Ritstjóri Morgunblaðsins segir „offorsið“ gegn séra Ólafi dæmi um galdrabrennu

Gagn­rýn­ir fjöl­miðla fyr­ir að „þykj­ast hafa rann­sókn­ar­vald“ og fara offari gegn mönn­um sem sæta al­var­leg­um ásök­un­um.

Ritstjóri Morgunblaðsins segir „offorsið“ gegn séra Ólafi dæmi um galdrabrennu

Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, er fórnarlamb „galdrabrennu“. Þetta er á meðal þess sem leiðarahöfundur Morgunblaðsins heldur fram í dag. Gagnrýnir hann sérstaklega að fjölmiðlar skuli „þykjast hafa rannsóknarvald og jafnvel sjálfskipað dómsvald“ gagnvart mönnum sem verða fyrir alvarlegum ásökunum.

Í leiðaranum er vikið að brottrekstri lögfræðingsins Ronald Sullivan frá Harvard-háskóla í kjölfar verjendastarfa hans fyrir kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein. „Með ákvörðun skólayfirvalda í Harvard um að víkja Sullivan úr stöðu sinni vegna hótana nemenda er vegið að réttarríkinu í Bandaríkjunum. Að slík atlaga komi frá háskóla sem hingað til hefur verið með þeim virtari, er verulegt áhyggjuefni.“

Þá gagnrýnir leiðarahöfundur rannsóknaraðferðir Lundúnalögreglu á meintum barnaníðshring í efsta lagi breska stjórnkerfisins. „Það voru safaríkar fréttir og enginn skortur á áreiðanlegum lekum. Æra Heath forsætisráðherra fauk fyrir lítið. Aðrir þekktir menn komu við sögu. Gerð var húsleit á heimili Leon Brittan, fyrrverandi ráðherra og komissar hjá ESB, sem kominn var vel á áttræðisaldur. Hann lést brotinn maður á meðan „málið var í rannsókn“.“ 

Maður á sextugsaldri, sem sjálfur hefur verið dæmdur fyrir brot gegn ungum drengjum, hefur nú verið ákærður fyrir að bera ljúgvitni gegn fjölda stjórnmálamanna og afvegaleiða lögregluna við rannsókn hins meinta barnaníðshrings, sjá t.d. umfjöllun The Telegraph í gær. „Nú er upplýst að „heimildin“ spann söguburðinn upp og dró lögregluna á asnaeyrum. Ekkja Brittans fékk háar bætur frá skattgreiðendum og rannsóknin kostaði hundruð miljóna,“ segir í leiðara Morgunblaðsns. 

Allt er þetta svo sett í samhengi við mál Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju sem fimm konur sökuðu um kynferðislega áreitni og fundinn var sekur um siðferðisbrot gegn tveimur þeirra af úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar. „Offorsið gagnvart presti í Grensássókn minnir á aðrar galdrabrennur,“ segir leiðarahöfundur en ritstjórar Morgunblaðsins eru Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Haraldur Johannessen. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynjamál

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu