Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bankarnir högnuðust um 10 milljarða á fyrsta ársfjórðungi

Hagn­að­ur við­skipta­bank­anna þriggja var minni en í fyrra og mun­ar þar um gjald­þrot WOW air og tap­að dóms­mál dótt­ur­fé­lags Ari­on banka.

Bankarnir högnuðust um 10 milljarða á fyrsta ársfjórðungi

Viðskiptabankarnir þrír, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, högnuðust samtals um 10,4 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. Hagnaðurinn dregst saman miðað við sama tímabil í fyrra, þegar bankarnir högnuðust um 12,1 milljarð. Morgunblaðið greinir frá.

Samdráttur í afkomu Arion banka skýrir hluta af muninum. Uppgjörið litast af gjaldþroti WOW air, en bankinn þurfti að afskrifa 222 milljóna króna skuldabréfaeign sína á hendur félaginu. Þá tapaði Valitor, dótturfélag bankans, í máli sem Wikileaks höfðaði gegn því í héraðsdómi Reykjavíkur og þarf félagið að greiða 1,2 milljarða króna í skaðabætur.

„Hvað óreglu­lega liði varðar þá eru það einkum gjaldþrot WOW air og dóm­ur Héraðsdóms Reykja­vík­ur í máli gegn Valitor sem hafa nei­kvæð áhrif á af­kom­una en sala bank­ans á hlut sín­um í Farice veg­ur upp á móti,“ segir Stefán Pétursson, starfandi bankastjóri Arion banka.

Hagnaður Landsbankans dróst einnig saman, úr 8,1 milljarði króna á fyrsta fjórðungi 2018 í 6,8 milljarða nú. Hagnaður Íslandsbanka jókst milli ára, úr 2,1 milljarði króna í 2,6 milljarða.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár