Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ritstjóri Morgunblaðsins segir „offorsið“ gegn séra Ólafi dæmi um galdrabrennu

Gagn­rýn­ir fjöl­miðla fyr­ir að „þykj­ast hafa rann­sókn­ar­vald“ og fara offari gegn mönn­um sem sæta al­var­leg­um ásök­un­um.

Ritstjóri Morgunblaðsins segir „offorsið“ gegn séra Ólafi dæmi um galdrabrennu

Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, er fórnarlamb „galdrabrennu“. Þetta er á meðal þess sem leiðarahöfundur Morgunblaðsins heldur fram í dag. Gagnrýnir hann sérstaklega að fjölmiðlar skuli „þykjast hafa rannsóknarvald og jafnvel sjálfskipað dómsvald“ gagnvart mönnum sem verða fyrir alvarlegum ásökunum.

Í leiðaranum er vikið að brottrekstri lögfræðingsins Ronald Sullivan frá Harvard-háskóla í kjölfar verjendastarfa hans fyrir kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein. „Með ákvörðun skólayfirvalda í Harvard um að víkja Sullivan úr stöðu sinni vegna hótana nemenda er vegið að réttarríkinu í Bandaríkjunum. Að slík atlaga komi frá háskóla sem hingað til hefur verið með þeim virtari, er verulegt áhyggjuefni.“

Þá gagnrýnir leiðarahöfundur rannsóknaraðferðir Lundúnalögreglu á meintum barnaníðshring í efsta lagi breska stjórnkerfisins. „Það voru safaríkar fréttir og enginn skortur á áreiðanlegum lekum. Æra Heath forsætisráðherra fauk fyrir lítið. Aðrir þekktir menn komu við sögu. Gerð var húsleit á heimili Leon Brittan, fyrrverandi ráðherra og komissar hjá ESB, sem kominn var vel á áttræðisaldur. Hann lést brotinn maður á meðan „málið var í rannsókn“.“ 

Maður á sextugsaldri, sem sjálfur hefur verið dæmdur fyrir brot gegn ungum drengjum, hefur nú verið ákærður fyrir að bera ljúgvitni gegn fjölda stjórnmálamanna og afvegaleiða lögregluna við rannsókn hins meinta barnaníðshrings, sjá t.d. umfjöllun The Telegraph í gær. „Nú er upplýst að „heimildin“ spann söguburðinn upp og dró lögregluna á asnaeyrum. Ekkja Brittans fékk háar bætur frá skattgreiðendum og rannsóknin kostaði hundruð miljóna,“ segir í leiðara Morgunblaðsns. 

Allt er þetta svo sett í samhengi við mál Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju sem fimm konur sökuðu um kynferðislega áreitni og fundinn var sekur um siðferðisbrot gegn tveimur þeirra af úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar. „Offorsið gagnvart presti í Grensássókn minnir á aðrar galdrabrennur,“ segir leiðarahöfundur en ritstjórar Morgunblaðsins eru Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Haraldur Johannessen. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynjamál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár