Lyfjaþróunarfyrirtækið Alvotech, sem Róbert Wessman fjárfestir er stór hluthafi í gegnum flókið net erlendra fyrirtækja sem mörg hver eru í skattaskjólum, tapaði rúmlega 16 milljörðum króna í fyrra eins og greint hefur verið frá í íslenskum fjölmiðlum nú í maí. Róbert Wessman er hins vegar sjálfur eignamikill í skattaskjólum í gegnum sama net erlendra fyrirtækja og hann notar til að halda utan um hlutabréfaeign sína í Alvotech sem og í móðurfélagi þess, samheitalyfjafyrirtækinu Alvogen. Tekið skal fram að Alvotech er ennþá í uppbyggingarfasa og hefur ekki enn hafið framleiðslu og sölu lyfja en uppbygging slíkra fyrirtækja er mjög dýr. Þetta skýrir taprekstur félagsins sem og þá staðreynd að eigið fé Alvotech er neikvætt um nærri 3 milljarða króna.
Ársreikningar sumra þeirra erlendu fyrirtækja sem Róbert notar til að halda utan um eignarhald sitt á Alvogen á Íslandi, og á lyfjaverksmiðju fyrirtækisins á háskólasvæðinu í Vatnsmýrinni, eru aðgengilegir opinberlega. Þessir ársreikningar …
Athugasemdir