton segir í bók sinni Anatomy of Fascism að það sé villandi að tala eins og fasistar hafi aðeins hrisað til sín völd (“seizure of power”) með valdbeitingu, enda hafi bæði Hitler og Mussolini öðlast formleg völd samkvæmt stjórnarskárbundnum valdheimildum konungs og forseta. Þar skipti miklu að íhaldssöm öfl sáu sér hag í að vinna með fasistum, meðal annars til að brjóta verkalýðshreyfinguna og samtök sósíalista og kommúnista á bak aftur. „Orðasambandið að hrifsa til sín völd lýsir betur því sem gerðist eftir að þeir tóku við embætti heldur en því hvernig þeir komust til valda,“ segir Paxton (bls. 94).

Hannes telur Bolsonaro ekki vera hægriöfgamann

Hannes Hólmsteinn er í hópi þeirra Íslendinga sem komið hafa Jair Bolsonaro, lýðræðislega kjörnum forseta Brasilíu til varnar, en Bolsonoro hefur lýst stuðningi við pyntingar, kallað eftir því að pólitískir andstæðingar verði drepnir, talað fyrir ofbeldi gegn samkynhneigðum og að lögregla fái rýmri heimildir til að skjóta fólk. Þegar Bolsonaro vann forsetakosningar í Brasilíu í fyrra gagnrýndi Hannes Hólmsteinn íslenska fréttamenn fyrir að kalla hann öfgahægrimann. „Það er fráleitt að kalla Jair Bolsonaro, sem hlaut meiri hluta greiddra atkvæða í forsetakjöri í Brasilíu, hægri öfgamann, auk þess sem það er gildishlaðið orð,“ skrifaði Hannes. 

Jair Bolsonaroforseti Brasilíu

Davíð gagnrýnir ályktun Íslands gegn fjöldamorðum á Filippseyjum

Nú um helgina vakti athygli þegar Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, fyrrverandi leiðtogi Sjálfstæðisflokksins og skoðanabróðir Hannesar Hólmsteins, gagnrýndi Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra harðlega vegna baráttu Íslands gegn mannréttindabrotum á Filippseyjum. 

Guðlaugur Þór Þórðarsonutanríkisráðherra

Samkvæmt ársskýrslu Human Rights Watch hafa þúsundir verið drepnar í herferð Duterte gegn glæpahringjum síðan forsetinn tók við embætti í júní 2016. Duterte, sem nýtur gríðarlegra vinsælda í Filippseyjum, hefur viðurkennt að hafa sjálfur staðið að aftökum án dóms og laga, hvatt landsmenn til að drepa eiturlyfjafíkla og líkt sjálfum sér við Adolf Hitler.

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í síðustu viku ályktun, sem Ísland átti frumkvæði að, um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. Stjórnvöld þar í landi eru hvött til að stöðva aftökur á fólki án dóms og laga og draga hina seku til ábyrgðar.

Telur Davíð Oddsson að með framgöngu sinni hafi Guðlaugur Þór „slegið skjaldborg um vopnaða dópsala og grúppur af svipuðu tagi“ og „íslenska utanríkisráðuneytið hafi þannig afvopnað löggæslumenn sem eru að abbast upp á dópsala með kalasnikoffa á Filippseyjum.“ Áður hefur ritstjóri Morgunblaðsins borið í bætifláka fyrir Donald Trump  Bandaríkjaforseta og Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands en báðum er oft lýst í fjölmiðlum sem hægri-popúlistum, eða fylgismönnum þess sem mætti kalla hægri-lýðstefnu á íslensku. 

Í febrúar síðastliðnum fjallaði ritstjóri Morgunblaðsins lofsamlega um áform Orbáns um að halda Ungverjalandi „kynhreinu“ með því að stöðva aðstreymi innflytjenda og hvetja heimamenn til barneigna með fjárhagslegum ívilnunum. Orbán hefur sætt gagnrýni fyrir að grafa undan réttarríkinu, sjálfstæði dómstóla og fjölmiðlafrelsi í Ungverjalandi, reka harða innflytjendastefnu og kynda undir hatri á minnihlutahópum.

Hannes Hólmsteinn varar við innflytjendum „í leit að velferðarbótum eða afbrotatækifærum, svo að ekki sé minnst á ofstækismenn“. Þá hefur hann skrifað um hverfi í Svíþjóð, þar sem fullyrt er að glæpamenn af erlendum uppruna ráði ríkjum, svokölluð „no-go zones“ sem lögreglan hætti sér ekki inn í. Lögreglan í Svíþjóð hefur þvertekið fyrir að slíkar fullyrðingar standist skoðun.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
2
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
3
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár