„Þetta varðar önnur lög og reglugerðir sem við höfum í gildi þar sem fóstrið er látið ráða.“ Þetta sagði Jón Þór Þorvaldsson, varaþingmaður Miðflokksins, í umræðum um frumvarp heilbrigðisráðherra til laga um þungunarrof í kvöld.
„Til að mynda með jónandi geislun um borð í loftferðum, þar má venjulegt fólk fá eitt milli-sívert. Geislastéttir, til að mynda röntgentæknar, mega taka 3 milli-sívert og flugstéttir 6, en það er fóstrið sem ræður,“ sagði Jón.
„Annað dæmi, barnaverndarlög, eða eins og háttvirtur þingmaður Brynjar Níelsson hefur komið inn á, í refsirétti og sifjarétt er kveðið á um rétt fósturs.“
Samkvæmt erfðalögum njóta ófædd börn skilyrts erfðaréttar sem ekki verður virkur fyrr en fóstur fæðist sem lifandi barn. Þá kveður 216. gr. almennra hegningarlaga á um bann við því að deyða fóstur. Almennt er þó litið svo á fólk öðlist rétthæfi (verði hæft til að eiga réttindi og bera skyldur) við fæðingu.
Athugasemdir