Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ritstjóri Morgunblaðsins segir „offorsið“ gegn séra Ólafi dæmi um galdrabrennu

Gagn­rýn­ir fjöl­miðla fyr­ir að „þykj­ast hafa rann­sókn­ar­vald“ og fara offari gegn mönn­um sem sæta al­var­leg­um ásök­un­um.

Ritstjóri Morgunblaðsins segir „offorsið“ gegn séra Ólafi dæmi um galdrabrennu

Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, er fórnarlamb „galdrabrennu“. Þetta er á meðal þess sem leiðarahöfundur Morgunblaðsins heldur fram í dag. Gagnrýnir hann sérstaklega að fjölmiðlar skuli „þykjast hafa rannsóknarvald og jafnvel sjálfskipað dómsvald“ gagnvart mönnum sem verða fyrir alvarlegum ásökunum.

Í leiðaranum er vikið að brottrekstri lögfræðingsins Ronald Sullivan frá Harvard-háskóla í kjölfar verjendastarfa hans fyrir kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein. „Með ákvörðun skólayfirvalda í Harvard um að víkja Sullivan úr stöðu sinni vegna hótana nemenda er vegið að réttarríkinu í Bandaríkjunum. Að slík atlaga komi frá háskóla sem hingað til hefur verið með þeim virtari, er verulegt áhyggjuefni.“

Þá gagnrýnir leiðarahöfundur rannsóknaraðferðir Lundúnalögreglu á meintum barnaníðshring í efsta lagi breska stjórnkerfisins. „Það voru safaríkar fréttir og enginn skortur á áreiðanlegum lekum. Æra Heath forsætisráðherra fauk fyrir lítið. Aðrir þekktir menn komu við sögu. Gerð var húsleit á heimili Leon Brittan, fyrrverandi ráðherra og komissar hjá ESB, sem kominn var vel á áttræðisaldur. Hann lést brotinn maður á meðan „málið var í rannsókn“.“ 

Maður á sextugsaldri, sem sjálfur hefur verið dæmdur fyrir brot gegn ungum drengjum, hefur nú verið ákærður fyrir að bera ljúgvitni gegn fjölda stjórnmálamanna og afvegaleiða lögregluna við rannsókn hins meinta barnaníðshrings, sjá t.d. umfjöllun The Telegraph í gær. „Nú er upplýst að „heimildin“ spann söguburðinn upp og dró lögregluna á asnaeyrum. Ekkja Brittans fékk háar bætur frá skattgreiðendum og rannsóknin kostaði hundruð miljóna,“ segir í leiðara Morgunblaðsns. 

Allt er þetta svo sett í samhengi við mál Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju sem fimm konur sökuðu um kynferðislega áreitni og fundinn var sekur um siðferðisbrot gegn tveimur þeirra af úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar. „Offorsið gagnvart presti í Grensássókn minnir á aðrar galdrabrennur,“ segir leiðarahöfundur en ritstjórar Morgunblaðsins eru Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Haraldur Johannessen. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynjamál

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár