Þegar hinn 23 ára gamli Tommy McGabe frá Írlandi heyrði Hatrið mun sigra með hljómsveitinni Hatara í fyrsta skipti hélt hann hreinlega að sjónvarpið væri bilað. Þetta var á undanúrslitakvöldinu og hann fylgdist með keppninni með öðru auganu á meðan hann spilaði tölvuleiki. Þegar framlag Íslands til keppninnar hafði verið kynnt á svið heyrði hann myrkan iðnaðarhljóm sem hann taldi næsta víst að kæmi af einhverri annarri rás. Hann fletti á milli stöðva þar til hann kom aftur að atriðinu og áttaði sig þá fyrst á því að þetta væri að gerast í alvörunni. „Þegar ég kom aftur að atriðinu þá sá ég þá á sviðinu og byrjaði að hlusta á tónlistina sem var rosalega góð.“ Hann og vinir hans voru þrumu lostnir yfir því að tónlist að þeirra smekk væri að finna í Júróvisjón í ár.

Athugasemdir