Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Flugumenn, silkimjúkur djass og kræsingar sem listaverk

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 9.–23. maí.

Flugumenn, silkimjúkur djass og kræsingar sem listaverk

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu tvær vikurnar.

BlacKkKlansman

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 10.–20. maí
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Óskarsverðlaunamyndin BlacKkKlansman rataði ekki í íslensk kvikmyndahús á sínum tíma, en hún fjallar um sönnu söguna af svörtum lögreglumanni sem tekst að komast í raðir Ku Klux Klan hryðjuverkasamtakanna, og verða umdæmisstjóri á því svæði þar sem hann býr.  Kvikmyndin er uppgjör við þann rasisma sem var tröllríðandi á áttunda áratugnum í Bandaríkjunum og þörf áminning á að hann lifir enn góðu lífi í dag.

Hnallþóran

Hvar? Midpunkt
Hvenær? Til 26. maí
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Sigurrós Guðbjörg Björnsdóttir og Berglind Erna Tryggvadóttir eru í rannsóknarleiðangri; þær dýfa sér ofan í sögu íslenskra matar- og baksturshefða og reyna að finna hnallþórunni nýtt hlutverk í síbreytilegu landslagi íslenskrar matarmenningar. Þar eru settar fram tilraunir á hnallþórunni sem listhlut, í tvívíðu og þrívíðu formi, jafnt því sem áhorfendur geta skoðað uppskriftir og fróðleik sem rannsóknarteymið hefur sankað að sér.

Norðurmýramegin við Klambratún

Hvar? Þjóðleikhúskjallarinn
Hvenær? 17. maí kl. 21.00
Aðgangseyrir: 3.500 kr.

Karl Olgeirsson hlaut nýlega Íslensku tónlistarverðlaunin sem lagahöfundur ársins og fyrir plötu ársins í jazzflokki, en hann flytur verðlaunaplötu sína, Mitt bláa hjarta, sem hann hópfjármagnaði í fyrra. Sigríður Thorlacius mun syngja lögin ásamt höfundi sem einnig leikur á píanó. Þeim til fulltingis verða Jóel Pálsson saxófónleikari og Þorgrímur Jónsson á kontrabassa.

Iður

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 17., 19. og 23. maí kl. 20.00
Aðgangseyrir: 3.900 kr.

Iður er nýtt íslenskt tónleikhúsverk byggt á sönnum atburðum um Mark Kennedy, breskan lögreglumann og fjölskylduföður, sem vann sem uppljóstrari krúnunnar innan raða aktívista. Þegar verkið gerist standa ensk yfirvöld í stappi við róttæka aðgerðarsinna. Í Iður er velt upp spurningum um raunveruleikann, sjálfsmynd og stað okkar í tilverunni. Inn í verkið fléttast aríur og kórlög við texta eftir endurreisnarskáldið John Donne.

Mjúk lending

Hvar? Nýlistasafn Íslands
Hvenær? Til 26. maí
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Í þessari útskriftarsýningu MA nema í myndlist Listaháskóla Íslands kvíslast átta sjálfstæðar nálganir, sameinast og stundum skerast þær. Kjarni þess sem listamennirnir kanna í verkum sínum er í raun hvað það þýðir að vera manneskja í heimi gegnsýrðum af félagslegum, menningarlegum og vistfræðilegum vandamálum. Titill sýningarinnar, Mjúk lending, vísar í tímabundna jarðtengingu; ekki rótgróna, heldur sveigjanlega líkt og umsemjanlegan lokafrest. 

Gröf

Hvar? Hafnarhúsið
Hvenær? 16. maí til 23. júní
Aðgangseyrir: 1.800 kr.

Gunnar Jónsson er fæddur í Reykjavík en ólst upp á Ísafirði og býr þar og starfar í dag. Í verkum sínum rannsakar hann eigin uppruna, sjálfsmynd og umhverfi. Gunnar vinnur meðal annars með vídeó, ljósmyndir og tónlist. Hann er virkur í ýmsu félagsstarfi og er meðal annars varamaður í stjórn Reykvíkingafélagsins á Ísafirði.

Grúska Babúska útgáfutónleikar

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 22. maí kl. 21.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Tilraunakennda rafþjóðlagahljómsveitin Grúska Babúska gaf út plötuna Tor síðastliðinn september, en platan er innblásin af enskum miðaldasögum og goðsögnum eins og um Artúr konung. Þetta eru (mjög) síðbúnir útgáfutónleikar, en Grúskan á það til að fara sínar eigin leiðir. Pólitíska brim-indí sveitin Bagdhad Brothers kemur einnig fram, en hún hefur spilað víðs vegar síðasta árið og er í mikilli sókn.

Thibaudet og Beethoven

Hvar? Harpa
Hvenær? 23. maí kl. 19.30
Aðgangseyrir: Frá 2.500 kr.

Franski píanistinn Jean-Yves Thibaudet hefur um áratuga skeið verið einn sá fremsti á heimsvísu. Á þessum tónleikum mun hann spila með Sinfóníuhljómsveit Íslands „Vetrarhimin“ eftir Kaiju Saariaho, einu margverðlaunaðasta samtímatónskáldi Norðurlanda, „Leyndardóm ljóssins“ eftir skoska tónskáldið James Macmillan og svo „Hetjuhljómkviðuna“ eftir Beethoven, verk sem er innblásið af ímynd hetjunnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
3
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár