Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Niðurlægjandi ferli að giftast á Íslandi

Na­lin Chat­ur­vedi seg­ir far­ir sín­ar ekki slétt­ar í sam­skipt­um við sýslu­mann­sembætt­ið og Út­lend­inga­stofn­un. Fólk ut­an EES-svæð­is­ins sem gift­ist Ís­lend­ing­um sé án rétt­inda og upp á náð og mis­kunn maka kom­ið á með­an beð­ið sé eft­ir dval­ar­leyfi. Kerf­ið ýti und­ir mis­notk­un á fólki í við­kvæmri stöðu.

Niðurlægjandi ferli að giftast á Íslandi
Nalin og Gabriella Hjónin kynntust í Edinborg, þar sem þau voru bæði við nám, en þurftu að ganga í gegnum illviðráðanlegt ferli til að giftast og búa á Íslandi.

Nalin Chaturvedi, indverskur ríkisborgari sem kvæntur er íslenskri konu, segist hafa átt í neikvæðum samskiptum við sýslumann og Útlendingastofnun í ferlinu við að giftast og fá dvalarleyfi. Óttast hann að kerfið geti svipt marga sem bíða eftir dvalarleyfi réttindum þeirra og valdið einangrun.

Nalin og kona hans, Gabriella Unnur Kristjánsdóttir lögfræðingur, kynntust í Edinborg í Skotlandi árið 2017 þar sem þau voru bæði við nám. „Við ákváðum að gifta okkur á Íslandi enda fjölskylda konu minnar hér og við vildum vera umkringd vinum og fjölskyldu á slíkum merkisdegi,“ segir Nalin. „Það má segja að baráttan við kerfið hafi byrjað strax þá.“

Þau lögðu inn umsókn um giftingu til sýslumanns og í framhaldinu óskaði embættið eftir gögnum frá þeim, meðal annars hjúskaparstöðuvottorði, sem sannaði að Nalin væri ekki kvæntur fyrir. „Þegar ég skilaði inn öllum tilskildum pappírum fékk ég hins vegar þau svör frá sýslumanni að hjúskaparstöðuvottorðið mitt væri ekki gilt …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár