Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Héraðsdómur segir „ómálefnaleg rök“ falla utan verndar tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar

Dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur fjall­ar um það í ný­upp­kveðn­um dómi hvernig af­stæð­is­hyggja plæg­ir jarð­veg harð­stjórn­ar og kúg­un­ar og seg­ir að borg­ar­ar megi ekki „ganga svo langt í ein­stak­lings­bund­inni eða dilka­kenndri sér­hyggju að þeir slíti í sund­ur lög­in og þar með frið­inn.“

Héraðsdómur segir „ómálefnaleg rök“ falla utan verndar tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar

Lýðskrum og ómálefnaleg rök falla utan réttarverndar tjáningarfrelsisákvæða stjórnarskrár Íslands og mannréttindasáttmála sem Ísland hefur undirgengist. Þetta er mat Héraðsdóms Reykjavíkur og fullyrt í tveimur dómum sem dómarinn Arnar Þór Jónsson kvað upp í gær. 

Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum voru Odd­ný Arn­ars­dótt­ir og Hild­ur Lilliendahl Viggós­dótt­ir dæmd­ar til greiðslu miska­bóta vegna um­mæla sem þær létu falla á samfélagsmiðlum eftir að Frétta­blaðið hafði slegið því upp á forsíðu að tveir karlmenn væru grunaðir um að fremja hrotta­leg kyn­ferðis­brot í íbúð í Hlíðunum sem hefði verið „út­bú­in til nauðgana“. Málin voru felld niður og mennirnir ekki ákærðir. Fréttablaðið dró fréttina þó aldrei til baka né baðst afsökunar á framsetningunni en fréttamenn sem skrifuðu um Hlíðamálið og aðrir sem tjáðu sig um mennina líkt og þeir væru sekir hafa verið dæmdir til greiðslu miskabóta.

Í öðrum dóminum er stefnda gagnrýnd fyrir að birta ummæli um mennina undir yfirskriftinni „Ekki mínir almannahagsmunir“. Telur dómurinn að skilgreina verði „lagaleg hugtök á borð við almannahagsmuni“ út frá hlutlægum forsendum en ekki huglægum og persónubundnum. Bent er á að þótt lög eigi rætur að rekja til almennings þá sé ekki þar með sagt að almennum borgurum leyfist að „taka lögin í sínar hendur“. 

„Ef hafna ætti þessu og selja hverjum og einum sjálfdæmi í þessum efnum molnar réttarríkið innanfrá samhliða því að borgararnir verða ofurseldir duttlungum þeirra sem best gengur að sölsa undir sig áhrif og völd. Á þennan hátt plægir afstæðishyggja jarðveg harðstjórnar og kúgunar, þar sem æðstu hugsjónum réttarríkisins, á borð við einstaklingsfrelsi og mannréttindi, er vikið til hliðar í þágu gerræðis,“ segir í dóminum. „Hér kristallast nauðsyn þess að borgararnir gangi ekki svo í langt í einstaklingsbundinni eða dilkakenndri sérhyggju að þeir slíti í sundur lögin og þar með friðinn.“

„Ómálefnaleg rök, dylgjur, sögusagnir, múgæsing og lýðskrum á ekki erindi inn í slíka umræðu og er ekki verndað af tjáningarfrelsisákvæðum stjórnarskrár“

Það sem er þó einna athyglisverðast í dómunum er textabrot – rétt á eftir umfjöllun um grunngildi réttarríkisins og mikilvægi þess – þar sem því er slegið föstu að ýmiss konar tjáning falli utan þeirrar réttarverndar sem tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár Íslands og mannréttindasáttmála veita. 

Héraðsdómur segir að í lýðræðisríki sé mikilvægt að fjölmiðlar og almenningur veiti handhöfum opinbers valds nauðsynlegt aðhald og bætir við: „Það gera menn með málefnalegri gagnrýni, sem grundvölluð er á staðreyndum og haldföstum rökum sem reist eru á traustum grunni. Í því ljósi blasir við að ómálefnaleg rök, dylgjur, sögusagnir, múgæsing og lýðskrum á ekki erindi inn í slíka umræðu og er ekki verndað af tjáningarfrelsisákvæðum stjórnarskrár og mannréttindasáttmála.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár