Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hnífjafnt milli stuðningsmanna og andstæðinga hvalveiða

Ungt fólk leggst gegn hval­veið­um sam­kvæmt nýrri skoð­ana­könn­un. „Það hefði þurft að segja mér þetta tvisvar og þrisvar að hval­veið­ar myndu hefjast aft­ur und­ir for­ystu Vinstri grænna,“ seg­ir Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir.

Hnífjafnt milli stuðningsmanna og andstæðinga hvalveiða

Álíka margir eru fylgjandi og andvígir banni við hvalveiðum samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heimilaði í febrúar veiðar á hrefnu og langreyði til ársins 2023.

Samkvæmt könnuninni eru 38,2 prósent fylgjandi banni við hvalveiðum, en 36,3 prósent vilja heimila þær. Fjórðungur var hvorki fylgjandi né andvígur banni.

Mestur stuðningur við bann við hvalveiðum er hjá yngsta aldurshópnum, 18 til 24 ára. 69 prósent úr þeim hópi eru fylgjandi banni, en aðeins 10 prósent andvíg. Stuðningur við bann er einnig hár í aldurshópnum 25 til 34 ára. Í elsta aldurshópnum er hins vegar um helmingur aðspurðra andvígur banni en 28 prósent fylgjandi.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hefur lagt fram tillögu á Alþingi um að gerð verði könnun meðal almennings í helstu viðskiptalöndum Íslands um viðhorf gagnvart hvalveiðum Íslendinga. „Mér finnst þetta vera mjög áhugaverðar niðurstöður,“ segir Þorgerður Katrín. „Við sjáum þarna ákveðinn kynslóðamun en þetta er í takt við það sem maður hefur fundið. Ég vona að þessi vanhugsaða ákvörðun Kristjáns Þórs undir forystu ríkisstjórnar Vinstri grænna verði ekki til þess að það verði varanlegur orðsporsskaði af þessu.“

Stuðningur við hvalveiðibann er meiri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni og þá eru konur mun líklegri til að styðja bann en karlar. „Unga fólkið skynjar þetta,“ segir Þorgerður Katrín. „Það skynjar hjartslátt samtímans og vill ekki þessar dýrapíningar sem ríkisstjórnin er að standa fyrir. Það hefði þurft að segja mér þetta tvisvar og þrisvar að hvalveiðar myndu hefjast aftur undir forystu Vinstri grænna.“

Könnunin var netkönnun, framkvæmd 10. til 13. maí síðastliðinn. 50 prósent af tvö þúsund manna úrtaki svaraði könnuninni og tóku 96 prósent þeirra afstöðu til spurningarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu