Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Er eðlilegt að útrýma fötluðu fólki?“

Ör­yrkja­banda­lag Ís­lands lít­ur á nýju þung­un­ar­rofs­lög­in sem „að­för að rétti fatl­aðs fólks til lífs“ og hefði frek­ar vilj­að þrengja rétt­inn til að rjúfa þung­un vegna fóst­urgalla.

„Er eðlilegt að útrýma fötluðu fólki?“

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, telur of langt gengið að heimila þungunarrof skilyrðislaust fram til loka 22. viku og telur að þungunarrof á því stigi meðgöngu ætti einungis að framkvæma ef lífi þungaðrar konu er stefnt í hættu eða fóstur telst ekki lífvænlegt. 

„Við ættum að stuðla að fjölbreytileika í okkar samfélagi í stað þess að reka mannkynbótastefnu,“ segir hún í samtali við Stundina. 

Í gær samþykkti Alþingi ný heildarlög um þungunarrof sem veita konum rétt til að rjúfa þungun fram að lokum 22. viku þungunar óháð því hvaða ástæður liggja að baki.

Félag fæðinga- og kvensjúkdómalækna, Ljóðsmæðrafélag Íslands og kvennahreyfingar hafa stutt frumvarpið en Öryrkjabandalag Íslands lagðist eindregið gegn því. „Þær tillögur að rýmka heimildir til þungunarrofs fram yfir 20 vikna fósturskimun eru augljóslega ætlaðar til þess að hægt sé að bregðast við þeim frávikum sem þar kynnu að greinast,“ segir í umsögn ÖBÍ. Um sé að ræða „aðför að rétti fatlaðs fólks til lífs“.

Stundin hafði samband við Þuríði Hörpu í gær, áður en greidd voru atkvæði um málið á Alþingi, og ræddi við hana um afstöðu bandalagsins.

„Samkvæmt frumvarpinu mun konan geti tekið þessa þungbæru ákvörðun að rjúfa þungun eftir 16. viku án þess að ræða það við einn eða neinn eða gefa upp nokkra ástæðu. Það þykir mér mjög slæmt,“ segir Þuríður. „Ef konur er í erfiðri félagslegri stöðu, svo sem í ofbeldissambandi eða með fíknisjúkdóm, þá hljóta heilbrigðisyfirvöld og samfélagið að þurfa að stíga inn og aðstoða þær.“

Hún segir að að innan heilbrigðiskerfisins séu dæmi um að þröngur hópur sérfræðinga veiti „mjög einhliða ráðgjöf þar sem fólki er beinlínis ráðlagt að fara í fóstureyðingu ef grunur er um að það sé einhver fötlun“. ÖBÍ sé mótfallið því og vilji að ráðgjöfin og fræðslan sé þverfagleg og marghliða til að væntanlegir foreldrar geti tekið upplýsta ákvörðun um framhaldið.

„Ætlum við næst að fara að útrýma
rauðhærðum eða fólki með ADHD?“

„Það er ekki endir alheims að barn fæðist fatlað og það er mjög sárt fyrir marga af mínum vinum að hlusta á umræðu þar sem er til dæmis talað um að það eigi að rjúfa þungun vegna þess að fóstur sé með klofinn hrygg. Fólk sem er fullgilt í samfélaginu í dag. Ætlum við næst að fara að útrýma rauðhærðum eða fólki með ADHD? Hvað er fötlun og hvað ekki? Er eðlilegt að við útrýmum fötluðu fólki, er það þangað sem samfélagið vill fara?“

Samkvæmt fyrri lögum og lagaframkvæmd hefur þungun verið rofin fram að lokum 16. viku þegar félagslegar ástæður liggja að baki en allt fram að lokum 22. viku „séu miklar líkur á vansköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs“ eins og það er orðað í lögunum. Með hinum nýju lögum munu 22 vikna mörkin gilda óháð því hvaða ástæður liggja að baki beiðni um þungunarrof. 

Þuríður Harpa segist mótfallin því fyrirkomulagi sem hefur verið við lýði fram að þessu og telur ekki boðlegt að rjúfa megi þungun á 20. til 22. viku ef ástæður eru aðrar en þær að lífi konunnar sé stefnt í hættu eða fóstur teljist ekki lífvænlegt. 

Á undanförnum árum hafa á bilinu 7 til 10 konur á ári rofið þungun eftir að gallar greindust við 20 vikna fósturgreiningu. Aðspurð hvort hún vilji í raun þrengja rétt kvenna til þungunarrofs í slíkum tilvikum spyr Þuríður á móti: „Já, réttinn til þess að rjúfa þungun án þess að gefa upp raunverulega ástæðu. Ef ástæðan er niðurstaða fósturgreiningar þurfum við að velta fyrir okkur siðferðilegum spurningum og hvernig framtíðarsamfélag okkar verður.“

Hún segir þörf á fræðslu og vitundarvakningu um virðinguna fyrir lífi og mannhelgi fatlaðra. „Við sem samfélag hljótum að vilja víðsýni í stað þess að útrýma ákveðnum hópum sem teljast ekki „æskilegir“,“ segir Þuríður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þungunarrof

Varaþingmaður Miðflokksins talaði um jónandi geislun: „Það er fóstrið sem ræður“
FréttirÞungunarrof

Vara­þing­mað­ur Mið­flokks­ins tal­aði um jón­andi geisl­un: „Það er fóstr­ið sem ræð­ur“

„Til að mynda með jón­andi geisl­un um borð í loft­ferð­um, þar má venju­legt fólk fá eitt milli-sívert. Geislastétt­ir, til að mynda rönt­g­en­tækn­ar mega taka 3 milli-sívert og flug­stétt­ir sex, en það er fóstr­ið sem ræð­ur.“ Þetta sagði vara­þing­mað­ur Mið­flokks­ins í um­ræð­um um þung­un­ar­rof rétt í þessu.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár