Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis

Heild­ar­sam­tök ís­lenskra at­vinnu­rek­enda mót­mæla því að sett­ar verði regl­ur til að draga úr flakki milli stjórn­sýslu­starfa og sér­hags­muna­gæslu. „Hér á landi tíðk­ast það ekki að spill­ing birt­ist í því að sterk­ir sérhags­muna­að­il­ar nái tang­ar­haldi á stjórn­völd­um og hafi áhrif á þau með við­brögð­um sínum við ein­stökum ákvörð­un­um, líkt og tal­að var um í úttekt­ar­skýrslu GRECO.“

Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis
Stýra samtökunum Eyjólfur Árni Rafnsson er formaður Samtaka atvinnulífsins og Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri samtakanna. Mynd: Skjáskot af ráðstefnu SA

Samtök atvinnulífsins telja óþarft að taka upp opinbera skráningu hagsmunavarða (lobbýista) á Íslandi og eru mótfallin því að settar verði reglur gegn því að ráðherrar, aðstoðarmenn þeirra og embættismenn hefji störf hjá hagsmunavörðum strax eftir starfslok í stjórnsýslu.

Heiðrún Björk Gísladóttirverkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði er höfundur umsagnarinnar.

Að mati samtakanna tíðkast ekki á Íslandi spilling af því tagi að „sérhagsmunaaðilar nái tangarhaldi á stjórnvöldum og hafi áhrif á þau með viðbrögðum sínum við einstökum ákvörðunum“. Eru samtökin ósammála umfjöllun GRECO um spillingu og spillingarvarnir og telja að „aðstaðan hér [sé] um flest frábrugðin því hvernig hún er í margfalt stærri þjóðfélögum“. 

Forsætisráðuneytið kynnti nýlega áform um breytingar á stjórnarráðslögum sem miða að því að lögfesta varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds.

Tilgangurinn er meðal annars að bregðast við ábendingum GRECO (e. Group of States against Corruption) og fylgja eftir tillögum starfshóps forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum. Hópurinn lagði m.a. til að: 

a) Þeim aðilum sem hafa atvinnu af því að tala máli hagsmunaaðila gagnvart stjórnmála- og embættismönnum verði gert að skrá sig sem hagsmunaverði (e. lobbyists).

b) Hafin verði vinna við gerð reglna um samskipti við hagsmunaaðila og fram kemur að slíkar reglur þurfi að tryggja fullt gagnsæi um samskiptin.

c) Settar verði reglur um starfsval eftir opinber störf sem komi í veg fyrir að starfsfólk stjórnsýslu eða kjörnir fulltrúar hefji störf hjá einkaaðilum strax eftir starfslok í stjórnsýslu, vegna aðgangs að upplýsingum úr opinberu starfi. Slíkar reglur varði einkum þann tíma sem nauðsynlegt sé að líði frá starfslokum og þar til starf fyrir einkaaðila hefjist.

Samtök atvinnulífsins hafa skilað neikvæðri umsögn um áformin. Þau telja jákvætt að fólk flakki á milli starfa í stjórnsýslu og stjórnmálum og starfa við hagsmunagæslu fyrir einkafyrirtæki: 

„T.d. hafa ráðuneytisstjórar komið til starfa fyrir samtökin og skrifstofustjórar úr ráðuneytum, fyrrverandi þingmenn og ráðherrar og almennir starfsmenn frá Alþingi, sveitarfélögum og stofnunum ríkisins. Fjöldi annarra starfsmanna hefur komið frá einkageiranum. Á sama hátt hafa fyrrum starfsmenn samtakanna ráðist til stjórnsýslunnar og aðrir orðið þingmenn og ráðherrar,“ segir í umsögninni. „Jafnframt hafa fjölmargir sem starfað hafa á vegum annarra hagsmunasamtaka ráðist til starfa hjá hinu opinbera, bæði í efstu lög stjórnarráðsins og einnig verið kosnir til setu á þingi og átt greiða leið í önnur störf hjá ríkinu. Það er jákvætt að einkafyrirtæki finni hæfa starfsmenn í þjónustu ríkis og sveitarfélaga og að yfirsýn og þekking þeirra sem af einhverjum ástæðum hætta í stjórnmálum nýtist sem víðast. Takmörkun á starfsvali getur því ekki orðið til annars en tjóns fyrir samfélagið.“

SA mótmæla því að sett verði „almenn yfirgripsmikil ákvæði um takmörkun á almennu atvinnufrelsi starfsmanna stjórnarráðsins eða kjörinna fulltrúa“ en vilja þó að skilgreint verði hvaða upplýsingum starfsmenn búi yfir og hvaða upplýsingar þurfi sérstaka vernd. Þá segja samtökin að eðlismunur sé á sinni eigin hagsmunagæslu og þeirri hagsmunagæslu sem tíðkast í „sumum öðrum ríkjum“ að því leytinu til að íslensku samtökin starfi á breiðum grunni og „þurfi á vallt að taka tillit til heildarhagsmuna alls atvinnulífs en ekki einstakra aðila“.

Samtökin leggjast gegn því að forsætisráðuneytið taki að sér miðlægt eftirlitshlutverk við framkvæmd reglna um hagsmunaverði og samskipti stjórnvalda við hagsmunaaðila. „Rannsóknir hafa sýnt að Íslendingar búa við flóknasta eftirlitsregluverk allra OECD þjóða en slíkt getur beinlínis hamlað hagvexti,“ segir í umsögninni þar sem varað er við „auknu eftirliti og þyngri reglubyrði sem m.a. beinist að íslensku atvinnulífi“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnsýsla

Umboðsmaður taldi forræðið liggja hjá stjórnvaldinu en ekki ríkislögmanni
FréttirStjórnsýsla

Um­boðs­mað­ur taldi for­ræð­ið liggja hjá stjórn­vald­inu en ekki rík­is­lög­manni

Ákvörð­un­ar­vald um hvort bóta­skylda sé við­ur­kennd ligg­ur hjá því stjórn­valdi sem bóta­kröfu er beint að og stjórn­völd hafa for­ræði á kröfu­gerð, rök­semd­um og ágrein­ings­at­rið­um þeg­ar mál fara fyr­ir dóm­stóla. Þetta er af­staða um­boðs­manns Al­þing­is sam­kvæmt ábend­inga­bréfi sem hann sendi heil­brigð­is­ráð­herra ár­ið 2014, en for­sæt­is­ráðu­neyt­ið gaf út yf­ir­lýs­ingu á föstu­dag þar sem fram kom að rík­is­lög­mað­ur hefði „al­mennt for­ræði á kröfu­gerð og fram­setn­ingu henn­ar“.

Mest lesið

Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
1
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
3
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
5
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
5
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
6
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár