Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Flugumenn, silkimjúkur djass og kræsingar sem listaverk

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 9.–23. maí.

Flugumenn, silkimjúkur djass og kræsingar sem listaverk

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu tvær vikurnar.

BlacKkKlansman

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 10.–20. maí
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Óskarsverðlaunamyndin BlacKkKlansman rataði ekki í íslensk kvikmyndahús á sínum tíma, en hún fjallar um sönnu söguna af svörtum lögreglumanni sem tekst að komast í raðir Ku Klux Klan hryðjuverkasamtakanna, og verða umdæmisstjóri á því svæði þar sem hann býr.  Kvikmyndin er uppgjör við þann rasisma sem var tröllríðandi á áttunda áratugnum í Bandaríkjunum og þörf áminning á að hann lifir enn góðu lífi í dag.

Hnallþóran

Hvar? Midpunkt
Hvenær? Til 26. maí
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Sigurrós Guðbjörg Björnsdóttir og Berglind Erna Tryggvadóttir eru í rannsóknarleiðangri; þær dýfa sér ofan í sögu íslenskra matar- og baksturshefða og reyna að finna hnallþórunni nýtt hlutverk í síbreytilegu landslagi íslenskrar matarmenningar. Þar eru settar fram tilraunir á hnallþórunni sem listhlut, í tvívíðu og þrívíðu formi, jafnt því sem áhorfendur geta skoðað uppskriftir og fróðleik sem rannsóknarteymið hefur sankað að sér.

Norðurmýramegin við Klambratún

Hvar? Þjóðleikhúskjallarinn
Hvenær? 17. maí kl. 21.00
Aðgangseyrir: 3.500 kr.

Karl Olgeirsson hlaut nýlega Íslensku tónlistarverðlaunin sem lagahöfundur ársins og fyrir plötu ársins í jazzflokki, en hann flytur verðlaunaplötu sína, Mitt bláa hjarta, sem hann hópfjármagnaði í fyrra. Sigríður Thorlacius mun syngja lögin ásamt höfundi sem einnig leikur á píanó. Þeim til fulltingis verða Jóel Pálsson saxófónleikari og Þorgrímur Jónsson á kontrabassa.

Iður

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 17., 19. og 23. maí kl. 20.00
Aðgangseyrir: 3.900 kr.

Iður er nýtt íslenskt tónleikhúsverk byggt á sönnum atburðum um Mark Kennedy, breskan lögreglumann og fjölskylduföður, sem vann sem uppljóstrari krúnunnar innan raða aktívista. Þegar verkið gerist standa ensk yfirvöld í stappi við róttæka aðgerðarsinna. Í Iður er velt upp spurningum um raunveruleikann, sjálfsmynd og stað okkar í tilverunni. Inn í verkið fléttast aríur og kórlög við texta eftir endurreisnarskáldið John Donne.

Mjúk lending

Hvar? Nýlistasafn Íslands
Hvenær? Til 26. maí
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Í þessari útskriftarsýningu MA nema í myndlist Listaháskóla Íslands kvíslast átta sjálfstæðar nálganir, sameinast og stundum skerast þær. Kjarni þess sem listamennirnir kanna í verkum sínum er í raun hvað það þýðir að vera manneskja í heimi gegnsýrðum af félagslegum, menningarlegum og vistfræðilegum vandamálum. Titill sýningarinnar, Mjúk lending, vísar í tímabundna jarðtengingu; ekki rótgróna, heldur sveigjanlega líkt og umsemjanlegan lokafrest. 

Gröf

Hvar? Hafnarhúsið
Hvenær? 16. maí til 23. júní
Aðgangseyrir: 1.800 kr.

Gunnar Jónsson er fæddur í Reykjavík en ólst upp á Ísafirði og býr þar og starfar í dag. Í verkum sínum rannsakar hann eigin uppruna, sjálfsmynd og umhverfi. Gunnar vinnur meðal annars með vídeó, ljósmyndir og tónlist. Hann er virkur í ýmsu félagsstarfi og er meðal annars varamaður í stjórn Reykvíkingafélagsins á Ísafirði.

Grúska Babúska útgáfutónleikar

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 22. maí kl. 21.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Tilraunakennda rafþjóðlagahljómsveitin Grúska Babúska gaf út plötuna Tor síðastliðinn september, en platan er innblásin af enskum miðaldasögum og goðsögnum eins og um Artúr konung. Þetta eru (mjög) síðbúnir útgáfutónleikar, en Grúskan á það til að fara sínar eigin leiðir. Pólitíska brim-indí sveitin Bagdhad Brothers kemur einnig fram, en hún hefur spilað víðs vegar síðasta árið og er í mikilli sókn.

Thibaudet og Beethoven

Hvar? Harpa
Hvenær? 23. maí kl. 19.30
Aðgangseyrir: Frá 2.500 kr.

Franski píanistinn Jean-Yves Thibaudet hefur um áratuga skeið verið einn sá fremsti á heimsvísu. Á þessum tónleikum mun hann spila með Sinfóníuhljómsveit Íslands „Vetrarhimin“ eftir Kaiju Saariaho, einu margverðlaunaðasta samtímatónskáldi Norðurlanda, „Leyndardóm ljóssins“ eftir skoska tónskáldið James Macmillan og svo „Hetjuhljómkviðuna“ eftir Beethoven, verk sem er innblásið af ímynd hetjunnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár