Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Heilbrigðisstarfsfólk á Vesturlandi segir „vegið að rétti hins ófædda barns“

Biðla til þing­manna og ráð­herra að fresta af­greiðslu þung­un­ar­rofs­frum­varps­ins.

Heilbrigðisstarfsfólk á Vesturlandi segir „vegið að rétti hins ófædda barns“

Starfsfólk Heilbrigðis­stofnunar Vesturlands hefur sent heilbrigðisráðherra og þingmönnum áskorun þar sem mælt er eindregið gegn því að frumvarpið til laga um þungunarrof verði samþykkt í núverandi mynd. 

„Teljum við að það, að kona hafi óskertan rétt til að fá þungun rofna fram að lokum 22. viku þungunar, sé allt of langt gengið og vegið sé að rétti hins ófædda barns,“ segir í yfirlýsingunni. Jafnframt kemur fram að starfsmennirnir telji það afturför að kona „eigi kost“ á fræðslu og ráðgjöf fagfólks eftir því sem þörf krefur fremur en að henni sé „skylt“ að fá slíka ráðgjöf. 

Atkvæðagreiðsla um frumvarp heilbrigðisráðherra til laga um þungunarrof fer fram á Alþingi í kvöld. 22 vikna tímamörkin í frumvarpinu eru í samræmi við ráðgjöf Félags fæðinga- og kvensjúkdómalækna, Landspítalans og Ljósmæðrafélags Íslands. 

Heilbrigðisstarfsfólk á Vesturlandi kallar eftir því að atkvæðagreiðslunni verði frestað og málið fái lengri umfjöllun. „Teljum við ótækt að kalla það þungunarrof, verði að framkalla fæðingu því lífi móður sé stefnt í hættu eftir lok 22. viku. Við krefjumst þess að miðað verði að hámarki við lok 20. viku þungunar,“ segir í yfirlýsingunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þungunarrof

Varaþingmaður Miðflokksins talaði um jónandi geislun: „Það er fóstrið sem ræður“
FréttirÞungunarrof

Vara­þing­mað­ur Mið­flokks­ins tal­aði um jón­andi geisl­un: „Það er fóstr­ið sem ræð­ur“

„Til að mynda með jón­andi geisl­un um borð í loft­ferð­um, þar má venju­legt fólk fá eitt milli-sívert. Geislastétt­ir, til að mynda rönt­g­en­tækn­ar mega taka 3 milli-sívert og flug­stétt­ir sex, en það er fóstr­ið sem ræð­ur.“ Þetta sagði vara­þing­mað­ur Mið­flokks­ins í um­ræð­um um þung­un­ar­rof rétt í þessu.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár