Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Er eðlilegt að útrýma fötluðu fólki?“

Ör­yrkja­banda­lag Ís­lands lít­ur á nýju þung­un­ar­rofs­lög­in sem „að­för að rétti fatl­aðs fólks til lífs“ og hefði frek­ar vilj­að þrengja rétt­inn til að rjúfa þung­un vegna fóst­urgalla.

„Er eðlilegt að útrýma fötluðu fólki?“

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, telur of langt gengið að heimila þungunarrof skilyrðislaust fram til loka 22. viku og telur að þungunarrof á því stigi meðgöngu ætti einungis að framkvæma ef lífi þungaðrar konu er stefnt í hættu eða fóstur telst ekki lífvænlegt. 

„Við ættum að stuðla að fjölbreytileika í okkar samfélagi í stað þess að reka mannkynbótastefnu,“ segir hún í samtali við Stundina. 

Í gær samþykkti Alþingi ný heildarlög um þungunarrof sem veita konum rétt til að rjúfa þungun fram að lokum 22. viku þungunar óháð því hvaða ástæður liggja að baki.

Félag fæðinga- og kvensjúkdómalækna, Ljóðsmæðrafélag Íslands og kvennahreyfingar hafa stutt frumvarpið en Öryrkjabandalag Íslands lagðist eindregið gegn því. „Þær tillögur að rýmka heimildir til þungunarrofs fram yfir 20 vikna fósturskimun eru augljóslega ætlaðar til þess að hægt sé að bregðast við þeim frávikum sem þar kynnu að greinast,“ segir í umsögn ÖBÍ. Um sé að ræða „aðför að rétti fatlaðs fólks til lífs“.

Stundin hafði samband við Þuríði Hörpu í gær, áður en greidd voru atkvæði um málið á Alþingi, og ræddi við hana um afstöðu bandalagsins.

„Samkvæmt frumvarpinu mun konan geti tekið þessa þungbæru ákvörðun að rjúfa þungun eftir 16. viku án þess að ræða það við einn eða neinn eða gefa upp nokkra ástæðu. Það þykir mér mjög slæmt,“ segir Þuríður. „Ef konur er í erfiðri félagslegri stöðu, svo sem í ofbeldissambandi eða með fíknisjúkdóm, þá hljóta heilbrigðisyfirvöld og samfélagið að þurfa að stíga inn og aðstoða þær.“

Hún segir að að innan heilbrigðiskerfisins séu dæmi um að þröngur hópur sérfræðinga veiti „mjög einhliða ráðgjöf þar sem fólki er beinlínis ráðlagt að fara í fóstureyðingu ef grunur er um að það sé einhver fötlun“. ÖBÍ sé mótfallið því og vilji að ráðgjöfin og fræðslan sé þverfagleg og marghliða til að væntanlegir foreldrar geti tekið upplýsta ákvörðun um framhaldið.

„Ætlum við næst að fara að útrýma
rauðhærðum eða fólki með ADHD?“

„Það er ekki endir alheims að barn fæðist fatlað og það er mjög sárt fyrir marga af mínum vinum að hlusta á umræðu þar sem er til dæmis talað um að það eigi að rjúfa þungun vegna þess að fóstur sé með klofinn hrygg. Fólk sem er fullgilt í samfélaginu í dag. Ætlum við næst að fara að útrýma rauðhærðum eða fólki með ADHD? Hvað er fötlun og hvað ekki? Er eðlilegt að við útrýmum fötluðu fólki, er það þangað sem samfélagið vill fara?“

Samkvæmt fyrri lögum og lagaframkvæmd hefur þungun verið rofin fram að lokum 16. viku þegar félagslegar ástæður liggja að baki en allt fram að lokum 22. viku „séu miklar líkur á vansköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs“ eins og það er orðað í lögunum. Með hinum nýju lögum munu 22 vikna mörkin gilda óháð því hvaða ástæður liggja að baki beiðni um þungunarrof. 

Þuríður Harpa segist mótfallin því fyrirkomulagi sem hefur verið við lýði fram að þessu og telur ekki boðlegt að rjúfa megi þungun á 20. til 22. viku ef ástæður eru aðrar en þær að lífi konunnar sé stefnt í hættu eða fóstur teljist ekki lífvænlegt. 

Á undanförnum árum hafa á bilinu 7 til 10 konur á ári rofið þungun eftir að gallar greindust við 20 vikna fósturgreiningu. Aðspurð hvort hún vilji í raun þrengja rétt kvenna til þungunarrofs í slíkum tilvikum spyr Þuríður á móti: „Já, réttinn til þess að rjúfa þungun án þess að gefa upp raunverulega ástæðu. Ef ástæðan er niðurstaða fósturgreiningar þurfum við að velta fyrir okkur siðferðilegum spurningum og hvernig framtíðarsamfélag okkar verður.“

Hún segir þörf á fræðslu og vitundarvakningu um virðinguna fyrir lífi og mannhelgi fatlaðra. „Við sem samfélag hljótum að vilja víðsýni í stað þess að útrýma ákveðnum hópum sem teljast ekki „æskilegir“,“ segir Þuríður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þungunarrof

Varaþingmaður Miðflokksins talaði um jónandi geislun: „Það er fóstrið sem ræður“
FréttirÞungunarrof

Vara­þing­mað­ur Mið­flokks­ins tal­aði um jón­andi geisl­un: „Það er fóstr­ið sem ræð­ur“

„Til að mynda með jón­andi geisl­un um borð í loft­ferð­um, þar má venju­legt fólk fá eitt milli-sívert. Geislastétt­ir, til að mynda rönt­g­en­tækn­ar mega taka 3 milli-sívert og flug­stétt­ir sex, en það er fóstr­ið sem ræð­ur.“ Þetta sagði vara­þing­mað­ur Mið­flokks­ins í um­ræð­um um þung­un­ar­rof rétt í þessu.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu