Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ríkislögreglustjóri í kast við lögin

Har­ald­ur Johann­essen rík­is­lög­reglu­stjóri kem­ur sér ít­rek­að í vand­ræði án þess að vera lát­inn sæta ábyrgð. Hann var sagð­ur skaða rann­sókn­ir efna­hags­brota­deild­ar eft­ir hrun. Árs­reikn­ing­ar embætt­is­ins liggja óund­ir­rit­að­ir, kvart­að hef­ur ver­ið und­an fram­göngu Har­ald­ar gagn­vart sér­sveit­ar­mönn­um og einelt­is­mál er til skoð­un­ar hjá dóms­mála­ráðu­neyt­inu.

Ríkislögreglustjóri í kast við lögin
Íhaldssamur lögreglustjóri Haraldur gegnir embætti ríkislögreglustjóra í skjóli Sjálfstæðisflokksins sem hefur lengst af farið með dómsmálaráðuneytið og málefni lögreglunnar síðan embættinu var komið á fót. Mynd: Pressphotos

Mikillar óánægju gætir innan lögreglunnar og stjórnkerfisins vegna stjórnarhátta Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Ýmis málefni tengd embættinu eru til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins en kvartað hefur verið undan framkomu og hátterni Haraldar gagnvart sérsveitarmönnum, heildarskipulagi sérsveitarinnar á landsvísu og rekstrarlegum þáttum hjá embættinu.

Á meðal þess sem ráðuneytið hefur til skoðunar er vinnustaðamenningin hjá ríkislögreglustjóra og meint einelti sem starfsmaður hjá embættinu telur sig hafa orðið fyrir. „Þetta mál hefur verið dálítinn tíma til umfjöllunar en ég get ekki tjáð mig efnislega um málavexti,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, í samtali við Stundina. „Svona eineltismál taka venjulega langan tíma í vinnslu svo það er ómögulegt að segja hvenær niðurstöðu er að vænta í því.“

Hvorki starfsmaðurinn né yfirmaðurinn sem kvartað var yfir hafa verið færðir til í starfi. „Það er yfirleitt ekki hreyft við neinu fyrr en niðurstaða liggur fyrir, hvort sem hún er til bráðabirgða eða endanleg,“ segir Snorri. „Sérfræðingar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lögregla og valdstjórn

Lögreglan mælir aukna ógn á hryðjuverkum í nýju áhættumati
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an mæl­ir aukna ógn á hryðju­verk­um í nýju áhættumati

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra kynnti fyr­ir skömmu til sög­unn­ar nýtt áhættumat sem legg­ur mat á ógn sem staf­ar af hryðju­verk­um hér á landi. Sam­kvæmt nýju áhættumati er hættu­stig­ið hér á landi met­ið á þriðja stigi af fimm sem þýð­ir að til stað­ar sé ásetn­ing­ur og geta til þess að skipu­leggja hryðju­verk hér á landi.
Lögreglan segir að gildandi lög hafi heft rannsókn á meintum ISIS-liða
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an seg­ir að gild­andi lög hafi heft rann­sókn á meint­um IS­IS-liða

Þrír menn voru hand­tekn­ir 12. janú­ar síð­ast­lið­inn í um­fangs­mik­illi lög­reglu­að­gerð á Ak­ur­eyri. Tveim­ur var sleppt en sá þriðji, sem var grun­að­ur um að­ild að IS­IS-hryðju­verka­sam­tök­un­um, var send­ur úr landi ásamt fjöl­skyldu sinni. Lög­regla hef­ur lít­ið tjáð sig um mál­ið vegna rann­sókn­ar­hags­muna. Í svör­um lög­reglu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar er þess þó get­ið að lög­regla hafi ekki ver­ið heim­iilt að nota all­ar upp­lýs­ing­arn­ar sem var miðl­að til henn­ar við rann­sókn máls­ins vegna gild­andi lagaum­hverf­is.
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
FréttirLögregla og valdstjórn

Helm­ing­ur yf­ir­stjórn­enda lög­regl­unn­ar fékk stöð­una án aug­lýs­ing­ar

Ít­rek­að er vikist und­an meg­in­regl­unni um aug­lýs­inga­skyldu þeg­ar ráð­ið er í yf­ir­manns­stöð­ur hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Eins og þið þekk­ið eru breyt­ing­ar og aug­lýs­ing­ar á yf­ir­manna­stöð­um sér­stak­lega vel til þess falln­ar að stuðla að óró­leika hjá embætt­inu,“ sagði lög­reglu­stjóri í bréfi til starfs­manna. GRECO hef­ur gagn­rýnt verklag­ið.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár