Mikillar óánægju gætir innan lögreglunnar og stjórnkerfisins vegna stjórnarhátta Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Ýmis málefni tengd embættinu eru til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins en kvartað hefur verið undan framkomu og hátterni Haraldar gagnvart sérsveitarmönnum, heildarskipulagi sérsveitarinnar á landsvísu og rekstrarlegum þáttum hjá embættinu.
Á meðal þess sem ráðuneytið hefur til skoðunar er vinnustaðamenningin hjá ríkislögreglustjóra og meint einelti sem starfsmaður hjá embættinu telur sig hafa orðið fyrir. „Þetta mál hefur verið dálítinn tíma til umfjöllunar en ég get ekki tjáð mig efnislega um málavexti,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, í samtali við Stundina. „Svona eineltismál taka venjulega langan tíma í vinnslu svo það er ómögulegt að segja hvenær niðurstöðu er að vænta í því.“
Hvorki starfsmaðurinn né yfirmaðurinn sem kvartað var yfir hafa verið færðir til í starfi. „Það er yfirleitt ekki hreyft við neinu fyrr en niðurstaða liggur fyrir, hvort sem hún er til bráðabirgða eða endanleg,“ segir Snorri. „Sérfræðingar …
Athugasemdir