Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hannes Hólmsteinn: Hægri-lýðstefna allt annað en fasismi

Skoð­ana­ágrein­ing­ur hef­ur ris­ið með­al áhrifa­manna í Sjálf­stæð­is­flokkn­um um mann­rétt­indi og rétt stjórn­valda til að taka fólk af lífi án dóms og laga.

Hannes Hólmsteinn: Hægri-lýðstefna allt annað en fasismi

Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor segir að „mikill munur“ sé á fasisma og því sem hann kallar hægri-lýðstefnu. „Hægri-lýðstefna nýtur verulegs fylgis, og fylgismenn hennar hafa komist til valda lýðræðislega. Fasistar voru alls staðar í minni hluta og hrifsuðu völd með ofbeldi. Það verður að kalla hlutina réttum nöfnum,“ skrifar hann á Twitter. 

Þekktustu leiðtogar fasistahreyfinga á 20. öld voru Benito Mussolini á Ítalíu og Adolf Hitler í Þýskalandi. Hvorugur komst til valda með hefðbundnu valdaráni eða ofbeldi einu saman heldur voru þeim afhent völd með lögmætum hætti, Mussolini af konungi Ítalíu og Hitler af forseta Weimar-lýðveldisins. Nasistar höfðu þá aflað sér gríðarlegs fjöldafylgis; þeir fengu 37,2 prósent atkvæða þann 31. júlí 1932 og urðu stærsti flokkurinn á þýska Ríkisþinginu.

Bandaríski stjórnmálafræðingurinn Robert Paxton segir í bók sinni Anatomy of Fascism að það sé villandi að tala eins og fasistar hafi aðeins hrisað til sín völd (“seizure of power”) með valdbeitingu, enda hafi bæði Hitler og Mussolini öðlast formleg völd samkvæmt stjórnarskárbundnum valdheimildum konungs og forseta. Þar skipti miklu að íhaldssöm öfl sáu sér hag í að vinna með fasistum, meðal annars til að brjóta verkalýðshreyfinguna og samtök sósíalista og kommúnista á bak aftur. „Orðasambandið að hrifsa til sín völd lýsir betur því sem gerðist eftir að þeir tóku við embætti heldur en því hvernig þeir komust til valda,“ segir Paxton (bls. 94).

Hannes telur Bolsonaro ekki vera hægriöfgamann

Hannes Hólmsteinn er í hópi þeirra Íslendinga sem komið hafa Jair Bolsonaro, lýðræðislega kjörnum forseta Brasilíu til varnar, en Bolsonoro hefur lýst stuðningi við pyntingar, kallað eftir því að pólitískir andstæðingar verði drepnir, talað fyrir ofbeldi gegn samkynhneigðum og að lögregla fái rýmri heimildir til að skjóta fólk. Þegar Bolsonaro vann forsetakosningar í Brasilíu í fyrra gagnrýndi Hannes Hólmsteinn íslenska fréttamenn fyrir að kalla hann öfgahægrimann. „Það er fráleitt að kalla Jair Bolsonaro, sem hlaut meiri hluta greiddra atkvæða í forsetakjöri í Brasilíu, hægri öfgamann, auk þess sem það er gildishlaðið orð,“ skrifaði Hannes. 

Jair Bolsonaroforseti Brasilíu

Davíð gagnrýnir ályktun Íslands gegn fjöldamorðum á Filippseyjum

Nú um helgina vakti athygli þegar Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, fyrrverandi leiðtogi Sjálfstæðisflokksins og skoðanabróðir Hannesar Hólmsteins, gagnrýndi Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra harðlega vegna baráttu Íslands gegn mannréttindabrotum á Filippseyjum. 

Guðlaugur Þór Þórðarsonutanríkisráðherra

Samkvæmt ársskýrslu Human Rights Watch hafa þúsundir verið drepnar í herferð Duterte gegn glæpahringjum síðan forsetinn tók við embætti í júní 2016. Duterte, sem nýtur gríðarlegra vinsælda í Filippseyjum, hefur viðurkennt að hafa sjálfur staðið að aftökum án dóms og laga, hvatt landsmenn til að drepa eiturlyfjafíkla og líkt sjálfum sér við Adolf Hitler.

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í síðustu viku ályktun, sem Ísland átti frumkvæði að, um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. Stjórnvöld þar í landi eru hvött til að stöðva aftökur á fólki án dóms og laga og draga hina seku til ábyrgðar.

Telur Davíð Oddsson að með framgöngu sinni hafi Guðlaugur Þór „slegið skjaldborg um vopnaða dópsala og grúppur af svipuðu tagi“ og „íslenska utanríkisráðuneytið hafi þannig afvopnað löggæslumenn sem eru að abbast upp á dópsala með kalasnikoffa á Filippseyjum.“ Áður hefur ritstjóri Morgunblaðsins borið í bætifláka fyrir Donald Trump  Bandaríkjaforseta og Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands en báðum er oft lýst í fjölmiðlum sem hægri-popúlistum, eða fylgismönnum þess sem mætti kalla hægri-lýðstefnu á íslensku. 

Í febrúar síðastliðnum fjallaði ritstjóri Morgunblaðsins lofsamlega um áform Orbáns um að halda Ungverjalandi „kynhreinu“ með því að stöðva aðstreymi innflytjenda og hvetja heimamenn til barneigna með fjárhagslegum ívilnunum. Orbán hefur sætt gagnrýni fyrir að grafa undan réttarríkinu, sjálfstæði dómstóla og fjölmiðlafrelsi í Ungverjalandi, reka harða innflytjendastefnu og kynda undir hatri á minnihlutahópum.

Hannes Hólmsteinn varar við innflytjendum „í leit að velferðarbótum eða afbrotatækifærum, svo að ekki sé minnst á ofstækismenn“. Þá hefur hann skrifað um hverfi í Svíþjóð, þar sem fullyrt er að glæpamenn af erlendum uppruna ráði ríkjum, svokölluð „no-go zones“ sem lögreglan hætti sér ekki inn í. Lögreglan í Svíþjóð hefur þvertekið fyrir að slíkar fullyrðingar standist skoðun.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár