Fátækt í heiminum í dag er í auknum mæli að verða að vandamáli kvenna. Líklegra er að konur lendi í fátækt en karlar og á það jafnt við á heimsvísu og hérlendis. Þetta segja Kolbeinn Stefánsson og Harpa Njálsdóttir félagsfræðingar í samtali við Stundina.
Samkvæmt upplýsingum frá Kvenréttindafélagi Íslands hefur fjöldi þeirra kvenna sem búa við fátækt í heiminum aukist síðasta áratug, sérstaklega þegar kemur að þróunarlöndunum. Á heimsvísu eru konur 70 prósent þeirra sem búa við mesta fátækt og njóta þær aðeins eins prósents af auðlindum jarðar. Meirihluti kvenna í heiminum fær enn aðeins þrjá fjórðu af launum karla og á það við í bæði ríkum löndum og þeim fátækari.
Konur fátækari
Kolbeinn Stefánsson, doktor í félagsfræði, segir íslenskar konur vera í meiri hættu á að verða fátækar en karlar. Hann segir margt benda til þess, til að mynda megi líta …
Athugasemdir