Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þjóðgarðsvörður: „Blessuð sé minning Skaftafellsjökuls“

Mynd­ir sem tekn­ar hafa ver­ið ár­lega frá 2012 sýna hvernig Skafta­fells­jök­ull hef­ur bráðn­að.

Þjóðgarðsvörður: „Blessuð sé minning Skaftafellsjökuls“

Myndir sem Guðmundur Ögmundsson, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, hefur tekið árlega frá 2012 sýna hvernig Skaftafellsjökull hefur hopað með árunum.

„Ef Skaftafellsjökull væri sjónvarpsþáttaröð þá væri hún sennilega sögð óspennandi, fyrirsjáanleg og með slæman endi,“ skrifar Guðmundur við myndirnar sem hann birti á Facebook síðu sinni. „Í raun hefði ég getað sleppt því að taka mynd í ár því jökullinn var strax í fyrra horfinn frá því sjónarhorni sem ég hef myndað hann síðustu átta ár. Blessuð sé minning Skaftafellsjökuls…“

Hlýnun jarðar hefur haft mikil áhrif á jökla í heiminum sem flestir hafa þynnst og hopað á undanförnum áratugum. Grænlandsjökull hefur bráðnað mun hraðar en áður var talið og ísinn á Suðurskautslandinu hverfur á methraða. Bráðnun jökla hefur áhrif til hækkunar yfirborðs sjávar, sem veldur flóðum og skemmir vistkerfi víða um heim.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
3
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár