Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Félag Róberts tapar 16 milljörðum en hann er eignamikill í skattaskjólum

Al­votech, lyfja­þró­un­ar­fyr­ir­tæki Ró­berts Wessman, er með nærri 30 millj­arða nei­kvætt eig­ið fé en er enn­þá í upp­bygg­ing­ar­fasa. Ró­bert á hluti í fé­lag­inu og millj­arða króna eign­ir, með­al ann­ars á Ís­landi, í gegn­um flók­ið net eign­ar­halds­fé­laga sem end­ar í skatta­skjól­inu Jers­ey.

Félag Róberts tapar 16 milljörðum  en hann er eignamikill í skattaskjólum
Á lyfjaverksmiðjuna ennþá Róbert Wessmann á ennþá lyfjaverksmiðjuna í Vatnsmýrinni fimm árum eftir að til stóð að selja hana. Söluhagnaður eignarinnar myndi renna inn í félaganet hans erlendis sem endar í skattaskjólinu Jersey.

Lyfjaþróunarfyrirtækið Alvotech, sem Róbert Wessman fjárfestir er stór hluthafi í gegnum flókið net erlendra fyrirtækja sem mörg hver eru í skattaskjólum, tapaði rúmlega 16 milljörðum króna í fyrra eins og greint hefur verið frá í íslenskum fjölmiðlum nú í maí. Róbert Wessman er hins vegar sjálfur eignamikill í skattaskjólum í gegnum sama net erlendra fyrirtækja og hann notar til að halda utan um hlutabréfaeign sína í Alvotech sem og í móðurfélagi þess, samheitalyfjafyrirtækinu Alvogen. Tekið skal fram að Alvotech er ennþá í uppbyggingarfasa og hefur ekki enn hafið framleiðslu og sölu lyfja en uppbygging slíkra fyrirtækja er mjög dýr. Þetta skýrir taprekstur félagsins sem og þá staðreynd að eigið fé Alvotech er neikvætt um nærri 3 milljarða króna. 

Ársreikningar sumra þeirra erlendu fyrirtækja sem Róbert notar til að halda utan um eignarhald sitt á Alvogen á Íslandi, og á lyfjaverksmiðju fyrirtækisins á háskólasvæðinu í Vatnsmýrinni, eru aðgengilegir opinberlega. Þessir ársreikningar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Viðskiptafléttur

Eignarhaldi fjölskyldu Hreiðars Más í sjóði Stefnis leynt í gegnum skattaskjól
FréttirViðskiptafléttur

Eign­ar­haldi fjöl­skyldu Hreið­ars Más í sjóði Stefn­is leynt í gegn­um skatta­skjól

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar og tengdra að­ila hef­ur síð­ast­lið­in ár ver­ið í eigu Tor­tóla­fé­lags sem eig­in­kona hans á. Sjóð­ur í stýr­ingu Stefn­is, dótt­ur­fé­lags Ari­on banka, var form­leg­ur hlut­hafi en á bak við hann er Tor­tólu­fé­lag. Fram­kvæmda­stjóri Stefn­is seg­ir að fyr­ir­tæk­ið hafi ekki vit­að hver hlut­hafi sjóðs­ins var.
Leita sannleikans um harmþrungið leyndarmál
Fréttir

Leita sann­leik­ans um harm­þrung­ið leynd­ar­mál

Mæðg­urn­ar Astra­ea Jill Robert­son og Amy Robert­son, af­kom­end­ur konu sem fóst­ur­móð­ir Júlí­us­ar Víf­ils Ingvars­son­ar sendi í fóst­ur í Skotlandi ár­ið 1929, komu til Ís­lands í byrj­un árs í leit að svör­um við spurn­ing­um sem leit­að hafa á fjöl­skyld­una. Þeim finnst tími til kom­inn að stíga fram og segja sögu móð­ur þeirra og ömmu sem var alltaf hald­ið í skugg­an­um.
Skeljungsmálið: Besta leiðin til að eignast fyrirtæki er að vinna við að selja það
GreiningViðskiptafléttur

Skelj­ungs­mál­ið: Besta leið­in til að eign­ast fyr­ir­tæki er að vinna við að selja það

Þrír af sak­born­ing­un­um í Skelj­ungs­mál­inu eign­uð­ust lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Fjarðalax ár­ið 2013 eft­ir að tveir þeirra höfðu kom­ið að sölu þess í gegn­um Straum. Líkt og í Skelj­ungs­mál­inu högn­uð­ust þre­menn­ing­arn­ir vel á við­skipt­un­um með lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið. Í báð­um til­fell­um unnu þre­menn­ing­arn­ir eða hluti þeirra að sölu Skelj­ungs og Fjarðalax.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár