Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Slapp á hlaupum undan manni í Öskjuhlíð

Ásta Kristjáns­dótt­ir var elt af karl­manni þeg­ar hún var úti að hlaupa í Öskju­hlíð. Hún náði að flýja mann­inn inn á bíla­stæði við Há­skól­ann í Reykja­vík en þang­að hætti mað­ur­inn sér ekki.

Slapp á hlaupum undan manni í Öskjuhlíð
Elt af karlmanni Ásta forðaði sér undan manninum á harðaspretti. Mynd: Ásta Kristjánsdóttir

Ásta Kristjánsdóttir ljósmyndari varð fyrir þeirri óhugnanlegu reynslu í gærkvöldi að karlmaður sem hún mætti á hlaupum í Öskjuhlíð sneri við og hóf að elta hana með ógnandi hætti. Ásta gat forðað sér á hlaupum gegnum alla Öskjuhlíðina og niður á bílaplan við Háskóla Reykjavíkur en þar vogaði maðurinn sér ekki að elta hana lengur.

Ásta greindi frá þessu í færslu á Facebook í gærkvöldi. Þar lýsir hún því að hún hafi verið á sinni hefðbundnu hlaupaleiða frá Hlíðum, gegnum Öskjuhlíð og á leið niður í Nauthólsvík, þegar að ósköp venjulegur maður hafi komið hlaupandi á móti henni í rigningunni. Þegar Ásta mætti honum áttaði hún sig á að eitthvað var ekki eins og það átti að vera.

„Ég vissi strax hvað var að fara gerast, eins og dýr sem veit að annað dýr er að fara ráðast á sig“

„Um leið og ég mæti augnráðinu frá honum kom skrýtin tilfinning yfir mig. Ég hægi á mér ósjálfrátt og lít við (sem ég geri yfirleitt ekki). Sé þá að maðurinn er búinn að snúa við og stendur kyrr og horfir á mig og glottir. Ég vissi strax hvað var að fara gerast, eins og dýr sem veit að annað dýr er að fara ráðast á sig. Ég hleyp af stað eins og eldflaug og hann á eftir.“

Maðurinn elti Ástu á harðahlaupum í gegnum skóginn í Öskjuhlíðinni en hafði sem betur fer ekki erindi sem erfiði. „Ég hljóp hratt, hraðar en hann. Bara þannig að það sé á hreinu þá var þessi maður ekki að fara spurja mig hvað klukkan væri eða segja mér að ég hefði misst eitthvað. Ég kem út úr skóginum niður á bílastæði Háskólans í Reykjavik og sé að maðurinn hættir sér ekki þangað á eftir mér.“

Ofbeldi gegn konum heimsfaraldur

Ásta lýsir því að hún hafi verið full af adrenalíni eftir hlaupin og hvernig reiðin hafi gosið upp í henni. Hún hafi á þessari stundu áttað sig á því að yrði ráðist á hana myndi hún ekki frjósa heldur berjast af alefli, hana hefði helst langað til að hlaupa inn í skóginn og berja manninn.

„Allar konurnar sem hafa verið beittar ofbeldi (ég hef sloppið hingað til en nokkrum sinnum verið elt) komu upp í hugann minn, bæði nánir aðstandendur, vinkonur og allar hinar sem ég hef heyrt og lesið um. ÉG FANN STYRKINN MAGNAST INNRA MEÐ MÉR OG FANN AÐ ÞÆR VORU ALLAR MEÐ MÉR. Þessi maður eða annar mun ekki skemma þessa fallegu leið fyrir mér. Með bíllykil í einni og húslykil í hinni hljóp ég aftur af stað sömu leið tilbaka,“ skrifar Ásta.

António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti því í nóvember á síðasta ári að ofbeldi gegn konum væri heimsfaraldur sem stæði í vegi jafnréttis, friðar og þróunar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
4
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár