Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Tilkynntum kynferðisbrotum fjölgar gríðarlega

43 kyn­ferð­is­brot voru til­kynnt til lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í maí. Um er að ræða 128 pró­senta fjölg­un mið­að við með­al­tal síð­ustu tólf mán­aða.

Tilkynntum kynferðisbrotum fjölgar gríðarlega
Gífurleg aukning Kynferðisbrotum sem tilkynnt eru til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fjölgar gríðarlega milli mánaða. Mynd: Shutterstock / Sviðsett mynd

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 43 tilkynningar um kynferðisbrot sem áttu sér stað í maí. Fjölgunin er verulega mikil, bæði milli mánaða, og miðað við bæði 6 mánaða meðaltal og 12 mánaða meðaltal.

Í apríl síðastliðnum bárust lögreglunni 9 tilkynningar um kynferðisbrot. Að meðaltali voru 19 kynferðisbrot tilkynnt á mánuði á 6 mánaða meðaltali þar á undan og einnig 19 brot að meðaltali á mánuði á 12 mánaða tímabili þar á undan. Fjölgunin frá meðaltali nemur 128 prósentum. Þá voru 67 kynferðisbrot skráð í maí síðastliðnum, ótengt því hvenær brotin voru framin.

Alls hafa 114 kynferðisbrot verið tilkynnt það sem af er ári, samanborið við 127 á sama tímabili árið 2018. Sé hins vegar horft á meðaltal tilkynninga síðustu þrjú ár á undan, árin 2016 til 2018, hafa lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu borist fjögur prósent fleiri tilkynningar um kynferðisbrot það sem af er ári.

Tilkynnt var um kynferðisbrot í öllum fjórum löggæsluhverfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í maí, en það er breyting frá fyrri mánuði þar sem eingöngu voru skráð kynferðisbrot á löggæslusvæði 1, sem nær yfir Miðborg, Vesturbæ, Seltjarnarnes, Háaleiti, Hlíðar og Laugardal. Þar voru skráð brot einnig langflest í maí, eða 31.

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að þessa miklu fjölgum megi einna helst rekja til aðgerða lögreglunnar í vændismálum. Undanfarnar vikur hafi embættið staðið í sérstökum aðgerðum tengdum mansali en vændi sé ein af birtingarmyndum mansals. Engar frekari skýringar eru þó gefnar hvað þetta varðar, né heldur er birt nánari tölfræði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár