„Ég treysti því að þau yfirvöld sem hafa með málið að gera fari að lögum og sýni þá mannúð og tillitssemi sem við Íslendingar ætlumst öll til,“ segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Stundina.
Hávær umræða hefur farið fram um útlendingamál undanfarna daga vegna fyrirhugaðrar brottvísunar tveggja afganskra barnafjölskyldna til Grikklands. Fjölmenn mótmæli fóru fram í miðborg Reykjavíkur í gær þar sem krafist var mannúðar í útlendingamálum. Stundin sló á þráðinn til nokkurra þingmanna og óskaði eftir viðbrögðum við umræðunni.
Mikilvægt að lögunum sé fylgt
„Þetta eru lögin sem gert var samkomulag um á sínum tíma og ég vil bara að farið sé eftir þeim. Ég þekki þetta tiltekna mál hins vegar ekki,“ segir Brynjar Níelsson, flokksfélagi Óla Björns.
Þegar blaðamaður minntist á „börn á flótta“ sagði hann: „Börn eru ekkert á flótta. Það eru foreldrar á flótta með barn.“
Athugasemdir