Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Varaþingmaður Miðflokksins talaði um jónandi geislun: „Það er fóstrið sem ræður“

„Til að mynda með jón­andi geisl­un um borð í loft­ferð­um, þar má venju­legt fólk fá eitt milli-sívert. Geislastétt­ir, til að mynda rönt­g­en­tækn­ar mega taka 3 milli-sívert og flug­stétt­ir sex, en það er fóstr­ið sem ræð­ur.“ Þetta sagði vara­þing­mað­ur Mið­flokks­ins í um­ræð­um um þung­un­ar­rof rétt í þessu.

Varaþingmaður Miðflokksins talaði um jónandi geislun: „Það er fóstrið sem ræður“

„Þetta varðar önnur lög og reglugerðir sem við höfum í gildi þar sem fóstrið er látið ráða.“ Þetta sagði Jón Þór Þorvaldsson, varaþingmaður Miðflokksins, í umræðum um frumvarp heilbrigðisráðherra til laga um þungunarrof í kvöld. 

„Til að mynda með jónandi geislun um borð í loftferðum, þar má venjulegt fólk fá eitt milli-sívert. Geislastéttir, til að mynda röntgentæknar, mega taka 3 milli-sívert og flugstéttir 6, en það er fóstrið sem ræður,“ sagði Jón.

„Annað dæmi, barnaverndarlög, eða eins og háttvirtur þingmaður Brynjar Níelsson hefur komið inn á, í refsirétti og sifjarétt er kveðið á um rétt fósturs.“

Samkvæmt erfðalögum njóta ófædd börn skilyrts erfðaréttar sem ekki verður virkur fyrr en fóstur fæðist sem lifandi barn. Þá kveður 216. gr. almennra hegningarlaga á um bann við því að deyða fóstur. Almennt er þó litið svo á fólk öðlist rétthæfi (verði hæft til að eiga réttindi og bera skyldur) við fæðingu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þungunarrof

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu