Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis

Heild­ar­sam­tök ís­lenskra at­vinnu­rek­enda mót­mæla því að sett­ar verði regl­ur til að draga úr flakki milli stjórn­sýslu­starfa og sér­hags­muna­gæslu. „Hér á landi tíðk­ast það ekki að spill­ing birt­ist í því að sterk­ir sérhags­muna­að­il­ar nái tang­ar­haldi á stjórn­völd­um og hafi áhrif á þau með við­brögð­um sínum við ein­stökum ákvörð­un­um, líkt og tal­að var um í úttekt­ar­skýrslu GRECO.“

Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis
Stýra samtökunum Eyjólfur Árni Rafnsson er formaður Samtaka atvinnulífsins og Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri samtakanna. Mynd: Skjáskot af ráðstefnu SA

Samtök atvinnulífsins telja óþarft að taka upp opinbera skráningu hagsmunavarða (lobbýista) á Íslandi og eru mótfallin því að settar verði reglur gegn því að ráðherrar, aðstoðarmenn þeirra og embættismenn hefji störf hjá hagsmunavörðum strax eftir starfslok í stjórnsýslu.

Heiðrún Björk Gísladóttirverkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði er höfundur umsagnarinnar.

Að mati samtakanna tíðkast ekki á Íslandi spilling af því tagi að „sérhagsmunaaðilar nái tangarhaldi á stjórnvöldum og hafi áhrif á þau með viðbrögðum sínum við einstökum ákvörðunum“. Eru samtökin ósammála umfjöllun GRECO um spillingu og spillingarvarnir og telja að „aðstaðan hér [sé] um flest frábrugðin því hvernig hún er í margfalt stærri þjóðfélögum“. 

Forsætisráðuneytið kynnti nýlega áform um breytingar á stjórnarráðslögum sem miða að því að lögfesta varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds.

Tilgangurinn er meðal annars að bregðast við ábendingum GRECO (e. Group of States against Corruption) og fylgja eftir tillögum starfshóps forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum. Hópurinn lagði m.a. til að: 

a) Þeim aðilum sem hafa atvinnu af því að tala máli hagsmunaaðila gagnvart stjórnmála- og embættismönnum verði gert að skrá sig sem hagsmunaverði (e. lobbyists).

b) Hafin verði vinna við gerð reglna um samskipti við hagsmunaaðila og fram kemur að slíkar reglur þurfi að tryggja fullt gagnsæi um samskiptin.

c) Settar verði reglur um starfsval eftir opinber störf sem komi í veg fyrir að starfsfólk stjórnsýslu eða kjörnir fulltrúar hefji störf hjá einkaaðilum strax eftir starfslok í stjórnsýslu, vegna aðgangs að upplýsingum úr opinberu starfi. Slíkar reglur varði einkum þann tíma sem nauðsynlegt sé að líði frá starfslokum og þar til starf fyrir einkaaðila hefjist.

Samtök atvinnulífsins hafa skilað neikvæðri umsögn um áformin. Þau telja jákvætt að fólk flakki á milli starfa í stjórnsýslu og stjórnmálum og starfa við hagsmunagæslu fyrir einkafyrirtæki: 

„T.d. hafa ráðuneytisstjórar komið til starfa fyrir samtökin og skrifstofustjórar úr ráðuneytum, fyrrverandi þingmenn og ráðherrar og almennir starfsmenn frá Alþingi, sveitarfélögum og stofnunum ríkisins. Fjöldi annarra starfsmanna hefur komið frá einkageiranum. Á sama hátt hafa fyrrum starfsmenn samtakanna ráðist til stjórnsýslunnar og aðrir orðið þingmenn og ráðherrar,“ segir í umsögninni. „Jafnframt hafa fjölmargir sem starfað hafa á vegum annarra hagsmunasamtaka ráðist til starfa hjá hinu opinbera, bæði í efstu lög stjórnarráðsins og einnig verið kosnir til setu á þingi og átt greiða leið í önnur störf hjá ríkinu. Það er jákvætt að einkafyrirtæki finni hæfa starfsmenn í þjónustu ríkis og sveitarfélaga og að yfirsýn og þekking þeirra sem af einhverjum ástæðum hætta í stjórnmálum nýtist sem víðast. Takmörkun á starfsvali getur því ekki orðið til annars en tjóns fyrir samfélagið.“

SA mótmæla því að sett verði „almenn yfirgripsmikil ákvæði um takmörkun á almennu atvinnufrelsi starfsmanna stjórnarráðsins eða kjörinna fulltrúa“ en vilja þó að skilgreint verði hvaða upplýsingum starfsmenn búi yfir og hvaða upplýsingar þurfi sérstaka vernd. Þá segja samtökin að eðlismunur sé á sinni eigin hagsmunagæslu og þeirri hagsmunagæslu sem tíðkast í „sumum öðrum ríkjum“ að því leytinu til að íslensku samtökin starfi á breiðum grunni og „þurfi á vallt að taka tillit til heildarhagsmuna alls atvinnulífs en ekki einstakra aðila“.

Samtökin leggjast gegn því að forsætisráðuneytið taki að sér miðlægt eftirlitshlutverk við framkvæmd reglna um hagsmunaverði og samskipti stjórnvalda við hagsmunaaðila. „Rannsóknir hafa sýnt að Íslendingar búa við flóknasta eftirlitsregluverk allra OECD þjóða en slíkt getur beinlínis hamlað hagvexti,“ segir í umsögninni þar sem varað er við „auknu eftirliti og þyngri reglubyrði sem m.a. beinist að íslensku atvinnulífi“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnsýsla

Umboðsmaður taldi forræðið liggja hjá stjórnvaldinu en ekki ríkislögmanni
FréttirStjórnsýsla

Um­boðs­mað­ur taldi for­ræð­ið liggja hjá stjórn­vald­inu en ekki rík­is­lög­manni

Ákvörð­un­ar­vald um hvort bóta­skylda sé við­ur­kennd ligg­ur hjá því stjórn­valdi sem bóta­kröfu er beint að og stjórn­völd hafa for­ræði á kröfu­gerð, rök­semd­um og ágrein­ings­at­rið­um þeg­ar mál fara fyr­ir dóm­stóla. Þetta er af­staða um­boðs­manns Al­þing­is sam­kvæmt ábend­inga­bréfi sem hann sendi heil­brigð­is­ráð­herra ár­ið 2014, en for­sæt­is­ráðu­neyt­ið gaf út yf­ir­lýs­ingu á föstu­dag þar sem fram kom að rík­is­lög­mað­ur hefði „al­mennt for­ræði á kröfu­gerð og fram­setn­ingu henn­ar“.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
4
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár