Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Bankarnir högnuðust um 10 milljarða á fyrsta ársfjórðungi

Hagn­að­ur við­skipta­bank­anna þriggja var minni en í fyrra og mun­ar þar um gjald­þrot WOW air og tap­að dóms­mál dótt­ur­fé­lags Ari­on banka.

Bankarnir högnuðust um 10 milljarða á fyrsta ársfjórðungi

Viðskiptabankarnir þrír, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, högnuðust samtals um 10,4 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. Hagnaðurinn dregst saman miðað við sama tímabil í fyrra, þegar bankarnir högnuðust um 12,1 milljarð. Morgunblaðið greinir frá.

Samdráttur í afkomu Arion banka skýrir hluta af muninum. Uppgjörið litast af gjaldþroti WOW air, en bankinn þurfti að afskrifa 222 milljóna króna skuldabréfaeign sína á hendur félaginu. Þá tapaði Valitor, dótturfélag bankans, í máli sem Wikileaks höfðaði gegn því í héraðsdómi Reykjavíkur og þarf félagið að greiða 1,2 milljarða króna í skaðabætur.

„Hvað óreglu­lega liði varðar þá eru það einkum gjaldþrot WOW air og dóm­ur Héraðsdóms Reykja­vík­ur í máli gegn Valitor sem hafa nei­kvæð áhrif á af­kom­una en sala bank­ans á hlut sín­um í Farice veg­ur upp á móti,“ segir Stefán Pétursson, starfandi bankastjóri Arion banka.

Hagnaður Landsbankans dróst einnig saman, úr 8,1 milljarði króna á fyrsta fjórðungi 2018 í 6,8 milljarða nú. Hagnaður Íslandsbanka jókst milli ára, úr 2,1 milljarði króna í 2,6 milljarða.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár