Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Héraðsdómur segir „ómálefnaleg rök“ falla utan verndar tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar

Dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur fjall­ar um það í ný­upp­kveðn­um dómi hvernig af­stæð­is­hyggja plæg­ir jarð­veg harð­stjórn­ar og kúg­un­ar og seg­ir að borg­ar­ar megi ekki „ganga svo langt í ein­stak­lings­bund­inni eða dilka­kenndri sér­hyggju að þeir slíti í sund­ur lög­in og þar með frið­inn.“

Héraðsdómur segir „ómálefnaleg rök“ falla utan verndar tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar

Lýðskrum og ómálefnaleg rök falla utan réttarverndar tjáningarfrelsisákvæða stjórnarskrár Íslands og mannréttindasáttmála sem Ísland hefur undirgengist. Þetta er mat Héraðsdóms Reykjavíkur og fullyrt í tveimur dómum sem dómarinn Arnar Þór Jónsson kvað upp í gær. 

Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum voru Odd­ný Arn­ars­dótt­ir og Hild­ur Lilliendahl Viggós­dótt­ir dæmd­ar til greiðslu miska­bóta vegna um­mæla sem þær létu falla á samfélagsmiðlum eftir að Frétta­blaðið hafði slegið því upp á forsíðu að tveir karlmenn væru grunaðir um að fremja hrotta­leg kyn­ferðis­brot í íbúð í Hlíðunum sem hefði verið „út­bú­in til nauðgana“. Málin voru felld niður og mennirnir ekki ákærðir. Fréttablaðið dró fréttina þó aldrei til baka né baðst afsökunar á framsetningunni en fréttamenn sem skrifuðu um Hlíðamálið og aðrir sem tjáðu sig um mennina líkt og þeir væru sekir hafa verið dæmdir til greiðslu miskabóta.

Í öðrum dóminum er stefnda gagnrýnd fyrir að birta ummæli um mennina undir yfirskriftinni „Ekki mínir almannahagsmunir“. Telur dómurinn að skilgreina verði „lagaleg hugtök á borð við almannahagsmuni“ út frá hlutlægum forsendum en ekki huglægum og persónubundnum. Bent er á að þótt lög eigi rætur að rekja til almennings þá sé ekki þar með sagt að almennum borgurum leyfist að „taka lögin í sínar hendur“. 

„Ef hafna ætti þessu og selja hverjum og einum sjálfdæmi í þessum efnum molnar réttarríkið innanfrá samhliða því að borgararnir verða ofurseldir duttlungum þeirra sem best gengur að sölsa undir sig áhrif og völd. Á þennan hátt plægir afstæðishyggja jarðveg harðstjórnar og kúgunar, þar sem æðstu hugsjónum réttarríkisins, á borð við einstaklingsfrelsi og mannréttindi, er vikið til hliðar í þágu gerræðis,“ segir í dóminum. „Hér kristallast nauðsyn þess að borgararnir gangi ekki svo í langt í einstaklingsbundinni eða dilkakenndri sérhyggju að þeir slíti í sundur lögin og þar með friðinn.“

„Ómálefnaleg rök, dylgjur, sögusagnir, múgæsing og lýðskrum á ekki erindi inn í slíka umræðu og er ekki verndað af tjáningarfrelsisákvæðum stjórnarskrár“

Það sem er þó einna athyglisverðast í dómunum er textabrot – rétt á eftir umfjöllun um grunngildi réttarríkisins og mikilvægi þess – þar sem því er slegið föstu að ýmiss konar tjáning falli utan þeirrar réttarverndar sem tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár Íslands og mannréttindasáttmála veita. 

Héraðsdómur segir að í lýðræðisríki sé mikilvægt að fjölmiðlar og almenningur veiti handhöfum opinbers valds nauðsynlegt aðhald og bætir við: „Það gera menn með málefnalegri gagnrýni, sem grundvölluð er á staðreyndum og haldföstum rökum sem reist eru á traustum grunni. Í því ljósi blasir við að ómálefnaleg rök, dylgjur, sögusagnir, múgæsing og lýðskrum á ekki erindi inn í slíka umræðu og er ekki verndað af tjáningarfrelsisákvæðum stjórnarskrár og mannréttindasáttmála.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár