Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Er eðlilegt að útrýma fötluðu fólki?“

Ör­yrkja­banda­lag Ís­lands lít­ur á nýju þung­un­ar­rofs­lög­in sem „að­för að rétti fatl­aðs fólks til lífs“ og hefði frek­ar vilj­að þrengja rétt­inn til að rjúfa þung­un vegna fóst­urgalla.

„Er eðlilegt að útrýma fötluðu fólki?“

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, telur of langt gengið að heimila þungunarrof skilyrðislaust fram til loka 22. viku og telur að þungunarrof á því stigi meðgöngu ætti einungis að framkvæma ef lífi þungaðrar konu er stefnt í hættu eða fóstur telst ekki lífvænlegt. 

„Við ættum að stuðla að fjölbreytileika í okkar samfélagi í stað þess að reka mannkynbótastefnu,“ segir hún í samtali við Stundina. 

Í gær samþykkti Alþingi ný heildarlög um þungunarrof sem veita konum rétt til að rjúfa þungun fram að lokum 22. viku þungunar óháð því hvaða ástæður liggja að baki.

Félag fæðinga- og kvensjúkdómalækna, Ljóðsmæðrafélag Íslands og kvennahreyfingar hafa stutt frumvarpið en Öryrkjabandalag Íslands lagðist eindregið gegn því. „Þær tillögur að rýmka heimildir til þungunarrofs fram yfir 20 vikna fósturskimun eru augljóslega ætlaðar til þess að hægt sé að bregðast við þeim frávikum sem þar kynnu að greinast,“ segir í umsögn ÖBÍ. Um sé að ræða „aðför að rétti fatlaðs fólks til lífs“.

Stundin hafði samband við Þuríði Hörpu í gær, áður en greidd voru atkvæði um málið á Alþingi, og ræddi við hana um afstöðu bandalagsins.

„Samkvæmt frumvarpinu mun konan geti tekið þessa þungbæru ákvörðun að rjúfa þungun eftir 16. viku án þess að ræða það við einn eða neinn eða gefa upp nokkra ástæðu. Það þykir mér mjög slæmt,“ segir Þuríður. „Ef konur er í erfiðri félagslegri stöðu, svo sem í ofbeldissambandi eða með fíknisjúkdóm, þá hljóta heilbrigðisyfirvöld og samfélagið að þurfa að stíga inn og aðstoða þær.“

Hún segir að að innan heilbrigðiskerfisins séu dæmi um að þröngur hópur sérfræðinga veiti „mjög einhliða ráðgjöf þar sem fólki er beinlínis ráðlagt að fara í fóstureyðingu ef grunur er um að það sé einhver fötlun“. ÖBÍ sé mótfallið því og vilji að ráðgjöfin og fræðslan sé þverfagleg og marghliða til að væntanlegir foreldrar geti tekið upplýsta ákvörðun um framhaldið.

„Ætlum við næst að fara að útrýma
rauðhærðum eða fólki með ADHD?“

„Það er ekki endir alheims að barn fæðist fatlað og það er mjög sárt fyrir marga af mínum vinum að hlusta á umræðu þar sem er til dæmis talað um að það eigi að rjúfa þungun vegna þess að fóstur sé með klofinn hrygg. Fólk sem er fullgilt í samfélaginu í dag. Ætlum við næst að fara að útrýma rauðhærðum eða fólki með ADHD? Hvað er fötlun og hvað ekki? Er eðlilegt að við útrýmum fötluðu fólki, er það þangað sem samfélagið vill fara?“

Samkvæmt fyrri lögum og lagaframkvæmd hefur þungun verið rofin fram að lokum 16. viku þegar félagslegar ástæður liggja að baki en allt fram að lokum 22. viku „séu miklar líkur á vansköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs“ eins og það er orðað í lögunum. Með hinum nýju lögum munu 22 vikna mörkin gilda óháð því hvaða ástæður liggja að baki beiðni um þungunarrof. 

Þuríður Harpa segist mótfallin því fyrirkomulagi sem hefur verið við lýði fram að þessu og telur ekki boðlegt að rjúfa megi þungun á 20. til 22. viku ef ástæður eru aðrar en þær að lífi konunnar sé stefnt í hættu eða fóstur teljist ekki lífvænlegt. 

Á undanförnum árum hafa á bilinu 7 til 10 konur á ári rofið þungun eftir að gallar greindust við 20 vikna fósturgreiningu. Aðspurð hvort hún vilji í raun þrengja rétt kvenna til þungunarrofs í slíkum tilvikum spyr Þuríður á móti: „Já, réttinn til þess að rjúfa þungun án þess að gefa upp raunverulega ástæðu. Ef ástæðan er niðurstaða fósturgreiningar þurfum við að velta fyrir okkur siðferðilegum spurningum og hvernig framtíðarsamfélag okkar verður.“

Hún segir þörf á fræðslu og vitundarvakningu um virðinguna fyrir lífi og mannhelgi fatlaðra. „Við sem samfélag hljótum að vilja víðsýni í stað þess að útrýma ákveðnum hópum sem teljast ekki „æskilegir“,“ segir Þuríður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þungunarrof

Varaþingmaður Miðflokksins talaði um jónandi geislun: „Það er fóstrið sem ræður“
FréttirÞungunarrof

Vara­þing­mað­ur Mið­flokks­ins tal­aði um jón­andi geisl­un: „Það er fóstr­ið sem ræð­ur“

„Til að mynda með jón­andi geisl­un um borð í loft­ferð­um, þar má venju­legt fólk fá eitt milli-sívert. Geislastétt­ir, til að mynda rönt­g­en­tækn­ar mega taka 3 milli-sívert og flug­stétt­ir sex, en það er fóstr­ið sem ræð­ur.“ Þetta sagði vara­þing­mað­ur Mið­flokks­ins í um­ræð­um um þung­un­ar­rof rétt í þessu.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár