Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bryndís gerði sig vanhæfa með ummælum í RÚV-viðtali: „Jú, mér tókst það rækilega“

Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, þing­kona Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hef­ur sagt sig frá um­fjöll­un for­sæt­is­nefnd­ar um meint siða­reglu­brot Þór­hild­ar Sunnu Æv­ars­dótt­ur.

Bryndís gerði sig vanhæfa með ummælum í RÚV-viðtali: „Jú, mér tókst það rækilega“

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í forsætisnefnd, hefur sagt sig frá umfjöllun nefndarinnar um meint brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur og Björns Levís Gunnarssonar á siðareglum fyrir alþingismenn. Þetta staðfestir hún í samtali við Stundina.

Eins og fram kom á föstudaginn hefur siðanefnd Alþingis skilað forsætisnefnd ráðgefandi áliti þar sem Þórhildur Sunna er sögð hafa brotið siðareglur fyrir alþingismenn þegar hún sagði í Silfrinu þann 25. febrúar 2018 að uppi væri rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson þingmaður hefði dregið sér fé.

Forsætisnefnd hefur ekki tekið lokaákvörðun í málinu. Haft var eftir Bryndísi Haraldsdóttur í frétt RÚV á sunnudag að hún hefði talið heppilegra að trúnaður ríkti um niðurstöðu siðanefndar meðan forsætisnefnd lyki meðferð sinni. 

„Nú stöndum við frammi fyrir því hvort við munum gera afstöðu siðanefndar að okkar eða taka aðra afstöðu,“ sagði hún. „Fyrir mitt leyti, og ég tala bara fyrir sjálfa mig, þá finnst mér þessi umræða núna mjög óheppileg og ef eitthvað er þá eru minni líkur á því að ég myndi taka aðra afstöðu í dag eftir þessa umræðu, því þá fyndist mér augljóst að maður væri að láta undan einhverjum pólitískum og fjölmiðla þrýstingi.“

Skrifstofa Alþingis og forsætisnefnd hafa litið svo á að nefndarmenn séu bundnir af hæfisreglum stjórnsýslulaga við meðferð siðareglumála. Stundin hafði samband við Bryndísi og spurði hvort hún teldi sig hugsanlega hafa gert sig vanhæfa til frekari umfjöllunar um mál Þórhildar Sunnu og Björns Levís með þessum ummælum sínum í viðtalinu á RÚV. „Jú, mér tókst það... rækilega,“ segir hún. „Ég sagði mig frá málinu á forsætisnefndarfundi nú á mánudaginn.“

Forsætisnefnd Alþingis

Ásmundur fékk niðurstöðuna afhenta og gagnrýnir trúnaðarbrest

Haft var eftir Ásmundi Friðrikssyni á Mbl.is á föstudaginn að hann væri hissa á því að trúnaður um niðurstöðu siðanefndar hefði ekki verið virtur „Ég var beðinn um trúnað vegna þessa máls og ég hef hugsað mér að halda þann trúnað,“ sagði hann. Í kjölfarið kom Þórhildur Sunna fram í viðtali í Fréttablaðinu og setti spurningamerki við að Ásmundi skyldi hafa verið tilkynnt um ráðgefandi álit siðanefndarinnar. „Það er ljóst af siðareglunum sjálfum, að það á ekki að tilkynna Ásmundi neitt fyrr en niðurstaða forsætisnefndar liggur fyrir,“ sagði hún.

Bryndís Haraldsdóttir segir að samkvæmt almennum málsmeðferðarreglum hafi verið talið eðlilegt að aðilar máls fengju niðurstöðu siðanefndar afhenta og tækifæri til að bregðast við henni. „Auðvitað er þeim frjálst að upplýsa um málið eftir að hafa fengið slíkt bréf. En mér skilst nú samt engu að síður að þess hafi verið getið í tölvupósti til þeirra að æskilegt væri að um málið færi trúnaður í ljósi þess að það er enn í meðförum nefndarinnar. Það sem ég vísaði til þarna [í RÚV-viðtalinu, innsk. blaðam.] var bara að mér finnst það miður að hafinn sé slagur um þetta í fjölmiðlum þegar nefndin hefur ekki lokið meðferð málsins.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Aksturskostnaður þingmanna

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
Úttekt

Lækk­an­ir akst­ur­greiðslna sýna fram á kosti gagn­sæ­is

Veru­leg­ar upp­hæð­ir spar­ast í akst­urs­kostn­aði þing­manna eft­ir að upp­lýs­ing­ar um end­ur­greiðsl­ur til þeirra voru gerð­ar op­in­ber­ar. Kostn­að­ur vegna akst­urs þing­manna nam alls 42,7 millj­ón­um króna ár­ið 2017, í fyrra hafði upp­hæð­in lækk­að nið­ur í 30,7 millj­ón­ir og í ár er reikn­að með því að kostn­að­ur­inn endi í 26 millj­ón­um.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
Sundrung hægri manna þegar fylgið mælist mest
5
Greining

Sundr­ung hægri manna þeg­ar fylg­ið mæl­ist mest

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn glím­ir við til­vist­ar­kreppu þar sem Mið­flokk­ur­inn krafs­ar í þjóð­ern­is­sinn­aða kjós­end­ur hans en Við­reisn í þá al­þjóða­sinn­uðu. Bók­un 35, út­lend­inga­mál og að­ild að Evr­ópu­sam­band­inu eru með­al þess sem grein­ir þá að. Heim­ild­in ræddi við kjörna full­trúa flokk­anna þriggja um átakalín­urn­ar, þró­un fylgis­ins og hvort flöt­ur sé á sam­starfi í hægri stjórn í fram­tíð­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár