Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Slapp á hlaupum undan manni í Öskjuhlíð

Ásta Kristjáns­dótt­ir var elt af karl­manni þeg­ar hún var úti að hlaupa í Öskju­hlíð. Hún náði að flýja mann­inn inn á bíla­stæði við Há­skól­ann í Reykja­vík en þang­að hætti mað­ur­inn sér ekki.

Slapp á hlaupum undan manni í Öskjuhlíð
Elt af karlmanni Ásta forðaði sér undan manninum á harðaspretti. Mynd: Ásta Kristjánsdóttir

Ásta Kristjánsdóttir ljósmyndari varð fyrir þeirri óhugnanlegu reynslu í gærkvöldi að karlmaður sem hún mætti á hlaupum í Öskjuhlíð sneri við og hóf að elta hana með ógnandi hætti. Ásta gat forðað sér á hlaupum gegnum alla Öskjuhlíðina og niður á bílaplan við Háskóla Reykjavíkur en þar vogaði maðurinn sér ekki að elta hana lengur.

Ásta greindi frá þessu í færslu á Facebook í gærkvöldi. Þar lýsir hún því að hún hafi verið á sinni hefðbundnu hlaupaleiða frá Hlíðum, gegnum Öskjuhlíð og á leið niður í Nauthólsvík, þegar að ósköp venjulegur maður hafi komið hlaupandi á móti henni í rigningunni. Þegar Ásta mætti honum áttaði hún sig á að eitthvað var ekki eins og það átti að vera.

„Ég vissi strax hvað var að fara gerast, eins og dýr sem veit að annað dýr er að fara ráðast á sig“

„Um leið og ég mæti augnráðinu frá honum kom skrýtin tilfinning yfir mig. Ég hægi á mér ósjálfrátt og lít við (sem ég geri yfirleitt ekki). Sé þá að maðurinn er búinn að snúa við og stendur kyrr og horfir á mig og glottir. Ég vissi strax hvað var að fara gerast, eins og dýr sem veit að annað dýr er að fara ráðast á sig. Ég hleyp af stað eins og eldflaug og hann á eftir.“

Maðurinn elti Ástu á harðahlaupum í gegnum skóginn í Öskjuhlíðinni en hafði sem betur fer ekki erindi sem erfiði. „Ég hljóp hratt, hraðar en hann. Bara þannig að það sé á hreinu þá var þessi maður ekki að fara spurja mig hvað klukkan væri eða segja mér að ég hefði misst eitthvað. Ég kem út úr skóginum niður á bílastæði Háskólans í Reykjavik og sé að maðurinn hættir sér ekki þangað á eftir mér.“

Ofbeldi gegn konum heimsfaraldur

Ásta lýsir því að hún hafi verið full af adrenalíni eftir hlaupin og hvernig reiðin hafi gosið upp í henni. Hún hafi á þessari stundu áttað sig á því að yrði ráðist á hana myndi hún ekki frjósa heldur berjast af alefli, hana hefði helst langað til að hlaupa inn í skóginn og berja manninn.

„Allar konurnar sem hafa verið beittar ofbeldi (ég hef sloppið hingað til en nokkrum sinnum verið elt) komu upp í hugann minn, bæði nánir aðstandendur, vinkonur og allar hinar sem ég hef heyrt og lesið um. ÉG FANN STYRKINN MAGNAST INNRA MEÐ MÉR OG FANN AÐ ÞÆR VORU ALLAR MEÐ MÉR. Þessi maður eða annar mun ekki skemma þessa fallegu leið fyrir mér. Með bíllykil í einni og húslykil í hinni hljóp ég aftur af stað sömu leið tilbaka,“ skrifar Ásta.

António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti því í nóvember á síðasta ári að ofbeldi gegn konum væri heimsfaraldur sem stæði í vegi jafnréttis, friðar og þróunar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár