Nalin Chaturvedi, indverskur ríkisborgari sem kvæntur er íslenskri konu, segist hafa átt í neikvæðum samskiptum við sýslumann og Útlendingastofnun í ferlinu við að giftast og fá dvalarleyfi. Óttast hann að kerfið geti svipt marga sem bíða eftir dvalarleyfi réttindum þeirra og valdið einangrun.
Nalin og kona hans, Gabriella Unnur Kristjánsdóttir lögfræðingur, kynntust í Edinborg í Skotlandi árið 2017 þar sem þau voru bæði við nám. „Við ákváðum að gifta okkur á Íslandi enda fjölskylda konu minnar hér og við vildum vera umkringd vinum og fjölskyldu á slíkum merkisdegi,“ segir Nalin. „Það má segja að baráttan við kerfið hafi byrjað strax þá.“
Þau lögðu inn umsókn um giftingu til sýslumanns og í framhaldinu óskaði embættið eftir gögnum frá þeim, meðal annars hjúskaparstöðuvottorði, sem sannaði að Nalin væri ekki kvæntur fyrir. „Þegar ég skilaði inn öllum tilskildum pappírum fékk ég hins vegar þau svör frá sýslumanni að hjúskaparstöðuvottorðið mitt væri ekki gilt …
Athugasemdir