Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fjármálaráðuneytið: Lægsta mögulega greiðslubyrði verðtryggðra lána verður hærri – Víðtækar undanþágur frá banni

Ungt fólk og tekju­lág­ir munu njóta und­an­þágu frá banni við jafn­greiðslu­lán­um til meira en 25 ára og þannig áfram geta not­ið þeirr­ar lágu greiðslu­byrði sem er á lengri lán­um.

Fjármálaráðuneytið: Lægsta mögulega greiðslubyrði verðtryggðra lána verður hærri – Víðtækar undanþágur frá banni

Bann við verðtryggðum jafngreiðslulánum til lengri tíma en 25 ára mun valda því að lægsta mögulega greiðslubyrði verðtryggðra íbúðalána verður hærri en hún væri án breytinganna. Hins vegar verða veittar víðtækar undanþágur frá banninu, undanþágur sem munu gagnast stórum hópi ungs fólks og tekjulágra.

Þetta kemur fram í greinargerð frumvarpsdraga sem birtust á samráðsgátt stjórnvalda í gær vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um vexti og verðtryggingu. 

Frumvarpið felur í sér fjórar breytingar í takt við fyrirheit sem gefin voru í tengslum við Lífskjarasamningana í vor. Í fyrsta lagi verður hámarkstími verðtryggðra jafngreiðslulána til neytenda 25 ár. Þó verður áfram heimilt að veita slík fasteignalán til lengri tíma en 25 ára að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Í öðru lagi verður lágmarkstími verðtryggðra jafngreiðslulána til neytenda 10 ár í stað fimm ára. Í þriðja lagi verður heimilt að velja hvort vísitala neysluverðs eða vísitala neysluverðs án húsnæðis sé grundvöllur verðtryggingar sparifjár og lánsfjár og í fjórða lagi verður Hagstofu Íslands gert skylt að reikna og birta vísitölu neysluverðs án húsnæðis með sama hætti og henni er í dag skylt að reikna og birta vísitölu neysluverðs.

Ungt fólk og tekjulágir munu njóta undanþágu frá 25 ára þakinu og munu því áfram geta notið þeirrar lágu greiðslubyrði sem er á lengri lánum. Heimilt verður að veita lán með jafngreiðslufyrirkomulagi til allt að 40 ára sé lántaki yngri en 35 ára, til allt að 35 ára sé lántaki 35–39 ára og til allt að 30 ára sé lántaki 40–44 ára. Undanþágur fyrir tekjulága miða við 4,2 milljónir króna í skattskyldar tekjur á næstliðnu ári og  7,2 milljónir ef lántakar eru fleiri en einn. 

Þeir sem ekki njóta þessara undanþága munu hins vegar, samkvæmt útskýringum sem fram koma í greinargerðinni, ekki geta keypt jafn dýrar íbúðir miðað við tiltekna greiðslugetu af íbúðalánum á mánuði: „Nefna má sem dæmi hversu dýra íbúð er hægt að kaupa með 70% láni miðað við 100.000 kr. greiðslubyrði á mánuði. Verðtryggt jafngreiðslulán sem er tengt vísitölu neysluverðs og er til 40 ára dugir, miðað við þessar forsendur, til að kaupa 36,8 m.kr. íbúð, en sé lánið til 25 ára og tengt vísitölu neysluverðs án húsnæðis dugir þessi greiðslugeta aðeins fyrir 25,7 m.kr. íbúð.“

Svona verður lögunum breytt

Fram kemur að frumvarpið muni hafa áhrif á markað með verðtryggð lán í heild sinni, en áhrifin verði mest á þá neytendur sem hyggjast taka ný verðtryggð lán, einkum húsnæðislán. Er bent á að verðtryggð lán eru almennt með lægri greiðslubyrði en óverðtryggð lán og því vinsæll kostur á íbúðalánamarkaði.

„Vegna þeirra undanþága sem fram koma í 2. gr. frumvarpsins mun minnst helmingur landsmanna áfram geta tekið verðtryggð jafngreiðslulán til 30 ára og minnst þriðjungur til allt að 40 ára, þ.e. allir þeir sem eru yngri en 45 ára annars vegar og yngri en 35 ára hins vegar. Af öllum fyrstu kaupendum í fyrra voru 73% yngri en 35 ára og hefðu því áfram geta tekið 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán samkvæmt ákvæðum frumvarpsins. Einstaklingar með innan við 4,2 m.kr. í skattskyldar árstekjur verða einnig undanskildir banni við verðtryggðum jafngreiðslulánum til lengri tíma en 25 ára. Það sama gildir þegar tveir eða fleiri lántakar eru á láni, t.d. sambúðarfólk, og samanlagðar árstekjur eru innan við 7,2 milljónir króna. Í þessum tekjuhópum eru um 47% aðila á skattskrá miðað við álagningu ársins í fyrra og um 35% fyrstu kaupenda í fyrra. Undanþágur frumvarpsins frá banni við að veita verðtryggð jafngreiðslulán til neytenda eru því víðtækar og gagnast stórum hópi ungs fólks og tekjulágra.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár