Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Heilbrigðisstarfsfólk á Vesturlandi segir „vegið að rétti hins ófædda barns“

Biðla til þing­manna og ráð­herra að fresta af­greiðslu þung­un­ar­rofs­frum­varps­ins.

Heilbrigðisstarfsfólk á Vesturlandi segir „vegið að rétti hins ófædda barns“

Starfsfólk Heilbrigðis­stofnunar Vesturlands hefur sent heilbrigðisráðherra og þingmönnum áskorun þar sem mælt er eindregið gegn því að frumvarpið til laga um þungunarrof verði samþykkt í núverandi mynd. 

„Teljum við að það, að kona hafi óskertan rétt til að fá þungun rofna fram að lokum 22. viku þungunar, sé allt of langt gengið og vegið sé að rétti hins ófædda barns,“ segir í yfirlýsingunni. Jafnframt kemur fram að starfsmennirnir telji það afturför að kona „eigi kost“ á fræðslu og ráðgjöf fagfólks eftir því sem þörf krefur fremur en að henni sé „skylt“ að fá slíka ráðgjöf. 

Atkvæðagreiðsla um frumvarp heilbrigðisráðherra til laga um þungunarrof fer fram á Alþingi í kvöld. 22 vikna tímamörkin í frumvarpinu eru í samræmi við ráðgjöf Félags fæðinga- og kvensjúkdómalækna, Landspítalans og Ljósmæðrafélags Íslands. 

Heilbrigðisstarfsfólk á Vesturlandi kallar eftir því að atkvæðagreiðslunni verði frestað og málið fái lengri umfjöllun. „Teljum við ótækt að kalla það þungunarrof, verði að framkalla fæðingu því lífi móður sé stefnt í hættu eftir lok 22. viku. Við krefjumst þess að miðað verði að hámarki við lok 20. viku þungunar,“ segir í yfirlýsingunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þungunarrof

Varaþingmaður Miðflokksins talaði um jónandi geislun: „Það er fóstrið sem ræður“
FréttirÞungunarrof

Vara­þing­mað­ur Mið­flokks­ins tal­aði um jón­andi geisl­un: „Það er fóstr­ið sem ræð­ur“

„Til að mynda með jón­andi geisl­un um borð í loft­ferð­um, þar má venju­legt fólk fá eitt milli-sívert. Geislastétt­ir, til að mynda rönt­g­en­tækn­ar mega taka 3 milli-sívert og flug­stétt­ir sex, en það er fóstr­ið sem ræð­ur.“ Þetta sagði vara­þing­mað­ur Mið­flokks­ins í um­ræð­um um þung­un­ar­rof rétt í þessu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár