Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Heilbrigðisstarfsfólk á Vesturlandi segir „vegið að rétti hins ófædda barns“

Biðla til þing­manna og ráð­herra að fresta af­greiðslu þung­un­ar­rofs­frum­varps­ins.

Heilbrigðisstarfsfólk á Vesturlandi segir „vegið að rétti hins ófædda barns“

Starfsfólk Heilbrigðis­stofnunar Vesturlands hefur sent heilbrigðisráðherra og þingmönnum áskorun þar sem mælt er eindregið gegn því að frumvarpið til laga um þungunarrof verði samþykkt í núverandi mynd. 

„Teljum við að það, að kona hafi óskertan rétt til að fá þungun rofna fram að lokum 22. viku þungunar, sé allt of langt gengið og vegið sé að rétti hins ófædda barns,“ segir í yfirlýsingunni. Jafnframt kemur fram að starfsmennirnir telji það afturför að kona „eigi kost“ á fræðslu og ráðgjöf fagfólks eftir því sem þörf krefur fremur en að henni sé „skylt“ að fá slíka ráðgjöf. 

Atkvæðagreiðsla um frumvarp heilbrigðisráðherra til laga um þungunarrof fer fram á Alþingi í kvöld. 22 vikna tímamörkin í frumvarpinu eru í samræmi við ráðgjöf Félags fæðinga- og kvensjúkdómalækna, Landspítalans og Ljósmæðrafélags Íslands. 

Heilbrigðisstarfsfólk á Vesturlandi kallar eftir því að atkvæðagreiðslunni verði frestað og málið fái lengri umfjöllun. „Teljum við ótækt að kalla það þungunarrof, verði að framkalla fæðingu því lífi móður sé stefnt í hættu eftir lok 22. viku. Við krefjumst þess að miðað verði að hámarki við lok 20. viku þungunar,“ segir í yfirlýsingunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þungunarrof

Varaþingmaður Miðflokksins talaði um jónandi geislun: „Það er fóstrið sem ræður“
FréttirÞungunarrof

Vara­þing­mað­ur Mið­flokks­ins tal­aði um jón­andi geisl­un: „Það er fóstr­ið sem ræð­ur“

„Til að mynda með jón­andi geisl­un um borð í loft­ferð­um, þar má venju­legt fólk fá eitt milli-sívert. Geislastétt­ir, til að mynda rönt­g­en­tækn­ar mega taka 3 milli-sívert og flug­stétt­ir sex, en það er fóstr­ið sem ræð­ur.“ Þetta sagði vara­þing­mað­ur Mið­flokks­ins í um­ræð­um um þung­un­ar­rof rétt í þessu.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
5
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár