Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Neyðarástandi lýst yfir í Bretlandi: „Íslensk stjórnvöld ættu hiklaust að lýsa yfir neyðarástandi“

Um­hverf­is­stjórn­un­ar­fræð­ing­ur seg­ir stjórn­völd eiga að lýsa yf­ir neyð­ar­ástandi. Borg­ar­stjór­inn í Reykja­vík og bæj­ar­stjór­inn á Ak­ur­eyri úti­loka ekki slík­ar að­gerð­ir.

Neyðarástandi lýst yfir í Bretlandi: „Íslensk stjórnvöld ættu hiklaust að lýsa yfir neyðarástandi“
Jeremy Corbyn Formaður Verkamannaflokksins segir yfirlýsingu breska þingsins um neyðarástand í loftslagsmálum vera sögulega stund.

Breska þingið samþykkti í gær að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna hlýnunar jarðar. „Söguleg stund“ sagði Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins. Ákvörðunin er ekki bindandi fyrir ríkisstjórnina. Litið er á hana sem táknrænan gjörning og vonast til að hún verði hvatning fyrir ríkisstjórnir um allan heim til að lýsa yfir loftslagsneyð. Umhverfisstjórnunarfræðingur segir að íslensk stjórnvöld eigi hiklaust að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga. Borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn á Akureyri útiloka ekki að til slíkra aðgerða verði gripið hér.

Neyðarástandi lýst í 500 borgum og bæjum

Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins sendi í vikunni frá sér myndband með yfirlýsingu til að vekja athygli á því að hann hygðist fara fram á það við neðri deild þingsins að neyðarástandi yrði lýst yfir í landinu vegna hlýnunar jarðar og að tafarlaust yrði hafist handa við að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í myndbandinu sem Corbyn deildi á samfélagsmiðlum sagði hann að miðað við þróun allra síðustu ára væri rökrétt að gera ráð fyrir að hitastig jarðar hækki um 4 gráður frá því sem það var fyrir iðnbyltingu, og því ekki aðeins um loftslagsbreytingar að ræða heldur loftslagsneyð.

Corbyn lagði svo í gær fram tillögu þess efnis að þingið lýsti yfir loftslagsneyð í landinu og sköpuðust miklar umræður meðal þingmanna um málið. Flestir lýstu áhyggjum af stöðu mála. Michael Gove, umhverfisráðherra Bretlands sagði að Bretum hefði tekist að draga meira úr losun gróðurhúsalofttegunda en átta stærstu iðnríki heims (G8) Aðspurður hvort ríkisstjórnin væri að gera nóg til að draga nægilega úr losun til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar af völdum hlýnunar jarðar, sagði Gove að svo væri ekki, ríkisstjórnin þyrfti að gera enn meira til að ná markmiðum sínum. Hann studdi ekki tillögu Verkamannaflokksins í gær.

„Þá daga sem við sofum á verðinum hlýnar jörðin sem svo leiðir til hamfara sem ekkert okkar vill upplifa.“

Bretland er fyrsta landið til að lýsa yfir neyðarástandi af völdum loftslagsbreytinga. Hins vegar hafa yfirvöld í um 500 bæjum, þorpum og borgum í Bretlandi, Kanada, Sviss, Bandaríkjunum og Ástralíu lýst yfir neyðarástandi síðustu mánuði. Þeirra á meðal eru London og Manchester í Englandi og Vancouver í Kanada. Talið er að enn fleiri eigi á næstunni eftir að samþykkja að lýsa yfir neyðarástandi.

Skýrslan sem vakti fólk af værum blundi

„Loftslagsbreytingarnar eru hraðskreiðar en við erum í hægagangi. Við erum að renna út á tíma“ sagði António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þegar ný skýrsla Loftslagsnefndar SÞ var kynnt í október síðastliðnum. Þar kemur fram að miðað við núverandi þróun stefni í þriggja til fjögurra gráðu hlýnun jarðar fyrir næstu aldamót en samkomulag flestra þjóða heims hljóðar uppá að hlýnunin fari ekki yfir 2 gráður. Loftslagsvísindafólk hefur reyndar sagt að til að koma í veg fyrir alvarlegar hamfarir megi hlýnunin ekki verða meiri en 1,5°C. Til að það gangi eftir segja vísindamenn loftslagsnefndar SÞ að þörf sé á hröðum og jafnframt stórtækum breytingum á samfélagi mannanna.

Guterres sagði að skýrslan sýndi svo ekki yrði um villst að lítill tími væri til stefnu. „Hvern dag ætti það að vera forgangsverkefni að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þá daga sem við sofum á verðinum hlýnar jörðin sem svo leiðir til hamfara sem ekkert okkar vill upplifa.“

Að minnsta kosti 40 milljónir manna búa í þeim borgum og bæjum sem hafa lýst yfir neyðarástandi vegna hlýnunar jarðar. Yfirvöld á þessum stöðum segjast hafa gert sér grein fyrir alvarleika málsins við lestur skýrslu loftslagsnefndar SÞ í október. Aðgerðir Gretu Thunberg hafi einnig haft sitt að segja. Helsta krafa hennar og fjöldahreyfingar sem kallar sig Extinction Rebellion og mótmælt hefur víða um heim í nokkrar vikur, er að stjórnvöld viðurkenni hættuna sem er yfirvofandi, lýsi yfir neyðarástandi og grípi til tafarlausrar aðgerða í loftslagsmálum.

Byrjaði í Bristol

Carla DenyerBorgarfulltrúi í Bristol

Nokkrum vikum eftir að skýrsla SÞ kom út sagði Carla Denyer, fulltrúi Græningja í borgarstjórn Bristol á fundi þar, að komið væri að ögurstundu. Hún var fyrsti borgarfulltrúinn í Bretlandi sem ljáði máls á að lýsa formlega yfir neyðarástandi vegna hlýnunar jarðar. Hún lagði fram tillögu um að Bristol yrði fyrsta borgin í Bretlandi til að lýsa yfir loftslagsneyð. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Þar er fyrst og fremst stefnt að því að ná fram kolefnishlutleysi fyrir árið 2030 en það felur í sér að grípa til mótvægisaðgerða þannig að árleg losun gróðurhúsalofttegunda sé ekki meiri en það sem binst í gróðri og jarðvegi á sama tíma.

Í desember, um mánuði eftir að Carla Denyer og félagar hennar í borgarstjórninni í Bristol lýstu yfir neyðarástandi í borginni, fór kastljós fjölmiðla að beinast að sextán ára sænskum aðgerðarsinna. Greta Thunberg var þá búin að skrópa í skólanum á hverjum föstudegi frá því í september til að mótmæla því sem hún kallar aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. „Skólaverkfall fyrir loftslagið“ kallaði Greta mótmælin. Upp úr þessu varð til fjöldahreyfing barna og ungs fólks sem krefst þess að stjórnvöld bregðist strax við með afgerandi hætti.

 „Í ráðhúsi borgarinnar verður unnið hörðum höndum að því að lágmarka skaðann en við þurfum aðstoð ríkisstjórnarinnar“

Sadiq KhanBorgarstjóri London hefur gagnrýnt ríkisstjórn sína vegna aðgerðaleysis.

Núna, hálfu ári eftir að borgarstjórnin í Bristol lýsti yfir loftslagsneyð í borginni hafa um 90 bæjar- og borgarstjórnir í Bretlandi bæst í hópinn, þar á meðal London. Tillaga Caroline Russell fulltrúa Græningja í borginni um þetta var samþykkt í desember. Sadiq Khan, borgarstjóri sagði eftir að tillagan var samþykkt að áhersla yrði lögð á að útfæra vandlega þær aðgerðir sem gripið yrði til svo spyrna mætti við frekari losun gróðurhúsalofttegunda. Khan gagnrýndi ríkisstjórn Theresu May, sagði hana draga lappirnar í loftslagsmálum. „Við erum í neyð sem ógnar jörðinni, heilsu okkar, börnunum okkar og barnabörnum og í ráðhúsi borgarinnar verður unnið hörðum höndum að því að lágmarka skaðann en við þurfum aðstoð ríkisstjórnarinnar. Hún þarf að bregðast við, með aðgerðum sem hægt er að treysta á að dragi úr losun og ríkisstjórnin þarf að veita nægilegt fjármagn svo hægt sé að ráðast í þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru“ sagði Khan við blaðamann Guardian.

Nicola SturgeonFyrsti ráðherra Skotlands hefur lýst yfir neyðarástandi.

Í vikunni lýsti Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands yfir neyðarástandi í landi í ræðu á flokksþingi Skoska þjóðarflokksins (SNP). Hún sagðist hafa tekið þá ákvörðun eftir að hafa rætt við ungt fólk sem var að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum.

„Ég hlusta á unga fólkið því það hefur rétt fyrir sér“

„Unga fólkið vill að allar ríkistjórnir heims lýsi yfir neyðarástandi. Vísindarannsóknir staðfesti að svo sé og ég hlusta á unga fólkið því það hefur rétt fyrir sér. Þannig að í dag, sem fyrsti ráðherra Skotlands, lýsi ég því opinberlega yfir að það er neyðarástand vegna hlýnunar jarðar og að Skotar muni taka því alvarlega og lofa að gera sitt besta til að leysa vandann.“

Sitja sofandi við stjórnvölinn

Yfirvöld í þeim bæjum og borgum þar sem lýst hefur verið yfir loftslagsneyð saka ríkisstjórnir landa sinna um sofandahátt og segja að ef fram heldur sem horfir muni losun gróðurhúsalofttegunda aukast. Ástandið sé grafalvarlegt og bregðast verði við af fullum þunga. Þess vegna sé krafa þeirra sú að ríkisstjórnirnar lýsi yfir neyðarástandi í heimalöndunum. Vegna aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda fari hitastig jarðar hækkandi og ef svo heldur sem horfir sé ekki möguleiki að halda hækkuninni undir 2 gráðum eins og loftslagsvísindafólk hefur sagt að verði að nást ef koma á í veg fyrir grafalvarlegar hamfarir. Þess vegna sé gert ráð fyrir tveggja gráðu hitamarkinu í Parísarsamkomulaginu en þar segi einnig að mun betra væri að halda hitastigshækkuninni undir 1,5°. Það sé þó talið óraunhæft miðað við þróun síðustu ára. Hins vegar sé megi búast við að hitastig jarðar hækki, að óbreyttu, um 4 gráður.

Ekki útilokað að lýst verði yfir neyðarástandi í Reykjavík og á Akureyri

Stefán GíslasonUmhverfisstjórnunarfræðingur segir íslensk stjórnvöld verða að grípa til aðgerða.

Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur segir að sér lítist vel á ákvarðanir þessara bæja og borga. „Með þessu staðfesta viðkomandi stjórnvöld vilja sinn til að meðhöndla það neyðarástand sem upp er komið sem raunverulegt neyðarástand og til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda meðalhlýnun innan við 1,5°C. Þetta skapar ekki aðeins aðstæður til að ráðast í metnaðarfull loftslagsverkefni í viðkomandi byggð, heldur líka þrýsting á aðrar byggðir að gera slíkt hið sama.“ Stefán telur að aðgerðirnar geti skilað miklum árangri. „Með yfirlýsingunum eru loftslagsmál sett í fyrsta sæti, sem þýðir meðal annars að verkefni sem ganga í aðra átt verða að víkja.“

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri segist, aðspurður um hvort til greina komi að lýsa yfir neyðarástandi í Reykjavík, ekki vilja útiloka neitt sem getur vakið athygli á loftslagsvandanum og knúið á um skjót viðbrögð. Þeirra sé sannarlega þörf í loftslagsmálum. „Vandinn er sá að voðinn er vís í framtíðinni ef ekki verður brugðist afgerandi við núna. Það er þetta sem borgir og ríkisstjórnir eru að vekja fólk til umhugsunar um með því að lýsa yfir neyðarástandi.“

Dagur B. EggertssonBorgarstjóri segir Reykjavíkurborg hafa verið nokkuð eina um forystu í málaflokknum.

 „Mér hefur fundist margt gott fara af stað hjá nýrri ríkisstjórn en nú skiptir máli að standa við stóru orðin“

Dagur segist hafa sett loftslagsmál, loftgæði og afleiðingar loftslagsbreytinga á dagskrá almannaverndar höfuðborgarsvæðisins, þar sem hann er formaður. „Það er í fyrsta sinn sem unnið er að viðbragðsáætlunum og kortlagður viðbúnaður sem þarf vegna þess“ segir Dagur. Hann segir að enn sem komið er hafi Reykjavíkurborg verið nokkuð ein í forystu í þessum málaflokki meðal íslenskra sveitarfélaga, bæði með samþykkt róttækrar loftslagsstefnu og aðgerðaráætlunar. „Þar skipum við okkur í röð framsæknustu borga“ segir Dagur. „Mér hefur fundist margt gott fara af stað hjá nýrri ríkisstjórn en nú skiptir máli að standa við stóru orðin, ekki síst í því að efla almenningssamgöngur og breyta ferðavenjum í umferðinni.“

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri segir að ekki hafi enn verið rætt um að lýsa yfir neyðarástandi. „En mögulega er ástæða til að ræða það þannig í ljósi ákvarðana annarra borga og ríkja.“ Hún segir að ákvörðun þeirra sé rétt ef hún sé leiðin til að umheimurinn átti sig á þessari miklu ógn. Ásthildur segir talsvert rætt um hlýnun jarðar á þeim fundum sem hún sæki erlendis en ekki hafi enn verið talað um að lýsa yfir neyðarástandi, það kunni hins vegar að breytast í ljósi nýlegra ákvarðana bæjarstjórna erlendis.

Flest bendir til þess að losun aukist á Íslandi á næstu árum

Umhverfisstofnun greindi frá því um miðjan apríl síðastliðinn að losun á Íslandi hefði aukist um 2,2% milli áranna 2016 og 2017 og að talið væri að losun myndi áfram aukast hér á næstu árum. Aukningu á heildarlosun sem er á ábyrgð stjórnvalda má meðal annars rekja til fjölgunar ferðamanna og aukinnar neyslu almennings. L osun frá stóriðju hér hefur aukist um 133% frá árinu 1990 samkvæmt skýrslu Umhverfisstofnunar. Sú losun er aðeins óbeint á ábyrgð stjórnvalda, þar sem stóriðjufyrirtækin þurfa að verða sér úti um losunarheimildir úr sérstöku viðskiptakerfi Evrópusambandsins (ETS = emissions trading system).

„Flest bendir til að þessi losun aukist verulega á næstu árum, einkum vegna nýrrar stóriðju“

Í aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum til ársins 2030 segir að flest bendi til þess að losun frá iðnaðarferlum aukist verulega fram til ársins 2030. Kísilmálmverið á Bakka við Húsavík er nefnt til sögunnar og að starfsleyfi hafi verið veitt fyrir fyrirhugað kísliver í Helguvík og fleiri stóriðjukostir hafi verið í undirbúningi. Þá segir í aðgerðaráætlun stjórnvalda að samdráttur í losun í þessum geira verði vart mögulegur nema með tilkomu nýrrar tækni. Í  áætlun stjórnvalda er einnig fjallað um losun sem fellur undir evrópska viðskiptakerfið (ETS) sem í tilfelli Íslands er langmest á sviði stóriðju. Í lok þess kafla skýrslu stjórnvalda segir: „Flest bendir til að þessi losun aukist verulega á næstu árum, einkum vegna nýrrar stóriðju, en að langt sé í tækniframfarir sem líklegar eru til að skila miklum samdrætti í losun.“ Þar segir líka að ný og metnaðarfull markmið hafi verið sett í stjórnarsáttmála. Þar beri hæst markmið um kolefnishlutleysi Íslands árið 2040 og að samkvæmt fjármálaáætlun 2019-2023 sé ráðgert að setja verulega fjármuni í verkefni sem stuðla að minni losun og aukningu kolefnisbindingar.

Ísland eigi hiklaust að lýsa yfir neyðarástandi

Í gær skoraði Landvernd á ríkisstjórn Íslands að lýsa því yfir að neyðarástand ríki í loftslagsmálum. Þetta var ákveðið á aðalfundi samtakanna í gærkvöldi. Stefán Gíslason tekur undir yfirlýsingu Landverndar og segir að það liggi alveg fyrir að þau markmið sem ríkisstjórnir þjóða heims hafi sett sér á grundvelli Parísarsamningsins dugi engan veginn til að ná meginmarkmiðum hans. „Íslensk stjórnvöld ættu hiklaust að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga, ekki seinna en strax. Þetta neyðarástand er skollið á og öll bið gerir ástandið enn óviðráðanlegra. Það skiptir líka máli að vera sá sem dregur vagninn í þessum efnum, í stað þess að vera seinfær sporgöngumaður,“ segir Stefán Gíslason og bætir við að yfirlýsing um neyðarástand hljóti að fela í sér róttæka endurskoðun á markmiðum ríkisstjórna. Næg þekking sé til staðar, það þurfi bara að nota hana. „Yfirlýsing um neyðarástand felur í sér að viðkomandi stjórnvöld vilji gera allt sem í þeirra valdi standi. Það hafi þau ekki gert hingað til,“ segir Stefán.

„Yfirlýsing um neyðarástand felur í sér að viðkomandi stjórnvöld vilji gera allt sem í þeirra valdi standi. Það hafi þau ekki gert hingað til“

Andrés Ingi JónssonÞingmaður Vinstri grænna segir unga fólkið vaknað.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna spurði á Alþingi í fyrradag hvort ástæða væri til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Andrés Ingi talaði um aðgerðir Gretu Thunberg og sagði „Unga fólkið er vaknað, heimurinn er að vakna og við sem hér sitjum þurfum líka að vakna. Við eigum fjöldann allan af aðgerðaráætlunum, þeim þarf að tryggja fjármagn og þær þarf að gera betri og metnaðarfyllri á hverjum degi. En dugar það til? Kannski er vandinn orðinn það knýjandi að þurfi að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum, en áður en til þess kemur getum við líka litið í kringum okkur hér á þingi og fundið breytingar sem má hrinda í framkvæmd því sem næst strax.“

Stefán Gíslason segir að ef ríkisstjórnin taki þetta ekki upp hjá sér ættu einstakir þingmenn eða einstakir þingflokkar að leggja fram tillögu til þingsályktunar í þessa veru. „Þeir sem ekki styðja slíka tillögu þurfa að útskýra ástæður þess. Umræðan sem þetta skapar verður tvímælalaust gagnleg!“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Vísindanefndin: Sambúð fólks við náttúruna þarf að breytast
GreiningLoftslagsbreytingar

Vís­inda­nefnd­in: Sam­búð fólks við nátt­úr­una þarf að breyt­ast

Um­bylt­ing­ar er þörf í lífs­hátt­um og um­gengni við nátt­úr­una, seg­ir í skýrslu vís­inda­nefnd­ar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á Ís­landi. Snark í gróð­ureld­um, suð í moskítóflug­um og smit frá skóg­armítl­um gæti orð­ið hvers­dags­legt áð­ur en langt um líð­ur og sjáv­ar­flóð, skriðu­föll og lægða­gang­ur tíð­ari.
Fimm ástæður fyrir því að þú ættir að hafa áhyggjur af stöðu loftslagsmála á Íslandi
Þorgerður María Þorbjarnardóttir
SkoðunLoftslagsbreytingar

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Fimm ástæð­ur fyr­ir því að þú ætt­ir að hafa áhyggj­ur af stöðu lofts­lags­mála á Ís­landi

Lofts­lags­breyt­ing­ar eru neyð­ar­ástand og þær krefjast að­gerða, skrif­ar formað­ur Land­vernd­ar. „Að­lög­un að lofts­lags­breyt­ing­um snýst ekki bara um að laga sig að áhrif­um þeirra held­ur felst í henni að­lög­un að sam­fé­lagi sem lif­ir án þess að ganga á og skaða nátt­úr­una og lofts­lag­ið þar með.“

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár