Fulltrúi grunnskólakennara í vinnuumhverfisnefnd Kennarasambands Íslands, Helga Dögg Sverrisdóttir, hefur undanfarnar vikur birt greinar á vefritinu Kjarnanum þar sem hún fullyrðir að ofbeldi og hótanir barna gagnvart kennurum séu vandamál hér á landi og að nemendur beiti upplognum ásökunum í garð kennara um líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi með markvissum hætti til að ná sér niðri á þeim. Ekki er þó bent á rannsóknir á stöðu mála hér á landi sem skjóta stoðum undir slíkar fullyrðingar. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir slíkar fullyrðingar, án þess að þær séu studdar gögnum, til þess fallnar að veikja stöðu barna sem verða fyrir ofbeldi. Formaður Kennarasambands Íslands segir ekki hægt að alhæfa um mál af þessu tagi.
Glannalegar fullyrðingar rökstuddar með dæmum úr kvikmynd
Fyrsta grein Helgu Daggar, sem skrifar undir sem grunnskólakennari og sem fulltrúi grunnskólakennara í vinnuumhverfisnefnd Kennarasambands Íslands, af þremur sem birst hafa á Kjarnanum að undanförnu, birtist 22. maí síðastliðinn. …
Athugasemdir